Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 4
FJÖLMIÐLAR Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segist ekki sjá nein rök fyrir ákvæði í frumvarpi að nýjum lögum um Ríkisútvarpið, þar sem kveðið er á um að stjórn stofnunarinnar eigi að setja regl- ur um fréttaflutning og auglýs- ingar og gæta þess að reglum sé fylgt. Þetta kom fram í máli Markús- ar Arnar á fundi í Reykjavíkur- akademíunni í gær þar sem full- trúar fjölmiðla og stjórnmála- flokka auk starfsmanns fjölmiðla- nefndar og fulltrúa Símans ræddu hið nýja frumvarp um starfsemi RÚV ásamt nýrri skýrslu fjöl- miðlanefndar um starfsumhverfi fjölmiðla í landinu. Með þessu má segja að Markús Örn taki undir athugasemdir sem Vinstri grænir hafa gert við þetta ákvæði frumvarpsins í umræðum opinberlega og á þingi. „Er ekki dagskrárlegt yfirvald með þessu ákvæði komið inn á svið hinnar rekstarlegu fram- kvæmdastjórnar?“ spurði Markús Örn og taldi þetta stangast á við skýringar með frumvarpinu þar sem segir að það sé ekki verkefni stjórnar hins nýja sameignarfé- lags um RÚV að hafa afskipti af dagskrá Ríkisútvarpsins. - ssal KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,89 63,19 118,45 119,03 80,72 81,18 10,83 10,89 9,80 9,86 8,79 8,85 0,58 0,58 94,49 95,05 GENGI GJALDMIÐLA 17.4.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,47 -0,30% 4 17. apríl 2005 SUNNUDAGUR Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri: Gagnrýnir ákvæði í frumvarpi um RÚV Ungbarnadauðinn alvarlegasti vandinn Mary Robinson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hvetur til alþjóðlegs átaks gegn ungbarnadauða. Hann samsvarar í viku hverri öllum þeim sem fórust í flóðunum í Asíu um áramótin. MANNRÉTTINDAMÁL Daglega deyja um 30 þúsund börn í heiminum af völdum hungurs og sjúk- dóma. Mary Robinsson, fyrrver- andi forseti Írlands og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Mann- réttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir þessa staðreynd skelfa sig hvað mest af öllum þeim hörmungum sem mann- kynið þarf að glíma við. „Þetta samsvarar öllu því mannfalli sem varð vegna flóð- anna í Asíu um áramótin, mun- urinn er bara sá að þetta gerist í hverri viku, allt árið um kring, 52 flóðbylgjur á ári. Hvers vegna vekur þetta ekki meiri viðbrögð hjá okkur en raun ber vitni?“ spyr hún og segir þennan vanda lykilatriði í mannrétt- indabaráttu heimsbyggðarinnar. Mary Robinson er stödd á Ís- landi í tilefni hátíðarhalda vegna 75 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en þær hafa starfað saman að mannréttinda- málum á alþjóðavettvangi um langt árabil. Hún segir hægt að draga stórlega úr þessum gríðarlega barnadauða með sameiginlegu átaki, ókeypis dreifingu lyfja og matvæla. „Við sjáum hvað tókst að gera eftir flóðin í Asíu þegar öll heimsbyggðin tók höndum sam- an til hjálpar fólki í nauðum,“ segir hún. Mary Robinson veitir nú for- stöðu mannréttindaamtökunum Oxfam sem berjast gegn hungri og fátækt í heiminum. Þau hafa að undanförnu tekið höndum saman við Amnesty International í baráttunni gegn vopnasölu til þróunarlanda og þá aðallega gegn sölu á hand- vopnum. „Byssur og rifflar eru í mín- um huga hin raunveruleg ger- eyðingarvopn heimsbyggðar- innar, þó ógn stafi líka af öðrum stærri. Staðreyndin er sú að handvopn eru þau vopn sem deyða langflesta í heiminum og