Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 29
3LAUGARDAGUR 26. mars 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Hvað getur þinn bíll skammstafað mikið? Mál bílamálanna í líðandi viku er án efa leitin sem gerð var að þremur ungmennum sem lentu í hremmingum á leið sinni suður Kjöl. Margir hafa orðið til að benda á mistök ferðahópsins eins og auðvelt er þegar aðrir eiga í hlut. Benda menn þá helst á hversu illa fólkið var búið fjarskiptatækjum. Ein CB, GSM, enginn NMT og ekki VHF heldur, hvað þá SSB. En þau voru samt með GPS. Þetta er alveg slatti af skammstöfunum! Til að snúa þessu yfir á mannamál skulum við kíkja á hvað þessar skammstafanir þýða: CB-(Citizen Band)talstöðvar eru mjög skammdrægar, 3-10 km í sjónlínu, og gagnast nær eingöngu til samskipta innan ferða- eða vinnuhópa. VHF (Very High Frequency) talstöðvar eru hins vegar lang- drægari, allt að 100-150 km í sjónlínu. Auk þess eru endurvarpar um allt land á vegum til dæmis Ferðaklúbbsins 4x4 sem auka enn á drægnina. Mjög margir jeppamenn eru með svona stöðvar í bíl- um sínum og því ekki ólíklegt að beiðni um hjálp heyrist. NMT (Nordisk Mobile Telephone) er gamla góða farsímakerfið sem því miður á ekki mörg ár eftir ólifað. Drægni þess er um 100- 150 km í sjónlínu og sendar eru staðsettir hér og þar um hálendið. Til samanburðar dregur GSM (Global System for Mobile comm- unications) sími yfirleitt minna en 30 km og enga slíka senda er að finna á hálendinu. Nokkrir eru svo enn að nota gömlu Gufunesstöðvarnar, eða SSB (Single Side Band modulation). Drægni þeirra fer aðallega eftir loftnetslengd en þær hafa verið notaðar til að tala milli landshluta og jafnvel út fyrir landið. Eigendur bíla með allra stærstu loft- netin eru því ekki nauðsynlega geðveikir, heldur kannski bara forsjálir. GPS (Global Positioning System) er svo staðsetningartæki sem margir halda að sé nægur búnaður til að fara á fjöll. Það þarf þó að kunna á tækið til að það gagnist. Eins er algjör skylda að hafa áttavita og kort meðferðis, og kunna að nota hvort tveggja, því sá búnaður verður aldrei rafhlöðulaus. Jeppafólk grínast sín á milli um það hver sé með hæsta „dóta- stuðulinn“. Enda minnir bíll með öllum tækjunum sem talin eru upp hér að ofan orðið töluvert á geimskutlu að innan. En er það ekki betra en að vera... utan þjónustusvæðis? Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Hyundai styrkir fótbolta Hyundai heldur áfram að styrkja íþróttaiðkun. Hyundai Motor Co. hefur gert nýjan samstarfssamning við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið eins og kemur fram á heimasíðu B&L, bl.is. Samningurinn gildir frá árinu 2007 til ársloka 2014 og verður Hyundai því áfram einn af sex meginstyrktaraðilum sambandsins. Það felur í sér að Hyundai mun áfram sjá mótsstjórnum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fyrir bílum sem flytja meðal annars keppnisliðin og dómara á milli staða. Hyundai hefur einnig styrkt Evrópu- keppnina í knattspyrnu. Porsche 911 Carrera. Nýr lúxusbíll frá Porsche Porsche heldur áfram að framleiða stærri bíla. Bílaframleiðandinn Porsche hyggst kynna nýjan bíl í lok ársins. Um er að ræða fimm dyra útfærslu á Porsche 911 sem verður í flokki stærri lúxusbíla. Þessi nýja útfærsla verður líklega kynnt í september á þessu ári en fer þó ekki í sölu fyrr en árið 2009. Nýi bíllinn verður byggður á nýjum undirvagni og hugsan- legt að Porsche leiti aftur í samstarf við Volkswagen. Bíllinn verður líklega um 4,9 metra langur og verður boðinn með fjölbreytilegu safni véla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.