Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 20
20 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
ÞORSTEINN BERGSSON VIÐ AÐALSTRÆTI 10 Þorsteinn hefur áratugareynslu af því að gera upp gömul hús, en hann er framkvæmdastjóri Minjaverndar. Hann segir starf félagsins hafa verið farsælt og ánægjulegt hvernig til hafi
tekist á suðurhorni Aðalstrætis þar sem nú er risið hótel. Í Aðalstræti 10, einu elsta húsi bæjarins, eru nýhafnar framkvæmdir við endurgerð.
Bjargar lífi húsanna í bænum
„Það er svo sem hægt að gera hús
að safni en það er ekki okkar upp-
legg,“ segir Þorsteinn Bergsson,
framkvæmdastjóri Minjaverndar
hf. Hann vill gera upp og finna not
fyrir gömul hús þannig að í þeim
verði áfram líf. Honum nægir ekki
að bjarga húsunum, heldur vill hann
bjarga lífi þeirra. „Og um leið og lífi
þeirra er bjargað er húsunum
sjálfum bjargað,“ sagði hann með
nokkru stolti fyrir utan nýjasta
björgunarafrekið, Aðalstræti 16,
þar sem Centrum Hótel hefur hafið
starfsemi. Markmið Minjaverndar
er að í húsum sem bjargað er verði
starfsemi sem staðið geti undir
rekstri og endurgerð húsanna, en
félagið fær ekki fjármuni hjá ríki
eða borg heldur stendur sjálft að
framkvæmdum og ber á þeim
ábyrgð.
Borgin kom inn í Minjavernd
„Aðalstræti 16 er með sama útlit
og árið 1905. Við völdum að byggja í
kring en leyfa húsinu samt sem
áður að njóta sín allan hringinn,“
segir hann. Í gamla húsinu eru 12
gistiherbergi á eftir hæð, en setu-
stofa, fundarherbergi og bar á neðri
hæðinni. Í kjallaranum undir hótel-
inu er svo unnið hörðum höndum að
gerð safns í kringum mannvistar-
leyfarnar sem þar fundust. „Það er
búið að pakka rústinni alveg inn,“
segir Þorsteinn, en einna markverð-
ast þykir honum þó að þarna í kjall-
aranum er að finna elstu mannvist-
arleyfar sem vitað er um í landinu.
„Innst í horninu fundust torf-
hnausar frá árinu 872, plús eða mín-
us þrjú ár. Þar með er komið ártalið
874 og búið að færa rök fyrir
ártölum í Landnámu.“
Þegar Reykjavíkurborg gerðist
aðili að Minjavernd síðla árs 2002
lagði hún með sér sem hlutafé hús-
eignir í Grjótaþorpi, að undanskildu
húsinu í Aðalstræti 10 en á því
hvíldi leigusamningur sem Minja-
vernd vildi ekki taka yfir. „Þetta
þýddi að ekkert gerðist með það
hús, en við aftur búin að klára Aðal-
stræti 2 sem Geysir hét áður, núna
Ingólfsnaust, og svo eru fyrstu
gestirnir að fara inn á hótelið hinum
megin, þannig að endastólparnir
eru báðir komnir en eftir sat elsta
heillega húsið í götumyndinni.“ Í
byrjun febrúar síðastliðnum samdi
svo borgin við Minjavernd um end-
urgerð Aðalstrætis 10 og þar eru nú
nýhafnar framkvæmdir. Í húsinu
hafa síðustu 20 til 25 árin verið
reknir skemmtistaðir, en það er
merkt að utan með skildi sem „elsta
hús í Reykjavík.“ Á skjöldinn er
letrað ártalið 1752 og ekki óalgengt
að sjá ferðamenn mynda húsið.
Íbúðarhús, verslun og pöbb
„Þetta hús er nú að öllum líkind-
um frá árinu 1765, en ef skjöldurinn
væri réttur þá væri hér um að
ræða elsta hús í Reykjavík,“ segir
Þorsteinn, en húsið er eitt þeirra
sem reist voru fyrir starfsemi Inn-
réttinganna sem hófu starfsemi í
Reykjavík árið 1752. Tveimur árum
eftir að byggingar hófust brunnu
flest húsin og telur Þorsteinn ekki
alveg loku fyrir það skotið að húsið
hafi brunnið en verið endurbyggt.
