Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 26. mars 2005 25 Mesti áhrifavaldurinn tengist fyrstu æskuminningunni þegar ég var þriggja, fjögurra ára gamall. Þá brast á Ob-La-Di Ob-La-Da með Bítlunum í útvarpstæk- inu heima og kveikti þannig í mér að ekkert annað kom til greina en að leika á hljóðfæri og spila tónlist. Tveimur árum síðar keypti ég mína fyrstu plötu, Sergeant Pepper's Lonely Hearts Club Band, og um sömu mundir var keypt píanó á heimilið. Eldri bróðir minn var sendur í píanónám, en ég byrjaði strax að spila eftir eyranu. Bítla- lögin urðu strax fyrir valinu, sem og bandaríski þjóðsöngurinn, einhverra hluta vegna. Ári seinna byrjaði ég svo sjálfur að læra en var alltaf fljótari að pikka lagið upp eftir eyranu en að spila þau eftir nótum. Þótt margt hafi komið og farið síðan Bítlarnir voru og hétu, hafa þeir alltaf verið númer eitt í mínu hjarta og enda- laus hvatning á tónlistarsviðinu. Við konan mín fórum Evrópurúnt árið 1998 og þegar til Lundúna kom varð ég vita- skuld að komast á Abbey Road, þar sem ég heimsótti hljóðverið þar sem Bítlarnir tóku upp flestar plöturnar sínar. Gang- brautin fyrir utan stúdíóið, þar sem fræg mynd af þeim var tekin, varð mér efni í marga góða göngutúra, en ég hef trúlega labbað þar daglangt yfir gangbrautina í þessari pílagrímsferð. Svo bíð ég þess að Paul fari aftur í tón- leikaferð. Verð að berja hann augum og upplifa á tónleikum, því að Paul var vissulega sá sem hreif mig fyrst með Ob-La-Di Ob-La-Da, enda hálfgerður barnasöngur, en eins og Paul og John voru ólíkir er erfitt að gera upp á milli þeirra. Þegar maður eltist og fór að hlusta betur eftir orðunum hafði John vinninginn. Báðir, og í raun allir fjórir, voru mér miklir áhrifavaldar. PÁLMI SIGURHJARTARSON TÓN- LISTARMAÐUR Heyrði Bítlana syngja Ob-La-Di Ob-La-Da í útvarpinu sem lítill hnokki og byrjaði sex ára að glamra Bítlalög á píanóið heima. BÍTLARNIR Á ABBEY ROAD 1969 Pálmi fór í píla- grímsferð á Abbey Road árið 1998, þar sem hann eyddi deginum í að þramma yfir gangbrautina frægu. ÁHRIFAVALDURINN PÁLMI SIGURHJARTARSON TÓNLISTARMAÐURÓMISSANDI Ob-La-Di Ob-La-Da setti í gírinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VAPenni og minnisbók Rithöfundarnir Vilborg Davíðsdóttir og Þórarinn Eldjárn völdu þrjá ómissandi hluti. Bæði völdu þau minnisbók sem er augljóslega nauðsynlegt hverjum rit- höfundi. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur er þessa dagana að vinna á fullu í næstu bók sinni sem hún stefnir á að koma út fyrir jól. Auk þess útskrif- aðist hún nýlega úr háskólanámi í þjóð- fræði. Ekki nóg með það heldur er hún einnig heimavinnandi húsmóðir og á níu mánaða dóttur, líka tíu ára og sautján ára börn. Kaffibollinn eftir kvöld- matinn. Sambýlismað- ur minn malar kaffi á kvöldin og býr til dýrindis kaffi handa okkur eftir kvöldmat. Þetta er algjörlega heilög stund og ómissandi í deginum. Það er svo gott að hafa smá rútínu í deginum og mér brygði við ef ég fengi ekki kvöldkaffið mitt. Litla minnisbókin mín sem ég hef á náttborðinu. Þetta er eins konar nótubók sem ég skrifa í þegar hugmyndirnar koma sem gerist yfirleitt svona milli svefns og vöku. Það er nauðsynlegt fyrir mig að hafa minnisbók á nátt- borðinu því þó að ég haldi að ég muni þetta um morguninn þá geri ég það bara ekki. Dóttir mín gaf mér þessa bók í jólagjöf. Hún er voðalega fín. Fartölvan er algjör- lega nauðsynleg. Ég skrifa á hana og ég fer með hana út á bóka- safn þar sem ég skrifa. Ég nota hana svo rosalega mikið í sambandi við vinnuna og hún gerir mér kleift að vinna hvar sem er. Ég á mjög erfitt með að skrifa öðruvísi en með fingur á lyklaborði og handskrifa varla neitt. Þórarinn Eldjárn rithöfundur er ný- búinn að ljúka við Völuspá handa börnum sem er myndskreytt af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og á að koma út í vor. Hann situr nú við að þýða ævintýri H.C. Andersens auk þess sem hann er á fullri ferð í ljóðagerð. Hann valdi þrjá ómissandi hluti. Minnisbók. Hún er ómissandi vegna þess að án hennar finnst mér ég nakinn. Þá er ég svo gríðarlega hræddur um að fá hug- myndir sem ég gleymi. Ég er alltaf með bókina á mér svo ég geti skrifað sniðugar hugmyndir niður um leið og þær koma í höfuðið. Penni. Hann er ómissandi fyrir mig til þess að skrifa í minnisbók- ina. Ég þarf að skrifa niður allar hugmyndir sem ég færi. Ég skrifa niður allt sem mér dettur í hug, allt sem ég heyri og allt sem ég sé. Penn- inn er nauðsynlegur fylgihlutur minnis- bókarinnar. Blýantur. Ég nota hann aðallega til að merkja við og krota inn í blöð og bækur sem ég er að lesa. Ég get ekki notað pennann í það því þá eyðilegg ég bækurnar. Ég merki við alla athyglisverða staði, þegar ég sé eitthvað sem ég get stolið. Svo er ég líka alltaf að leiðrétta próf- arkir og villur hvar sem ég sé þær. Þetta er einhver árátta hjá mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.