Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 28
Aðgát í umferðinni Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Sýnum aðgát í umferðinni og verndum með því líf okkar og annarra. Keyrum eftir umferðarreglunum og verum vel vakandi undir stýri. [ ] VINNUM EFTIR CABAS-KERFINU Tjónaskoðun G. Tómasson ehf • Smiðjuvegi 8, Kópavogi • sími: 577 6400 • www.hvellur.com • hvellur@hvellur.com NÝJASTA ÆÐIÐ! Stór og þægilegur fjölskyldubíll Ford Mondeo station er bæði stór og gerðarlegur og hreint ekki ólaglegur. Ford Mondeo er stór og mikill bíll. Þar er því rúmt um fjöl- skylduna, jafnvel þótt hún losi vísitölustærð. Stórt skott í stationbíl er líka ómetanlegt þegar kemur að því að flytja milli staða allt sem slíkri fjöl- skyldu fylgir, hvort heldur í dagsins önn eða á ferðalagi. Ford Mondeo fæst í mörgum út- færslum, fjögurra dyra, fimm dyra og fimm dyra station, sem fást í grunnútfærslunni, Ambiente og svo Trend sem er með viðbótar- búnað miðað við Ambiente og Ghia sem er með enn meiri viðbótar- búnað. Loks ber svo að nefna Ghia X sem er kominn með lúxusbúnað eins og leðurklædd sæti, viðará- ferð í miðjustokk og krómuð hand- föng á hurðaropnun að innan. Ford Mondeo Ghia var reynslu- ekinn, sjálfskiptur stationbíll. Þetta er stór og mikill bíll sem gefur til- finningu fyrir öryggi og stöðug- leika. Hann er þægilegur og að- gengilegur á alla lund, fyrir utan auðvitað að vera nokkuð langur þegar kemur að því að leggja í stæði, en það er víst ekki hægt bæði að eiga kökuna og éta hana, langur bíll er alltaf langur bíll. Bíllinn er með tveggja lítra vél og ágætt afl. Bíllinn er búinn öllum helstu þægindum, svo sem hita í fram- sætum (sem undirritaðri finnst að ætti að vera staðalbúnaður í öllum bílum), hita í framrúðum, leður- stýri og rafstýrðum sætum. Í bíln- um eru skemmtilegar útfærslur á ýmsum búnaði, svo sem glasahald- ari sem sprettur fram úr mæla- borðinu, ljós sem kviknar þegar dregið er frá varalitaspeglinum í sólskyggninu og klukkan góða sem er að finna í Ghia bílnum og setur óneitanlega á hann sterkan svip. Sætisbökin í aftursæti station- bílsins leggjast alveg að gólfi sem eykur nýtingarmöguleika skotts- ins í fullri stærð. Ford Mondeo er bíll sem hentar fjölskyldum sem hafa mikið um- leikis. Ekki síst hentar skottið í stationbílnum vel til að henda inn íþróttatöskum, hljóðfærum (ekki henda þeim þó) og öðru slíku dóti sem oft fylgir barnafjölskyldum. Bíllinn er þægilegur í allri um- gengni og nægilega stór til að gott pláss sé fyrir alla, jafnvel þótt börnin í aftursætinu séu farin að stálpast. steinunn@frettabladid.is Skapari hins fræga DeLorean bíls með nútímalegu hurðirnar er dáinn. Enn er mikil eftirspurn eftir DeLorean bílum. John Z. DeLorean, eigandi bílaframleiðandans DeLorean, lést sunnudaginn 20. mars. DeLorean fæddist árið 1925 og þótt hans þekkta fyrirtæki hafi aðeins framleitt 8.900 bíla og tapað milljónum þá lifði hann eins og konungur. De Lorean átti í fjölmörgum ástarsamböndum við fyrirsætur og kvik- myndastjörnur og um hann hafa verið skrifaðar að minnsta kosti fimm bækur. Bandarískir fræðimenn telja að hefði hann fæðst fimmtíu árum fyrr þá hefði hann getað byggt upp eitt öflugasta bíla- fyrirtæki Bandaríkjanna. En hvað um það. DeLorean nafnið er frægt enn þann dag í dag, án vefa vegna þess að DeLorean DMC-12 bíll var notaður í myndunum Back to the Future sem skartaði meðal annarra stjörnunni Michael J. Fox. Þó að fáir bílar hafi verið framleiddir og um sex þúsund séu enn í lagi í dag, þá er enn mikil eftirspurn eftir DoLorean bílnum og voru meðal annars tólf slíkir boðnir upp á eBay daginn sem hann dó. DeLorean stofnaði verksmiðju sína árið 1975 en stórt fíkniefnahneyksli varð veldi hans að falli. ■ Bílakóngurinn DeLorean allur DeLorean hjá mynd af samnefndum bíl sem hann gerði frægan – en ekki ríkan. REYNSLUAKSTUR FORD MONDEO Verð frá 1.950.000 (Ambiente: fjögurra dyra, 1,8 l, 110 hestafla vél, beinskiptur) FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.