Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
61,27 61,57
114,57 115,13
78,62 79,06
10,55 10,62
9,62 9,68
8,59 8,64
0,56 0,57
91,94 92,48
GENGI GJALDMIÐLA 8.4.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
108,56 -0,07%
4 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR
Stórsameining á Eyjafjarðarsvæðinu:
Grenvíkingar
óttast að gleymast
SAMEINING Í kosningum um samein-
ingu sveitarfélaga í haust verður
meðal annars kosið um sameiningu
allra sveitarfélaga á Eyjafjarðar-
svæðinu nema Grímseyjarhrepps.
Samkvæmt viðhorfskönnun Rann-
sóknarstofnunar Háskólans á Ak-
ureyri nýtur stórsameining á Eyja-
fjarðarsvæðinu mest fylgis á
meðal íbúa Akureyrar og Siglu-
fjarðar en einungis einn fimmti
íbúa Grýtubakkahrepps er hlynnt-
ur slíkri sameiningu.
Í Grýtubakkahreppi búa tæp-
lega 400 manns og þar af búa um
300 á Grenivík. Guðný Sverris-
dóttir sveitarstjóri segir að íbú-
arnir óttist að við sameiningu
muni þjónustan skerðast og sveit-
arfélagið missa forræði yfir afla-
heimildum sem hreppurinn á.
„Við teljum hættu á að við mynd-
um gleymast þar sem hreppurinn
yrði jaðarsvæði í sameinuðu
sveitarfélagi, þjónusta myndi
minnka og grunnskólanum hugs-
anlega verða lokað. Við njótum nú
þegar góðs af þeirri fjölbreyttu
þjónustu, verslun og afþreyingu
sem í boði er á Akureyri og sú
þjónusta mun ekki aukast við
sameiningu,“ segir sveitarstjóri
Grýtubakkahrepps.
- kk
Áratuga samband
loksins kórónað
Allt gekk samkvæmt áætlun er Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles
gengu í hjónaband í Windsor á Englandi í gær.
BRETLAND, AP Karl Bretaprins gekk í
gær að eiga heitkonu sína Camillu
Parker Bowles í borgaralegri
hjónavígslu í ráðhúsi Windsor-
bæjar vestur af Lundúnum. Þar
með var kórónað áratugalangt
samband þeirra, sem hefur staðið
af sér ansi margt, svo sem að-
gangsharða hnýsni gulu pressunn-
ar, hneykslismál og hjónaband
Karls og Díönu prinsessu.
Brúðhjónin gengu hönd í hönd
út úr ráðhúsinu að vígslunni lok-
inni en fagnandi mannfjöldinn
sem þar var saman kominn fékk
ekki að sjá neinn opinberan brúð-
arkoss. Þá var hinu nýgifta pari
ekið í viðhafnarbifreið af Rolls-
Royce-gerð í kapellu Windsor-
kastala þar rétt hjá. Þar blessaði
erkibiskupinn af Kantaraborg,
Rowan Williams, brúðhjónin við
hátíðlega en hófstillta athöfn.
Loks fór fram brúðkaupsveisla í
boði Elísabetar Englandsdrottn-
ingar í salarkynnum Windsor-
kastala.
Við hina kirkjulegu blessunarat-
höfn játuðu brúðhjónin „syndir og
misgjörðir“ sínar og sóru að vera
hvort öðru trú í hjónabandinu.
Elísabet drottning var viðstödd
athöfnina og 800 boðsgestir, þar á
meðal Tony Blair forsætisráðherra.
Við giftinguna tekur Camilla
formlega við fyrra hlutverki Díönu
sem prinsessan af Wales, en hún
hefur lýst því yfir að hún hyggist
ekki nota þann titil. Hún hefur þess
í stað valið titilinn hertogaynjan af
Cornwall.
Sjónvarpað var beint frá bless-
unarathöfninni, þar á meðal hingað
til lands. Ólíku var saman að jafna,
hinni látlausu hjónavígslu Karls og
Camillu nú eða íburðarmiklu brúð-
kaupi Karls og Díönu árið 1981.
Díana vann hug og hjörtu Breta og
almennings víða um heim, en
missti ást eiginmannsins. Hún lést
í bílslysi í París árið 1997.
