Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 52
24 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR LEIKIR GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santi- ago Bernabeau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Ma- drid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leik- menn Real Madrid, sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga mögu- leika á titlinum. Vanderley Luxemburgo, þjálf- ari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raúl hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að Luxemburgo láti Michael Owen, sem hefur þegar allt kemur til alls verið besti framherji Madrid- arliðsins á tímabilinu, byrja inni á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raúl, ekki náð sér á strik í vetur og að- eins skorað eitt mark í síðustu ell- efu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á end- anum. „Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta marka- leysi er á enda held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markaleysi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég hef meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verð- ur að fara yfir línuna og þegar það gerist hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega,“ sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnu- maður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekkert getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto’o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann. „Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef ég hefði ekki verið seldur þaðan væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framar- lega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirn- ir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun,“ sagði Eto’o en hann var aðalmaðurinn á bak við sannfærandi 3–0 sigur Barcelona á Real Madrid fyrr í vetur. Leikurinn er í beinni útsend- ingu á Sýn og hefst kl. 17. oskar@frettabladid.is Áhyggjulaus yfir markaleysinu Brasilíski framherjinn Ronaldo segist ekki velta sér mikið upp úr þeirri stað- reynd að hann hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum Real. DHL-deild karla VALUR–HK 31–30 Mörk Vals (skot): Heimir Örn Árnason 6 (8), Bladvin Þorsteinsson 6 (9), Brendan Þorvaldsson 5 (5), Kristján Þór Karlsson 4(7), Sigurður Eggertsson 3 (4), Hjalti Þór Pálmason 3 (7), Elvar Friðirksson 2/2 (2/2), Vilhjálmur Halldórsson 2 (8), Varin skot: Hlynur Jóhannesson 13/1, Pálmar Þór Pétursson 8. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 7 (8), Elías Már Halldórsson 6 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 5 (9), Valdimar Þórsson 4/4 (12/5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Tomas Eitutis 2 (6), Alexander Arnarson 1(1), Karl Grönvold 1 (3) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7, Hörður Flóki Ólafsson 8. Deildarbikar karla KEFLAVÍK–HK 2–2 1–0 Hörður Sveinsson (37.), 2–0 Hörður Sveinsson (41.), 2–1 Hörður Már Magnússon (66.), 2–2 Stefán Jóhann Eggertsson (68.) ÞÓR AK.–FYLKIR 1–0 1–0 Páll Viðar Gíslason (85.). VÖLSUNGUR–ÞRÓTTUR 1–2 0–1 Daníel Hafliðason (55.), 0–2 Sævar Eyjólfs- son (70.), 1–2 Guðmundur Steingrímsson (87.). Deildarbikar kvenna ÍBV–BREIÐABLIK 2–1 1–0 Bryndís Jóhannesdóttir (9.), 2–0 Olga Færseth (25.), 2–1 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (45.). Meistaradeildin í handbolta BARCELONA–CELJE 31–26 Barcelona vann samanlagt, 62–60, og er komið í úrslit meistaradeildarinnar EHF-bikarinn í handbolta MAGDEBURG–GUMMERSBACH 34–32 Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg sem vann samalagt, 78–77, og er komið úrslit EHF-bikarsins. Sænska úrvalsdeildin HELSINGBORG–HALMSTAD 3–0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu í liði Halmstad. BRASILÍSKI FRAMHERJINN RONALDO Hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Real Madrid í síðustu ellefu leikjum liðsins. BRENDAN ÞORVALDSSON Átti frábær- an leik með Valsmönnum í gær. DHL-deild karla í gær: Valsmenn áfram HANDBOLTI Valsmenn eru komnir áfram í undanúrslit DHL-deildar karla í handbolta eftir sigur á HK, 31-30, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum í Valsheimilinu í gær. Valsmenn mæta Haukum í undanúrslitum en Haukar lögðu FH-inga að velli í tveimur leikj- um. Valsmenn höfðu tögl og haldir nær allan leikinn og leiddu með átta mörkum í hálfleik, 21-13. Sama var uppi á teningnum fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiks. Valsmenn leiddu með sjö mörk- um, 30-23, og ekkert virtist geta komið í veg fyrir sigur þeirra. Þá settu HK-menn hins vegar í flug- gír, lokuðu vörninni og söxuðu hressilega á forskot Valsmanna. Þeir skoruðu sex mörk í röð og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 30-29. Þeir komust hins vegar ekki nær og Valsmenn hrósuðu sigri eftir æsispennandi lokamínútur. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik en síðan náðum við ekki leysa vörnina hjá þeim í seinni hálfleik. Mér fannst þeir fá að spila allt of fast í vörninni,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, eftir leikinn. - óhþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.