Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 47
Innritun í
tónlistarskóla
í Reykjavík
Rafræn innritun í tónlistarskóla
Innritun í tónlistarskóla fer að
þessu sinni eingöngu fram
með rafrænum hætti í
Rafrænni Reykjavík.
Innritun nýnema: Nýnemar/forráðamenn skrá sig í Rafræna Reykjavík
og sækja um þjónustugátt. Þegar henni hefur verið úthlutað er hægt að
velja tónlistarskóla og sækja um skólavist. Tónlistarskólar vinna úr
umsóknum og senda svar fyrir lok júnímánaðar. Skilaboð um stöðu
umsókna eru send í þjónustugátt og á netfang viðkomandi.
Innritun eldri nemenda: Eldri nemendur sem ekki eru með þjónustu-
gátt þurfa að sækja um hana og hafa samband við skrifstofu síns
tónlistarskóla til að fá nánari upplýsingar um innritun.
Nánari upplýsingar eru veittar í tónlistarskólunum, á Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur, sími 535 5000 og í símanúmeri Reykja-
víkurborgar, 411 11 11. Hægt er að komast inn á Rafræna
Reykjavík á heimasíðum flestra tónlistarskólanna og á:
www.reykjavik.is
www.grunnskolar.is
Innritunartímabil
1.-30. apríl 2005
SUNNUDAGUR 10. apríl 2005 19
Þrátt fyrir að hafa fæðst með
silfurskeið í munni hefur Karó-
lína prinsessa af Mónakó ekki
farið varhluta af sorg og áföllum
í lífinu. Nú þegar lík föður henn-
ar, Rainiers fursta af Mónakó,
stendur uppi og bíður greftrunar,
hefur eiginmaður hennar, Ernst
August prins af Hannover, verið
lagður alvarlega veikur inn á
sjúkrahús vegna enn óþekkts
sjúkdóms í brisi. Ástand prinsins
er talið alvarlegt og gengst hann
undir víðtækar rannsóknir þar
sem hann liggur á gjörgæslu-
deild Sjúkrahúss Grace prins-
essu í Mónakó.
Þjóðarsorg ríkir í Mónakó
vegna andláts Rainiers fursta,
sem verður jarðsunginn í næstu
viku og fréttirnar um veikindi
Ernst auka enn á sorg Mónakó-
búa.
Ernst August er þriðji eigin-
maður Karólínu, sem er elsta
barn Rainiers fursta og
Hollywood-stjörnunnar Grace
Kelly. Þegar Grace leitaði Karó-
línu mannsefnis meðal kónga-
fólks í Evrópu var drauma-
tengdasonurinn Ernst August af
Hannover, með sitt kóngabláa
blóð og göfugu ættir, sem Grace
vonaði að hefði góð áhrif á óstýri-
láta dóttur sína. Meira en tveim-
ur áratugum síðar, sem og tveim-
ur hjónaböndum seinna, giftust
þau Karólína, en áður var Kar-
ólína gift glaumgosanum Phillipe
Junot og síðar Stefano Casiraghi,
sem lést voveiflega árið 1990.
Ernst er skyldmenni Elísabet-
ar Englandsdrottningar og
langafabarn Vilhelms II, síðasta
keisara Þýskalands. Hann þykir
óheflaður í skapi og var í fyrra
sektaður fyrir að beita hótel-
eiganda í Kenýa líkamsmeið-
ingum, auk þess sem hann bað al-
menning í Tyrklandi afsökunar á
að kasta þvagi á tyrkneska
sýningarskálann á heimssýning-
unni í Hannover árið 2000. Þau
Karólína giftu sig í Mónakó 1999
og sex mánuðum síðar fæddist
þeim dóttirin Alexandra, en sam-
an áttu þau fyrir fimm börn úr
fyrri hjónaböndum.