Hjónin nýgiftu hyggjast eyða
hveitibrauðsdögunum í veiðihúsi í
Skotlandi sem áður tilheyrði
langömmu Karls. Þau munu þó
þurfa að gera hlé á þeim til að vera
við útför Rainiers Mónakófursta á
föstudaginn. ■
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
BÍLVELTA Í BLÖNDUHLÍÐ Lögregl-
an á Sauðárkróki fékk tilkynningu
um bílveltu á Norðurlandsvegi í
Blönduhlíð klukkan tæplega níu á
laugardagsmorgun. Ökumaður
með tvo farþega hafði misst
stjórn á bíl sínum, sem hafnaði í
skurði um tíu metra frá veginum.
Ökumaður og farþegar voru flutt-
ir á sjúkrahús til aðhlynningar.
Bíllinn er mikið skemmdur.
TEKINN Á 144 KM HRAÐA Lög-
reglan á Blönduósi stöðvaði sex
ökumenn fyrir hraðakstur um
miðjan daginn á laugardag. Þar
af var ökumaður á Hrútafjarðar-
hálsi á með fullan bíl af farþeg-
um. Hraðamælir sýndi 144 kíló-
metra hraða og var ökumaður
sviptur ökuréttindum í mánuð.
TEKINN Á 160 KM HRAÐA Lög-
reglan á Selfossi stöðvaði tvo
stúta við stýri aðfaranótt laugar-
dags, auk ökuníðings á Hellis-
heiði sem æddi um heiðina á 160
kílómetra hraða. Þá var ökumað-
ur tekinn á laugardagsmorgun í
Ölfusi á 134 kílómetra hraða, vel
við skál undir stýri.
Kínaför forseta:
Fullbókað
í ferð
VIÐSKIPTI Fulltrúar 95 fyrirtækja,
tæplega 200 manns, munu fylgja
forseta Íslands í opinbera heim-
sókn til Kína 15.-22. maí. Þetta
verður viðskiptasendinefndin, en
Útflutningsráð stendur að skipu-
lagningu hennar í samstarfi við
skrifstofu forsetans, utanríkis-
ráðuneytið og sendiráð Íslands í
Kína. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í
slíkri viðskiptanefnd.
Vilhjálmur Guðmundsson hjá
Útflutningsráði segir að efnt
verði til margvíslegra atburða á
meðan á heimsókninni standi, til
dæmis verði haldinn viðskipta-
dagur í Peking, auk viðburða í
tveimur öðrum borgum, Shanghai
og Qingdao. - ss
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
VINNUSLYS Á REYÐARFIRÐI Lög-
reglunni á Eskifirði var snemma
á föstudagskvöld tilkynnt um
vinnuslys á svokölluðu Bechtel-
svæði þar sem nýja álverið mun
rísa. Stálbiti hafði fallið á fót
starfsmanns og í fyrstu var talið
að hann væri fótbrotinn. Betur
fór en á horfðist og við nánari
læknisskoðun reyndist maðurinn
óbrotinn.
REIÐI VEGNA KENNSLUBÓKA
Kínverskir námsmenn lýstu reiði í garð
Japans í mótmælagöngu í Peking í gær.
Mótmæli í Kína:
Reiði í garð
Japana
KÍNA, AP Um eitt þúsund æstir mót-
mælendur köstuðu steinum, eggj-
um og flöskum að japanska sendi-
ráðinu í kínversku höfuðborginni
Peking í gær. Þangað hafði múgur
safnast eftir háværa kröfugöngu
um götur Peking, þar sem Kín-
verjar voru hvattir til að snið-
ganga japanskar vörur. Tilefni
reiði göngumanna er nýjar jap-
anskar kennslubækur, en gagn-
rýnendur segja að í þeim sé gert
of lítið úr voðaverkum Japana í
síðari heimsstyrjöld. Mótmæla-
gangan hófst í háskólahverfi í
norðvesturhluta Peking. Þar var
japanski þjóðfáninn brenndur.
Þetta eru mestu mótmælaaðgerð-
ir í kínversku höfuðborginni frá
því árið 1999, þegar það olli mik-
illi reiði að kínverska sendiráðið í
Belgrad hefði orðið fyrir sprengj-
um NATO-flugvéla. ■
GRENIVÍK
Grýtubakkahreppur á rúmlega 90 prósent í Sænesi og segir sveitarstjórinn að hrein eign
félagsins í formi aflaheimilda sé metin á 500 til 600 milljónir króna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
HJÓNASÆLA
Karl Bretaprins og Camilla, hertogaynja af Cornwall, heilsa fólki sem fagnaði þeim fyrir
utan kapellu Windsor-kastala í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P