Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 14
14 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR
Enginn
sunnudagur
án messu
Að taka út messusókn eina ogsér er hæpinn mælikvarði ídag,“ segir séra Halldór
Reynisson, verkefnisstjóri
fræðslumála hjá Biskupsstofu,
þegar hann er spurður hve marg-
ir sæki sunnudagsmessur á Ís-
landi í dag.
„Það væri nær að spyrja um
aðsókn í kirkjustarf á vikulegum
grundvelli, því víða eru messur
og sunnudagaskólastarf orðin
sameiginleg, auk þess sem marg-
ar kirkjur bjóða upp á dagskrá
alla daga vikunnar í formi barna-
og æskulýðsstarfs, klúbbastarfs,
öldrunarstarfs, fræðslustarfs og
námskeiða. Aðsókn í kirkjurnar
er gríðarleg á haustin og fram
eftir vetri, á aðventu og jólum,
margir koma um páska og við
fermingar eru flestar kirkjur of
litlar.“
Klæðskerar kirkjunnar
Messusókn er í lágmarki yfir
sumartímann á höfuðborgarsvæð-
inu, þegar lifnar yfir henni á
landsbyggðinni. Þá sækja ferða-
menn og sumarbústaðafólk
sveitakirkjur og margir sem fara
aldrei í kirkju í þéttbýlinu fara
ávallt í messu þegar þeir koma í
sína heimasveit.
„Menn hanga dálítið í því að
messan sé milli klukkan ellefu og
tólf, eins og tíðkaðist fyrir fimm-
tíu árum, en kirkjustarf er allt
öðruvísi í dag. Til að draga upp
sannfærandi mynd þarf að taka
allt til og kirkja þarf í eðli sínu að
vera með eitthvað á boðstólum
fyrir alla aldurshópa. Hefðbund-
inn messutími er enn klukkan ell-
efu á sunnudagsmorgnum og
nokkrar kirkjur messa klukkan
tvö. Hins vegar bjóða æ fleiri
kirkjur upp á messur á sunnu-
dagskvöldum, sem meira líkjast
kvöldvökum. Þær messur eru í
allt öðrum takti og tónum, stund-
um þjóðlagamessur eða æðru-
leysismessur, og yfirbragðið
frjálslegra og óhefðbundnara.
Því gildir um kirkjustarf eins og
annað að verið er að klæðskera-
sauma tilboð að þörfum ólíkra
hópa, enda ólíkar langanir hjá
fertugum karlmanni og áttræðri
konu. Sú gamla færi í hefð-
bundna messu, meðan sá fertugi
vill óhefðbundna tónlist og frjáls-
legri samkomu.“
Lifandi messur
Á elliheimilum vill gamla fólkið
messuna sem mest gamaldags
með gömlum, íslenskum sálmum,
rétt eins og tíðkaðist í þeirra ung-
dæmi. Að sögn séra Halldórs
heldur fólk almennt lengst í þær
hefðir sem það vandist í bernsku.
„Mörgum finnst enginn sunnu-
dagur nema heyra útvarpsmess-
una, en hún mælist með góða
hlustun enn í dag. Hlusti fimm
prósent þjóðarinnar á messuna
heima í stað þess að sækja hana í
kirkju er það ekki lítill söfnuður;
fimmtán þúsund manns.“
Að sögn Halldórs hefur messu-
sókn aukist jafnt og þétt, auk þess
sem þátttaka í altarisgöngu hefur
stóraukist í messum.
„Virk þátttaka í messuhaldi
fellur fólki í geð, því flestum
hugnast betur að taka þátt í iðk-
un sem nær til alls líkamans í
stað þess að sitja kyrrt og hlusta.
Í lifandi messum finnst sóknar-
börnum þau fá tækifæri í kirkju-
legu starfi, í stað þess þegar
messuhald er stirðbusalegt og
presturinn einn í sviðsljósinu all-
an tímann. Komið hefur fram að
mörgum fannst helgihald of
þungt, en fleirum finnst felast í
því tækifæri, sem segir okkur að
helgihald er mismunandi í kirkj-
unum, enda hver prestur með
sinn stíl.“
Prestar og hégómi
Sumir prestar verða vinsælli en
aðrir. Setið er um ákveðna presta
í brúðkaupsathafnir, sem og jarð-
arfarir. Og víst trekkja sumir
prestar meira þegar kemur að al-
mennri kirkjusókn. Séra Halldór
segir vinsældakeppni ekki stand-
ast siðfræði kirkjunnar.
