Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 50
22 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR Anna María Sveinsdóttir varð Íslandsmeistari í körfubolta í 12. sinn á ferl- inum með Keflavík í vik- unni. Tveir lykilmenn liðs- ins voru ekki fæddir þegar Anna María varð fyrst meistari 1988. „Þegar ég kom heim eftir leik- inn beið mín skeyti frá Jóni Kr. Gíslasyni. Þar stóð: Þú ert mesti sigurvegari hópíþróttar sem Ís- land hefur alið. Mér fannst frá- bært að fá þetta frá mínum fyrsta þjálfara og er rosalega stolt yfir þessu,“ segir Anna María Sveins- dóttir, 35 ára körfuknattleikskona úr Keflavík sem á miðvikudaginn varð Íslandsmeistari í tólfta sinn á ferlinum. Tvær ekki fæddar Anna María hefur verið á toppnum með Keflavík allar götur síðan hún varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í apríl 1988, fyrir sautján árum síðan. Þær Bryndís Guðmundsdóttir og María Ben Erlingsdóttir, sem í dag spila með Önnu Maríu inni í teig, voru hvor- ug fædd þegar Anna María varð fyrst meistari – fæddust báðar seinna það ár. „Eftir að við unnum í Grinda- vík fannst mér þetta aldrei vera spurning lengur. Það sást líka strax í fyrsta leik hvort liðið var í betra formi. Það var mjög sterkt að klára annan leikinn í framleng- ingu. Þar vorum við að gera það sem við höfum verið að gera seinni hluta vetrar eða allar götur síðan Alex kom til okkar. Við höfum verið að vinna þessa jöfnu leiki. Við höfum verið mjög sterk- ar í slíkum kringumstæðum í vetur, sem er eitthvað sem við höfum ekki verið þekktar fyrir í gegnum árin,“ segir Anna María, sem hefur lagt mikið á sig til að halda sér í toppformi. Sjaldan verið í betra formi „Það hafa verið stífar og erfið- ar æfingar hjá okkur í allan vetur og slíkt skilar sér. Ég hef sjaldan verið í betra formi en síðasta eina og hálfa árið og það eru lyfting- arnar sem eru að skila þar heil- miklu. Þegar við stelpurnar fór- um í lyftingasalinn í vetur horfðu þær bara á mig og trúðu því ekki að ég væri að gera þetta alltaf. Þeim fannst þetta vera mikið sem ég var að leggja á mig, því þær voru alveg búnar eftir þetta. Ég ætla að vona að þessar ungu stelp- ur taki mínum ráðleggingum og fari að lyfta meira sjálfar,“ segir Anna María, sem segir sigurinn í vetur vera einn þann sætasta á ferlinum. Misstu þrjá lykilmenn „Við misstum þrjá sterka landsliðsmenn í byrjun vetrar. Erlurnar fóru til Grindavíkur og svo meiðist Marín Rós Karlsdóttir strax í upphafi tímabils. Þessi vetur hefur sannað það enn og aft- ur að þú kaupir þér ekki titil eins og Grindavíkurliðið var að reyna að gera. Þær náðu engan veginn saman sem lið, þetta eru stelpur úr öllum áttum sem þurfa örugg- lega meira en eitt ár til að ná sam- an. Við erum hins vegar allar stillt- ar inn á sömu blaðsíðuna og auð- vitað var sigurinn sætari af því að við misstum þrjá landsliðsmenn, vitandi það að ekkert annað lið hefði þolað það,“ segir Anna María, en liðsheildin í Keflavíkur- liðinu er eins og hún gerist best. Engin með skotgræðgi „Það er engin í liðinu með neina skotgræðgi og það eru allar í liðinu tilbúnar að gefa sending- una fyrir næsta auðvelda skot. Það skiptir okkur engu máli hver er með 20 stig og hver er með 10 stig. Sverrir hefur líka kennt okk- ur ýmislegt. Við lögðum