Læknar hafa ekki gefið upp
hvers kyns veikindi prinsins eru,
en tvær helstu ástæður sjúk-
dóma í brisi eru briskrabbamein
og bráðabólga í brisi. Krabba-
mein í brisi gerir jafnan ekki
vart við sig svo skyndilega, þótt
til séu undantekningar. Í tilvik-
um brisbólgu er ástæðan oftast
vegna ofneyslu áfengis eða gall-
steina, þótt sjaldgæf tilfelli or-
sakist einnig af meiðslum, lyfj-
um eða veirusýkingum. ■
11.9. 2001 Al-Kaída hryðjuverkahópurinn réttlætti árásirnar á Tvíburaturnana með tilvís-
un í hugtakið Jihad, þó að skilgreining Múhameðs á hugtakinu hafi bannað árásir á sak-
laust fólk.
Flestir jarðarbúar eru mótfallnir
stríði. Mannskepnan kýs að lifa
frekar í friði en í stríði. Stöku
sinnum lítur hún þó þannig á að
hún verði að verja umhverfi sitt,
menningu og trú fyrir utanaðkom-
andi árásaraðilum. Það er rétt að
mörg stríð hafa verið réttlætt
með trúnni en þau hafa ekki öll
verið heilög stríð.
Hugtakið jihad hefur verið
samofið hugmyndinni um heilagt
stríð á þessari öld sem og á þeirri
síðustu. Hefur það þá í flestum til-
vikum verið tengt við hryðju-
verkamenn frá Mið-Austurlönd-
um sem hafa notað þetta hugtak
til þess að réttlæta blóðsúthelling-
ar og hryðjuverk.
Jihad þýðir þó ekki heilagt stríð
heldur að „keppa að einhverju“.
Spámaðurinn Múhameð útskýrði
orðið á tvennan hátt, annars vegar
það stríð sem hver múslimi á við
sjálfan sig, það er að segja hið
innra stríð, og hins vegar gegn
sönnum óvinum íslams. Þegar spá-
maðurinn féll frá þóttu mörgum
þessar skilgreiningar hans vera
„losaralegar“. Þær voru síðar túlk-
aðar sem stríð gegn trúníðingum
og hefur það síðar verið misnotað
af múslimum til þess að réttlæta
stríð hvers gegn öðrum. Múhameð
spámaður setti mjög strangar
reglur um hvernig jihad ætti að
vera framkvæmt. Einungis mætti
hefna fyrir þau sár sem hefðu ver-
ið veitt en aldrei mætti skaða þá
sem ekki tækju þátt í stríðsátökun-
um; konur, börn eða þá sem eru
veikir. Ekki mætti eyðileggja hí-
býli þeirra sem veittu enga mót-
spyrnu. Samkvæmt þessu útilokar
íslam til að mynda hryðjuverk á
óbreytta borgara.
Mikilvægast er þó að hafa í
huga örlög þeirra sem taka þátt í
heilögu stríði vegna þess að dauði
í slíku stríði setur stríðsmanninn
á hærri stall. Sá sem deyr í
heilögu stríði verður píslarvottur
og fer beint upp í hæstu hæðir
paradísar. Þetta á ekki eingöngu
við um múslima því krossfararnir
„rændu“ þessari hugmynd. Þeir
álitu sig vera að ná aftur „hinu
heilaga landi“ úr hendi múslima
auk þess sem það væri þeirra trú-
arlega skylda að bæta fyrir synd-
ir sínar með því að berjast og
deyja fyrir kristnina. ■
BREYTTUR HEIMUR: TRÚ OG STRÍÐ
Heilög stríð
PRINS ERNST AUGUST AF HANNOVER
OG KARÓLÍNA PRINSESSA AF
MÓNAKÓ Karólína og Ernst giftu sig
1999 en það var þriðja hjónaband Karó-
línu og annað hjónaband Ernst. Karólína
missti eiginmann númer tvö af slysförum,
frá þremur ungum börnum.
Eiginmaður Karólínu prinsessu alvarlega veikur:
Beðið milli vonar og ótta