„Prestsskapur snýst ekki um að
koma sjálfum sér á framfæri,
heldur boðskapi Krists. Prestar
eiga ekki að sækjast eftir vinsæld-
um heldur því að þjóna fólki. Sum-
ir freistast og sjá embættið sem
leið til að öðlast vinsældir, en hé-
gómi er kennd sem allir þurfa að
berjast við. Starf kirkjunnar
byggir ekki á, né stendur og fellur,
með starfi prestsins eins; hann er
leiðtogi í safnaðarstarfinu. Gott
kirkjustarf gengur út á að prestur
geti byggt upp góðan liðsanda og
fengið aðra til að vinna safnaðar-
starf sem mætir þörfum ólíkra
hópa, ekki síst í sjálfboðastarfi, en
þess má geta að yfir þúsund
manns eru í sóknarnefndum á
landsvísu og fleiri en 2000 í
kirkjukórum landsins, flestir án
þess að taka krónu fyrir.“
Guð í harðindum
Séra Halldór segir Íslendinga
sækja messur til að nálgast Guð
og hið heilaga.
„Messuhald eflir andlegt og
trúarlegt líf okkar, því þegar í
harðbakkann slær á hvað treysta
menn þá? Nútímamaðurinn er
ekkert öðruvísi en amma og afi
með það. Þegar við stöndum
frammi fyrir dauðanum verðum
við jafn lítil og hver annar, nema
kannski enn minni, því við höfum
ekki ræktað trúna eins vel með
sjálfum okkur og fyrri kyn-
slóðir.“
Hversu oft ferð þú í kirkju til að
vera við almenna guðsþjónustu?
43% Aldrei
15,9% Einu sinni á ári
17,4% 2 til 3 sinnum á ári
13,8% 4 til 11 sinnum á ári
10% Mánaðarlega eða oftar
Marktækur munur er á konum og körl-
um, sem og á aldurshópum.
Hvernig höfðar tónlistin í almenn-
um guðsþjónustum til þín?
27,5% Mjög vel
32% Frekar vel
32% Hvorki vel né illa
15,8% Illa
12,3% Tóku ekki afstöðu
Marktækur munur á aldurshópum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SÉRA HALLDÓR REYNISSON Á BISKUPSSTOFU „Þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum verðum við jafn lítil og hver annar,
nema kannski enn minni, því við höfum ekki ræktað trúna eins vel með sjálfum okkur og fyrri kynslóðir.“
Það er sunnudagur og fuglarnir löngu vaknaðir.
Sem fyrr á undan kirkjuklukkunum. Þannig hefur
það alltaf verið á Íslandi, þótt stemmningin sé orðin
allt önnur. Ekki er lengur gefið að lambahryggur
kraumi í ofninum meðan útvarpsmessan kemur
heimilisfólkinu í sunnudagsskap. Hvað þá að kjarna-
fjölskyldan tygi sig í hverfiskirkjuna til að hlusta á
sóknarprestinn flytja boðskap Krists.
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir ræddi við séra Halldór
Reynisson hjá Biskupsstofu um messu- og kirkju-
sókn Íslendinga í nútíma.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Afstaða til guðsþjónustunnar
Trúarlíf Íslendinga var rannsakað í Gallup-könnun árið 2004 fyrir Þjóðkirkjuna
og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Könnunin náði til aldurshópsins 13
til 75 ára og úrtakið var 1500 manns. Svörun var 60,4 prósent.
Í könnun Gallup kom fram að tíu prósent landsmanna sækja guðsþjónustu
einu sinni í mánuði eða oftar, sem er sambærilegt við önnur Norðurlönd, þótt
Íslendingar búi við þá sérstöðu að ekki er messað mánaðarlega í öllum kirkjum
landsins.