mikla áherslu á að fá Sverri síðasta vor þegar við vissum að Siggi ætlaði að þjálfa karlana. Hann er gífur- lega áhugasamur og metnaðar- fullur þjálfari og ég held að við hefðum ekki getað verið heppn- ari,“ segir Anna María, sem lék mjög vel í úrslitaeinvíginu, skor- aði 13,3 stig, tók 12,7 fráköst, stal 5 boltum og gaf 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hlutverk hennar mikið breytt „Mitt hlutverk í liðinu hefur breyst mjög mikið. Ég er ekki lengur aðalskorarinn í liðinu. Fyrir nokkrum árum var maður alltaf stigahæsti leikmaðurinn í deildinni en það er löngu, löngu liðið. Ég sætti mig alveg við mitt nýja hlutverk. Það skiptir þannig ekki máli hvort ég skora eða skora ekki, bara ef ég hjálpa liðinu. Mér finnst ég vera að skila mínu á öllum sviðum og veit að það er lykillinn að góðum árangri hvers liðs að allir leikmenn liðsins sætti sig við sitt hlutverk,“ segir Anna María, sem er ekkert búin að ákveða með framhaldið. „Ég ætla bara að halda mér í formi í líkams- ræktinni og svo verður það bara að koma í ljós í haust hvort hungrið verði enn til staðar. Ég ætla ekki að spila með nema mig langi til.“ Anna María Sveinsdóttir hefur verið á toppnum sem leikmaður í öll þessi ár en hver er lykilinn? „Þrotlausar æfingar og gífur- legur metnaður númer 1, 2 og 3,“ segir Anna María um lykilinn að velgengi sinni og bætir við. Aldrei neitt hálfkák „Ég hef alltaf lagt mig 100% fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og aldrei farið á neina æfingu með einhverju hálfkáki. Ég hef fórnað öllu fyrir þetta og körfuboltinn hefur alltaf verið númer eitt. Svo eftir að ég eignað- ist strákana eru það allir sem hjálpast að og fjölskylda mín hefur gert mér það kleift að halda áfram,“ segir Anna María, sem á tvo drengi með eiginmanni sínum Brynjari Hólm Sigurðssyni; Haf- liða (12 ára) og Sigurð (4 ára), sem gerir sigurgöngu hennar að enn meira afreki. Tólf Íslandsmeistaratitlar og tvö börn á 17 árum. Er hægt að hugsa sér meiri sigurvegara? ooj@frettabladid.is ÍSLANDSMEISTARI Í TÓLFTA SKIPTIÐ SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > ANNA MARÍA SVEINSDÓTTIR Þar stóð: Þú ert mesti sigurvegari hópíþrótt- ar sem Ísland hefur alið. ,, Victor vinur minn er stoltur baski og aðdáandi Athletic Bilbao. Hann verður alltaf jafn sár þegar ég spyr hann hvað sé að frétta af slátraranum frá Bilbao, Andoni Goikoetxea. Bæði finnst honum svekkjandi að harð- jaxlinn gamli sé eiginlega eini leikmaðurinn úr sögu Bilbæinga sem við útlendingarnir könnumst við og svo þekkir hann Goikoetxea persónulega og segir kappann séntilmenni sem óverðskuldað hafi fengið þetta blóð- uga viðurnefni. En Goikoetxea var óneitanlega tákn síðustu kynslóðar hinna dæmigerðu suður- evrópsku slátrara ásamt Claudio Gentile, heimsmeistara með Ítölum 1982. Reglugerðarbreytingar hafa þrengt mjög að harðjöxlum og slátrarar eru deyjandi stétt. Þó ber svo til um þessar mundir að Spánverjar hafa eignast tvo nýja harðjaxla sem vekja upp minn- ingar um gömlu slátrarana; miðvarðapar Sevilla-liðsins þá Javi Navarro og dr. Pablo Alfaro. Doktor dauði Rétt eins og Goikoetxea er dr. Pablo Alfaro mikið séntilmenni utan vallar, lærður kvensjúkdómalæknir og vinsæll fyrirlesari og viðmælandi í spjallþáttum. Á leikvelli er hann hins vegar grófasti leikmaður síðari ára og enginn núspilandi hefur af jafnmörgum rauð- um spjöldum að státa. Alfaro er leikmaður sem jafnvel Madrídarjaxlinum Michel Salgado (sem af samherjan- um David Beckham er sagður harðasti maður á plánetunni) þykir ganga lengra en sæmandi er. Á síð- asta tímabili vann hann sér til frægðar að stinga fingri upp í endaþarm andstæðings sem svo skemmtilega vill til að ber nafnið Toché, en honum hefur eflaust mislíkað „tötsið“, jafnvel þótt þar færi fær læknir al- vanur slíkum skoðunum. Toché karlinn fór alveg úr sambandi við þetta en Alfaro, sem ber viðurnefnið „Dr. dauði“ komst á forsíður allra helstu blaða. Bæjarpress- an í Sevilla snerist gegn honum og hörmuðu að í stað hins fræga „rakara í Sevilla“ væri nú frægasti maður borgarinnar þessi nútíma arftaki Goikoetxea, „slátrar- inn í Sevilla“. Doktorinn lét sér fátt um finnast og not- aði tímann til að mennta lærlinginn Javi Navarro, sem á þessari leiktíð hefur farið langt fram úr lærimeistara sínum í fautaskap. Fleiri grófir Í leik gegn Real Mallorca nýverið braut Navarro svo illa á Venesúelamanninum Juan Arango að sá endaði á gjörgæsludeild í tvo sólarhringa með kjálkabrot og heilahristing og sauma þurfti 47 spor í andlit hans. Brotið var kannski ekki það grófasta sem sést hefur en Navarro fór ansi hraustlega í Arango og hefði verð- skuldað eitthvað meira en gula spjaldið sem slakur dómari leiksins veifaði. Enda fór pressan á Spáni ham- förum og endaði það með því að Navarro var dæmdur í nokkurra leikja bann. Arango hefur jafnað sig að mestu en á eftir að fara í nokkrar heimsóknir til lýta- lækna. Sevilla-menn hafa löngum gengist upp í að leika fast og þykir mörgum það miður, ekki síst í ljósi þess að liðið er léttleikandi og hefur náð stórgóðum árangri eins og sést á því að það berst nú um sæti í Meistara- deildinni. Fleiri lið eru svo sem þekkt fyrir að vera býsna föst fyrir, t.d. Valencia, en þar verður þó enginn af hinum grjóthörðu varnarmönnum sakaður um að vera grófur. Ásamt Sevilla-tvíeykinu hafa hins vegar skotið upp kollinum fleiri svartir sauðir nýverið. Pablo Garcia hjá Osasuna þykir allsvakalegur en tölfræðilega er Alberto Lopo hjá Espanyol verstur, með 17 gul spjöld og 4 rauð á síðasta tímabili, en hefur eitthvað róast þessa leiktíðina. Ný kynslóð spænskra slátrara EINAR LOGI VIGNISSON: SKRIFAR UM BOLTANN Í SUÐUR-EVRÓPU Á HVERJUM SUNNUDEGI TIL MINJA UM 500. LEIKINN Eftir þriðja og síðasta leikinn fékk Anna María Sveinsdóttir sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa spilað 500. leikinn fyrir Keflavík. Hér sést hún með uppskeru kvöldsins. Fréttablaðið/Víkurfréttir Evrópuhandboltinn: Stefán og Gunnar dæma ekki HANDBOLTI Handknattleiks- dómararnir Stefán Arnalds- son og Gunnar Viðarsson munu ekki dæma seinni undanúrslitaleik franska liðsins Montpellier og Ciudad Real, liðs Ólafs Stef- ánssonar, í meistaradeildinni í Frakklandi í dag eins og ráð var fyrir gert. Gunnar hefur barist við veikindi að undanförnu og því hafa þeir félagar ekkert dæmt. Ciudad Real vann fyrri leikinn með sex marka mun en Frakkarnir eru þekktir fyrir að vera sterkir á heima- velli. Leikurinn byrjar kl. 15 og er í beinni útsendingu á Sýn. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.