„Við tókum við þessum kaleik af
borginni fyrir nokkrum vikum
síðan og heitir sem svo að við höfum
tekið við húsinu til vörslu til 30 ára,
því borgin mun eiga það áfram,
meðan Minjavernd á allar endur-
bæturnar, en þær annast Minja-
vernd, sem og alla endurgerð, fjár-
mögnun og rekstur á húsinu,“ segir
hann og telur ekki að aftur verði
öldurhús á þessum stað að loknum
endurbótum, en þannig rekstur
hafði verið í húsinu frá því þar opn-
aði Fógetinn í kringum árið 1980.
„Fram að því, frá um 1881 var þetta
verslun. Frá 1926 voru hér höfuð-
stöðvar Silla og Valda, en þeir sátu
hér uppi við gaflglugga á efri hæð-
inni hvor á móti öðrum og stýrðu
öllum sínum verslunarrekstri.“
Fyrir þennan tíma var hins vegar
búið í húsinu og segir Þorsteinn þá
nafntoguðustu í þeim hópi hafa
verið Geir Vídalín biskup og Jens
Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðs-
sonar forseta.
Þorsteinn segir ekki alveg búið
að ákveða til hvaða horfs Aðalstræti
10 verður fært, en segir heildstæð-
ustu lýsinguna á því vera frá árinu
1823. Þá segir hann ekki búið að
ákveða not fyrir húsið en telur lík-
legt það verði nokkurs konar mót-
taka fyrir annað hús sem á eftir að
byggja á bak við og tengja með nett-
um glergangi. „Við látum húsið ráða
svolítið starfseminni. Húsið markar
línuna og starfsemin lagar sig að
því. Þetta verða að miklu leyti lítil
rými og húsið því mögulega aðkoma
að annarri starfsemi.“
Þorsteinn er búinn að vera við-
loðandi endurgerð og björgun gam-
alla húsa áratugum saman, en hann
tók við formennsku í Torfusamtök-
unum árið 1979. Frá stofnun í apríl
árið 1985 hefur hann verið í for-
svari fyrir Minjavernd sem þá var
sjálfseignarstofnun, en að henni
stóðu Fjármálaráðuneytið, Þjóð-
minjasafnið og Torfusamtökin. Árið
2000 var svo breytt um rekstrar-
form og Minjavernd gerð að hluta-
félagi.
Minjavernd hefur verið með
verkefni víða um land og meðal ann-
ars stutt við endurbyggingu kirkj-
unnar í Flatey og endurgert sæluhús
bæði á Hveravöllum og
svo það elsta sem vitað er um í
Landmannalaugum. Núna segir
Þorsteinn horft til ýmissa skemmti-
legra verkefna og nefnir þar hús-
byggingar sem reistar voru þegar
síminn var lagður yfir hálendið
og sögufræg hús á Seyðisfirði sem
stutt gætu atvinnulíf þar í bæ.
Þorsteinn er vongóður um að vel
gangi við frekari uppbyggingu gam-
alla húsa, hvort heldur sem er í
Reykjavík eða úti um land. „Við höf-
um verið svo heppin að okkar bak-
hugsun hefur alla jafna notið hljóm-
grunns hjá stjórnvöldum, kannski
að sumu leyti vegna þess að við höf-
um ekki alltaf verið að biðja um aur,
heldur haft aðrar hugmyndir og vilj-
að standa á eigin fótum svo framast
sem við höfum getað og fundið þá
aðra fjármögnun með okkur,“ segir
hann og vísar til hugmyndarinnar
um að reisa hótel í Aðalstræti 16. ■
Hótel Loftlei›ir er mjög spennandi og hagkvæmur kostur hvort sem
halda á fund, standa fyrir gle›skap e›a eiga notalega daga í
Reykjavík. Veri› velkomin!
Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra›
fiEGAR HALDA Á GÓ‹AN FUND
HÓTEL LOFTLEI‹IR
GÆ‹I Á GÓ‹U VER‹I
GÓ‹ STA‹SETNING
FYRIRTAKS FUNDARA‹STA‹A
FYRSTA FLOKKS VEITINGAR
VEISLUR VI‹ ÖLL TÆKIFÆRI
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
15
2
4
7
Sími: 444 4500
www.icehotels.is
Í Grjótaþorpi í Reykjavík hefur hvert sögufræga húsið
á fætur öðru gengið í endurnýjun lífdaga. Þorsteinn
Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar lýsir í sam-
tali við Óla Kristján Ármannsson síðustu verkefnum og
talar um hvernig endurgera megi hús þannig að þau
lifi áfram og standi undir sér.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA