Fréttablaðið - 26.03.2005, Side 47

Fréttablaðið - 26.03.2005, Side 47
LAUGARDAGUR 26. mars 2005 Íslendingar töpuðu naumlega fyrir Króötum í viðureign ungmennalandsliðanna: Sorglegt tap staðreynd FÓTBOLTI ,,Ég er afar ánægður og stoltur með strákana. Þeir léku frábærlega vel en því miður náð- um við ekki að innbyrða stig sem við áttum sannarlega skilið,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, við Frétta- blaðið í Zagreb í gær eftir að Ís- lendingar töpuðu fyrir Króatíu, 2-1, í undankeppni HM. Króatar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en Ís- lendingar tvo og tapað tveimur. Ís- lenska liðið spilaði feikilega vel skipulagðan varnarleik sem Króatar lentu í vandræðum með. Völlurinn var erfiður yfirferðar, breyttist í hálfgert drullusvað, en Eyjólfur sagði að það hefði frekar komið niður á sínum mönnum, sem flestir hafa verið að æfa á gervigrasi í vetur. Sigmundur Kristjánsson skor- aði fyrir Ísland á 41. mín. beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Tyrk- neskur dómari leiksins dæmdi markið af þar sem um óbeina aukaspyrnu var að ræða og sagði að enginn hefði snert boltann á leiðinni í markið. Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði sagði við Frétta- blaðið að dómurinn hefði verið fáránlegur, ekki ætti að dæma óbeina aukaspyrnu fyrir venjulegt leikbrot úti á velli auk þess sem Sölvi Geir Ottesen snerti boltann á leiðinni í markið. Eyjólfur tók undir þetta og sagðist engan veginn átta sig á því hvað dómar- inn var að fara. En tveimur mínútum síðar kom Ingvi Rafn Guðmundsson Íslend- ingum yfir, hann slapp einn í gegn eftir snilldarsendingu Hannesar Þ. Sigurðssonar og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. En í upp- bótartíma í fyrri hálfleik náðu Króatar að jafna metin eftir horn- spyrnu frá bakverðinum Neven Vukman. ,,Það var gríðarlegt áfall að fá þetta mark á sig. Hugsanlega var þetta vendipunktur í leikn- um,“ sagði Ólafur Ingi. Hannes hóf síðari hálfleikinn á því að þruma boltanum í utanverða stöngina af stuttu færi. Þá skallaði Tryggvi Bjarnason yfir markið úr dauðafæri. En um miðjan hálfleik- inn gerðu Króatar breytingar á lið- inu sínu og breyttu úr 4-4-2 í 3-5-2. Þetta gerði gæfumuninn því eftir fyrirgjöf af hægri vængnum skor- aði varamaðurinn Mladen Bartu- lovic sigurmarkið 10 mínútum fyr- ir leikslok. Hannes brenndi af góðu færi á lokamínútu leiksins og Króatar fögnuðu sigri og eru með fullt hús stiga, eða 12. Besti maður Króata, Eduardo Da Silva, sem er Brasilíumaður og fékk króatískt vegabréf fyrir fjór- um árum, lék ekki með ungmenna- liði Króatíu. Hann er einnig í A- landsliðshópnum og talið að hann verði jafnvel í byrjunarliðinu í dag. Sölvi Geir Otteson, Tryggvi Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson voru bestu menn íslenska liðsins. Ingvi Rafn átti góða spretti en vandamál ís- lenska liðsins var að of mikið lak í gegnum bakverðina. Engu að síður geta strákarnir borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið. thorsteinn.gunnarsson@365.is BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS: Eyjólfur notaði leikkerfið 4-4-1-1: Bjarni Þórður Halldórsson; Steinþór Gíslason, Tryggvi Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Gunnar Þór Gunnarsson; Ingvi Rafn Guðmundsson, Davíð Þór Viðarsson (Pálmi Rafn Pálmason), Ólafur Ingi Skúlason (Hjálmar Þórarinsson), Emil Hallfreðsson; Sigmundur Kristjánsson (Viktor B. Arnarsson); Hannes Þ. Sigurðsson. GRÍÐARLEG VONBRIGÐI Vonbrigðin leyndu sér ekki á Eyjólfi Sverrissyni og lærisvein- um hans í u-21 árs landsliði Íslands er þeir gengu af velli eftir tapið gegn Króatíu í gær. Fréttablaðið/Böddi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.