Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 51
SUNNUDAGUR 10. apríl 2005 23
ÁRNI GAUTUR ARASON, Vålerenga: Þarf að
bæta úthlaup sín í teignum, en er engu að
síður okkar besti markvörður.
DAVÍÐ VIÐARSSON, Lillestrøm: Ungur og
góður leikmaður með gott hugarfar sem smitar
frá sér á vellinum.
SVERRIR GARÐARSSON, FH: Öruggur og
sterkur varnarmaður sem ég bind miklar vonir
við í framtíðinni.
HERMANN HREIÐARSSON, Charlton: Dug-
legur og kraftmikill leikmaður. Einn af okkar
bestu knattspyrnumönnum.
AUÐUN HELGASON, FH: Reynslumikill leik-
maður sem hefur spilað um allan heim. Góður
varnarmaður.
JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON, Leicester:
Kraftmikill, duglegur, fljótur og með góða
sparktækni.
BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON, Watford:
Duglegur leikmaður og besti varnartengiliður
sem við eigum.
EMIL HALLFREÐSSON, Tottenham: Geysilega
flinkur leikmaður með góðan leikskilning og
baneitraðan vinstri fót.
TRYGGVI GUÐMUNDSSON, FH: Góður og
markheppinn leikmaður með rétta skapið í
þetta.
ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON, Stoke: Topp fót-
boltamaður sem alltaf spilar vel í landsleikjum.
Þyrfti bara smá leikæfingu.
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN, Chelsea: Eiður
er einfaldlega einn af bestu framherjum í
heiminum, það þarf ekki að fara mörgum orð-
um um það. „Þetta lið er ungt og hungrað og
myndi skila boltanum vel frá sér.“
Árni Gautur
Auðun Sverrir Hermann Davíð
Þórður
4-5-1
LIÐIÐ MITT > ÓLAFUR JÓHANNESSON SETUR SAMAN ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ EINS OG HANN VILL SJÁ ÞAÐ
Jóhannes Karl Brynjar Björn
Emil Tryggvi
Eiður Smári
Núverandi og fyrrverandi FH-ingar áberandi
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
7 8 9 10 11 12 13
Sunnudagur
APRÍL
■ ■ LEIKIR
13.00 FH og ÍBV mætast í
Reykjaneshöllinni í A-deild
deildarbikars kvenna í fótbolta.
13.15 KA og Þróttur mætast í
Boganum í 2. riðli A-deildar
deildarbikars karla í fótbolta.
17.00 ÍBV og Fram mætast í
Vestmannaeyjum í úrslitakeppni
DHL-deildar karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
08.00 Bandaríska Masters-mótið
í golfi á Sýn. Útsending frá öðrum
keppnisdegi á bandaríska Masters-
mótinu í golfi.
11.05 Hnefaleikar á Sýn.
Útsending frá bardaga Miguel
Antonio Barrera og Mzonke Fana.
12.30 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Aston Villa
og West Brom í ensku úrvals-
deildinni í fótbolta.
12.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Udinese og Roma
í ítölsku A-deildinni í fótbolta.
14.55 Meistaradeildin í hand-
bolta á Sýn. Bein útsending frá leik
Montpellier og Ciudad Real í
meistaradeildinni í handbolta.
15.00 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Tottenham
og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni
í fótbolta.
16.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Real Madrid og
Barcelona í spænsku 1. deildinni í
fótbolta.
18.50 Bandaríska Masters-mótið
í golfi á Sýn. Bein útsending frá
þriðja keppnisdegi á bandaríska
Masters-mótinu í golfi.
21.40 Helgarsportið á RÚV.
23.00 Meistaradeildin í
handbolta á Sýn. Útsending frá leik
Montpellier og Ciudad Real í
meistaradeildinni í handbolta.
00.40 Bandaríska mótaröðin í
golfi á Sýn. Allt það besta frá
bandarísku PGA-mótaröðinni í golfi á
þessu ári.