Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 58
Sænski leikstjórinn Lukas Moodys- son er einn athyglisverðasti leik- stjóri samtímans. Hann vakti fyrst athygli með hinni gráglettnu ung- lingamynd Fucking Åmål, hitti beint í mark með hippamyndinni dásamlegu Tillsammans og hristi svo hressilega upp í fólki með Lilja 4-ever, grimmilegri lýsingu á hræðilegum örlögum ungrar rúss- neskrar stúlku sem er seld mansali til Svíþjóðar. Hafi Lilja 4-ever verið grimm og erfið mynd er ekki gott að segja hvað nýjasta verk hans, Ett hål i mitt hjärta, er. Moodysson er í það minnsta kominn óravegu frá Tillsammans þar sem þessi mynd er svo ljót, óvægin og yfirgengi- leg að það er tæpast hægt að lýsa áhrifum hennar með orðum. Moodysson dvelur hér með fjór- um ógæfusömum einstaklingum í ljótri íbúð. Þrjú þeirra hafa komist að þeirri niðurstöðu að leið þeirra til frægðar og betra lífs liggi í gegnum klámiðnaðinn og því taka þau upp á því að gera heimagerða klámmynd í stofusófanum. Parið Tess og Geko gera mest af því að eðla sig fyrir framan myndavélina, sem íbúðareigand- inn Rickard stjórnar, en á meðan lokar sonur hans, Eric, sig af inni í herbergi og einangrar sig með tónlist á meðan ósóminn er tekinn upp. Allt er þetta fólk stórbæklað á sálinni af einni eða annari ástæðu og það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um hversu ömurleg áhrif það hefur á sálarlíf Erics að alast upp við þessar aðstæður. Hópurinn er einangraður frá umhverfinu og ógæfufólkið spanar hvert annað upp í vitleysunni og einangruninni þannig að hegðan þess og gjörðir fara langt út fyrir öll mörk. Moodysson er heldur ekk- ert að fara fínt í það að troða óhugnaðnum og skelfingunni ofan í áhorfendur og það er í raun með mestu ólíkindum hvað hann fær leikarana til að gera og maður hlýt- ur að spyrja sig hvort fólkið hafi komist heilt frá gerð myndarinnar. Þetta er ein ljótasta og yfir- gengilegasta mynd sem undirritað- ur hefur séð og það er varla hægt að mæla með henni við nokkurn mann með góðri samvisku en það breytir því ekki að þetta er stór- merkileg mynd sem hugsandi fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara. Ett hål i mitt hjärta ristir djúpt og gengur mjög nærri áhorfandanum og þessi mynd er þess eðlis að hún fylgir mani eftir löngu eftir að sýningu er lokið. Það er endalaust hægt að lesa í hana og hún verður betri og áleitnari eftir því sem frá líð- ur. Þetta er hörð ádeila á klám- iðnaðinn, raunveruleikasjón- varpsgeðveikina og frægðar- drauma og það fer ekkert á milli mála að Moodysson er harður á því að klámbransinn þrífst á eymd og ógæfu. Annars er til- gangslaust að ætla að greina þessa mynd hér. Sjón er sögu rík- ari ef þið þorið. Þórarinn Þórarinsson Út yfir öll mörk ETT HÅL I MITT HJÄRTA (A HOLE IN MY HEART) SÝND Á IIFF 2005 KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI LEIKSTJÓRI: LUKAS MOODYSSON AÐALHLUTVERK: BJÖRN ALMROTH, SANNA BRÅDING, THORSTEN FLINCK, GORAN MARJANOVIC NIÐURSTAÐA: Þetta er ein ljótasta og yfirgengilegasta mynd sem undirritaður hefur séð og það er varla hægt að mæla með henni við nokkurn mann með góðri samvisku en það breytir því ekki að þetta er stórmerkileg mynd sem hugsandi fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN SÍMI 551 9000 S.V. MBL K&F X-FM Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 Iceland International Film Festival 7.-30. april 2005 Frá leikstjóra „Hero“ kemur nýtt þrekvirki; epísk bardagamynd og ástarsaga, sem á sér engan líka og „setur ný viðmið á mörgum sviðum kvikmyndagerðar“. House of the Flying Daggers - Sýnd kl. 10 Downfall - Sýnd kl. 6 og 9 Magnþrungið meistaraverk um síðustu dagana í lífi Hitlers séð með augum Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers. Túlkun Bruno Ganz á Hitler er stórkostleg. Ein besta stríðsmynd allra tíma. Myndin er byggð á sönnum atburðum er áttu sér stað árið 1994 í þjóðarmorðunum í Rwanda þegar ein milljón manns lét lífið á 100 dögum! Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna, 7 meiriháttar alþjóðlegra verðlauna. Hotel Rwanda - Sýnd kl. 5.40 Frábær tragíkómísk mynd fyrir fullorðna um lífið og dauðann, ást og kynlíf eftir bók hins virta John Irving (The World According to Garp). Jeff Bridges sýnir safaríkasta leik ársins og Kim Basinger gefur honum ekkert eftir! The Door in the Floor - Sýnd kl. 3.50 Hópur unglingsdrengja ákveður ásamt einni stúlku að hefna sín á stráknum sem hefur lagt þau í einelti með svakalegum afleiðingum. Mean Creek - Sýnd kl. 3.50 the Door in the Floor Aðrar myndir sem eru til sýningar: What the Bleep - Sýnd kl. 8 Terror Firmer - Sýnd kl. 10.30 I Heart Huckebees - Sýnd kl. 4 Brödre - Sýnd kl. 6 Ranarna - Sýnd kl. 8 Kinsey - Sýnd kl. 3.40 Dear Frankie - Sýnd kl. 6 HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA Sýnd kl. 8 og 10.45 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 S.V. MBL J.H.H. kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/ensku tali ÓÖH DV K&F X-FM SV MBL ÓHT Rás 2 Í fjölskyldu þar sem enginn skilur neinn mun hún smellpassa í hópinn. Sýnd kl. 8 og 10.30 B.I. 14 ára Hættulegasta gamanmynd ársins Framhaldið af Get Shorty ÓÖH DV Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í Lúxus kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.B. Sjáðu Popptíví Frá leikstjóra American Pie & About a Boy kemur frábær ný gamanmynd. Með Dennis Quaid í fantaformi ásamt Topher Grace (That’s 70s Show) og Scarlett Johnsson (Lost in Translation). Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir SK DV J Ó N S S O N & L E ’M A C K S Sjáðu þessar í dag! www.icelandfilmfestival.is Iceland International Film Festival Sjá nánari dagskrá hátíðarinnar á www.icelandfilmfestival.is Mayor of Sunset strip - eftir George Hickenlooper Hotel Rwanda - eftir Terry George Terror Firmer - eftir Lloyd Kaufman Spurt og svarað með Lloyd Kaufman kl. 22:30 í Regnboganum S& S kl 20 :0 0 í H ás kó lab ói What the #$*! do We Know?! - eftir Mark Vicente, Betsy Chasse og William Arntz Spurt og svarað með Mark Vicente kl. 20:00 í Regnboganum S& S kl 22 :10 í H ás kó lab ói FRÉTTIR AF FÓLKI Lisa Snowdon, kærasta GeorgeClooney, er hrædd við að tala um samband þeirra vegna þess upplýs- ingar gætu endað í blöðunum. „Þegar ég á nýjan kærasta langar mig mest að fara til vina minna og segja: „Hei, veistu hvað hann gerði?“ en ég verð að passa mig að gera það ekki,“ sagði Snowdon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.