Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 26. mars 2005 Íslendingar töpuðu naumlega fyrir Króötum í viðureign ungmennalandsliðanna: Sorglegt tap staðreynd FÓTBOLTI ,,Ég er afar ánægður og stoltur með strákana. Þeir léku frábærlega vel en því miður náð- um við ekki að innbyrða stig sem við áttum sannarlega skilið,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, við Frétta- blaðið í Zagreb í gær eftir að Ís- lendingar töpuðu fyrir Króatíu, 2-1, í undankeppni HM. Króatar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en Ís- lendingar tvo og tapað tveimur. Ís- lenska liðið spilaði feikilega vel skipulagðan varnarleik sem Króatar lentu í vandræðum með. Völlurinn var erfiður yfirferðar, breyttist í hálfgert drullusvað, en Eyjólfur sagði að það hefði frekar komið niður á sínum mönnum, sem flestir hafa verið að æfa á gervigrasi í vetur. Sigmundur Kristjánsson skor- aði fyrir Ísland á 41. mín. beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Tyrk- neskur dómari leiksins dæmdi markið af þar sem um óbeina aukaspyrnu var að ræða og sagði að enginn hefði snert boltann á leiðinni í markið. Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði sagði við Frétta- blaðið að dómurinn hefði verið fáránlegur, ekki ætti að dæma óbeina aukaspyrnu fyrir venjulegt leikbrot úti á velli auk þess sem Sölvi Geir Ottesen snerti boltann á leiðinni í markið. Eyjólfur tók undir þetta og sagðist engan veginn átta sig á því hvað dómar- inn var að fara. En tveimur mínútum síðar kom Ingvi Rafn Guðmundsson Íslend- ingum yfir, hann slapp einn í gegn eftir snilldarsendingu Hannesar Þ. Sigurðssonar og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. En í upp- bótartíma í fyrri hálfleik náðu Króatar að jafna metin eftir horn- spyrnu frá bakverðinum Neven Vukman. ,,Það var gríðarlegt áfall að fá þetta mark á sig. Hugsanlega var þetta vendipunktur í leikn- um,“ sagði Ólafur Ingi. Hannes hóf síðari hálfleikinn á því að þruma boltanum í utanverða stöngina af stuttu færi. Þá skallaði Tryggvi Bjarnason yfir markið úr dauðafæri. En um miðjan hálfleik- inn gerðu Króatar breytingar á lið- inu sínu og breyttu úr 4-4-2 í 3-5-2. Þetta gerði gæfumuninn því eftir fyrirgjöf af hægri vængnum skor- aði varamaðurinn Mladen Bartu- lovic sigurmarkið 10 mínútum fyr- ir leikslok. Hannes brenndi af góðu færi á lokamínútu leiksins og Króatar fögnuðu sigri og eru með fullt hús stiga, eða 12. Besti maður Króata, Eduardo Da Silva, sem er Brasilíumaður og fékk króatískt vegabréf fyrir fjór- um árum, lék ekki með ungmenna- liði Króatíu. Hann er einnig í A- landsliðshópnum og talið að hann verði jafnvel í byrjunarliðinu í dag. Sölvi Geir Otteson, Tryggvi Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson voru bestu menn íslenska liðsins. Ingvi Rafn átti góða spretti en vandamál ís- lenska liðsins var að of mikið lak í gegnum bakverðina. Engu að síður geta strákarnir borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið. thorsteinn.gunnarsson@365.is BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS: Eyjólfur notaði leikkerfið 4-4-1-1: Bjarni Þórður Halldórsson; Steinþór Gíslason, Tryggvi Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Gunnar Þór Gunnarsson; Ingvi Rafn Guðmundsson, Davíð Þór Viðarsson (Pálmi Rafn Pálmason), Ólafur Ingi Skúlason (Hjálmar Þórarinsson), Emil Hallfreðsson; Sigmundur Kristjánsson (Viktor B. Arnarsson); Hannes Þ. Sigurðsson. GRÍÐARLEG VONBRIGÐI Vonbrigðin leyndu sér ekki á Eyjólfi Sverrissyni og lærisvein- um hans í u-21 árs landsliði Íslands er þeir gengu af velli eftir tapið gegn Króatíu í gær. Fréttablaðið/Böddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.