stafar konum sérstaklega hætta af þessum vopnum þar sem þeim er iðulega beitt þar sem konum er nauðgað með vopna- valdi,“ segir Mary Robinson. Og hún er ekki sátt við þá tvö- feldni sem forysturíki heimsins, Bandaríkin og Bretland, sýna á þessu sviði. „Forystumenn þeirra tala fjálglega um mann- réttindi og hörmungar í heimin- um en stunda síðan gríðarlega vopnasölu um allan heim vitandi það að þessi vopn eru oft aðal- uppsretta hörmunganna,“ segir hún. ssal@frettabladid.is VILJA EKKI LITAÐ FÓLK Dagsa- visen greinir frá því að ótrúlega algengt sé að veitingastaðir vilji ekki ráða fólk í vinnu sem er dökkt á hörund. Manni á vegum Norska ríkisútvarpsins var neitað um vinnu á vinsælum bar í Osló og honum sagt að eigendur stað- arins vildu ekki að hann liti út eins og flóttamannabúðir. DRAP FYRST OG SKAUT SVO Norskur maður hefur verið ákærður fyrir brot á dýravernd- unarlögum. Honum er gefið að sök að hafa drepið gaupu með hnífi, fryst hana og flutt svo á svæði þar sem gaupuveiðar eru heimilaðar. Þar skaut hann svo hræið eftir því sem Aftenposten hermir. MÓTMÆLENDUR HANDTEKNIR Lögregla handtók tugi mótmæl- enda við höfuðstöðvar Atlants- hafsbandalagsins og herstöð í Belgíu. Nokkrir mótmælendur reyndu að komast inn á herstöð- ina í Kleine Brogel þar sem talið er að bandarísk kjarnorkuvopn séu geymd. V E F S M Í Ð I Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Vefsíðugerð II - Dreamweaver Stutt en markvisst námskeið fyrir lengra komna. Aðaláhersla námskeiðsins er þjálfun í notkun á Dreamweaver forritinu sem er eitt öflugasta og vinsælasta vefsmíðaforritið. Önnur viðfangsefni námskeiðsins er HTML og CSS. Þetta námskeið hentar einnig vel þeim sem þurfa að sjá um viðhald á vef fyrirtækja eða stofnana. Þátttakendur geta unnið með eigin vef á námskeiðinu. Sjá nánari lýsingu á heimasíðu skólans. Námskeiðið hefst 19. apríl og lýkur 12. maí. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17:30 – 21:00. Verð kr. 39.000,- Allt kennsluefni innifalið. ■ NOREGUR ■ KJARASAMNINGAR ■ BELGÍA SAMIÐ Á NÝ Nýr samningur hef- ur náðst milli SFR, fyrir hönd starfsmanna, annars vegar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Fríhafnarinnar hins vegar. Fyrri samningur sem náðist var felldur í atkvæðagreiðslu starfsmanna í síðasta mánuði. Nýi samningur- inn verður kynntur starfsmönn- um á morgun. MARY ROBINSON Gríðarlegur ungbarnadauði í heiminum skelfir hana meira en nokkrar aðrar hörmungar sem mannkynið glímir við. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Einkavæðing: Hafi erindi sem erfiði STJÓRNMÁL Björn Bjarnason dóms- málaráðherra segist vona að Agn- es Bragadóttir og félagar hennar í átaki til að koma saman hópi lítilla fjárfesta til að kaupa hlut í Síman- um hafi erindi sem erfiði. Hann furðar sig hins vegar á því að hún geri Alþingi að blóraböggli. „Alþingi hefur ekki lagt neinn stein í götu hennar og félaga hennar til að vinna að markmið- um sínum, þvert á móti geta þau unnið að þessu hugðarefni sínu innan ramma laga og þeirra reglna, sem gilda um sölu Sím- ans,“ segir Björn í grein á vef sínum, bjorn.is. ■ FUNDAÐ UM FJÖLMIÐLA Fjöldi fjölmiðlamanna og stjórnmála- manna tók þátt í umræðu um laga- frumvarp um Ríkisútvarpið og skýrslu fjölmiðlanefndar sem menntamála- ráðherra kynnti fyrir nokkru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.