Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 13
þá að það er mikið af litríkum persónuleikum í greininni. „Á áttunda áratugnum var Skúli Óskarsson mjög áberandi, en þegar hann dró sig í hlé tók Arthúr Bogason við sem sterkasti maður landsins allt þar til Jón Páll Sigmarsson sló hann út. Í kjölfar Jóns hafa komið menn á borð við Hjalta Úrsus og Magnús Ver. Það fór mikið og fer mikið fyrir þessum mönnum; árangur þeirra var á heims- mælikvarða og þeir létu mikið í sér heyra og gerðu íþróttina nokkuð áberandi.“ Þá bendir Magnús á að kraftakeppnir gerist ekki mikið betri en Ís- landsmeistaramótið, til að öðlast þátttökurétt þurfi að ná lág- marksárangri og því séu það aðeins þeir allra sterkustu sem keppi. Magnús segir mikla grósku í greininni í dag og að efniviður- inn sé góður. „Það er mikið af stórum og sterkum strákum að byrja núna, átján til nítján ára gamlir og sumir 150 kíló á þyngd. Við erum ekki á flæðiskeri staddir hvað framtíð- ina varðar. Tökum Benedikt Magnússon sem dæmi, hann er einn af okkar sterkustu mönnum og ekki nema 22 ára.“ Sjálfur byrjaði Ólafur að lyfta fyrir 37 árum þegar hann glímdi fyrir KR. Hann var fyrsti formaður Kraftlyftingasam- bandsins á sínum tíma og hefur verið ritari þess í tíu ár. „Ég get ekki slitið mig frá þessu. Ég lyfti jafn mikið og áður og þó ég sé hættur að keppa mun ég alltaf finna leið til að vera viðloðandi þessa grein.“ ■ SUNNUDAGUR 17. apríl 2005 13 Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. ANDLÁT Guðrún Jónsdóttir, áður til heimilis á Týsgötu 4b, Reykjavík, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey. María Rós Leifsdóttir, Víðihvammi 26, Kópavogi, lést laugardaginn 9. apríl. Kristinn Jónsson, fyrrverandi tilrauna- stjóri, Birkivöllum 32, Selfossi, lést þriðjudaginn 12. apríl. Jóhann Ólafur Guðmundsson, Valhúsa- braut 15, Seltjarnarnesi, lést fimmtudag- inn 14. apríl. Árni Þór Jónsson, Lindargötu 57, lést föstudaginn 15. apríl. Biskup Íslands vígir þrjá djákna í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan tvö í dag. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur fram að vígðar verði til djáknaþjónustu Aase Gunn Guttormsen, til hjúkrunarheim- ilisins Skógarbæjar og Selja- kirkju, Kristín Axelsdóttir, til heilsugæslustöðvarinnar Lág- múla 4, með kirkjutengsl við Laugarneskirkju, og Margrét Svavarsdóttir til Áskirkju. „Þegar hafa á þriðja tug djákna hlotið vígslu hér á landi. Að þessu sinni bætist nýr starfs- vettvangur við þá staði sem hafa djákna í sinni þjónustu, þegar Kristín Axelsdóttir vígist til Heilsugæslustöðvarinnar Lágmúla 4 sem er fyrsta einka- rekna heilsugæslustöðin á land- inu. Heilsugæslustöðin sótti um vígslu fyrir Kristínu, sem hefur starfað við stöðina um árabil,“ segir í tilkynningu, en með þessu er sögð áhersla lögð á mikilvægi þess að sinna þörfum hvers og eins á sem heild- stæðastan hátt. „Með köllun Kristínar til djáknaþjónustu er einnig verið að stíga spor í átt að þverfaglegu samstarfi kirkju og heilbrigðiskerfis.“ ■ Borgaraleg ferming 2005 Fyrir hádegi í dag fer fram borg- araleg ferming í stærsta sal Há- skólabíós, en þá fermast 93 börn borgaralega. Að því er fram kem- ur í tilkynningu Siðmenntar hefur hópurinn aldrei verið fjölmennari. „Borgaraleg ferming hóf göngu sína á Íslandi 1989 og hefur dafn- að og vaxið mikið síðan,“ segir í tilkynningunni og tekið fram að á þeim tíma hafi 755 börn tekið þátt í undirbúningsnámskeiði og hátíð- legum lokaathöfnum sem um 9.000 manns hafi sótt. „Á ferming- arnámskeiðum Siðmenntar er fjallað um siðfræði, mannleg sam- skipti, mannréttindi, jafnrétti, ábyrgð, efahyggju, gagnrýna hugsun, mismunandi lífsskoðanir, trúarheimspeki, tilfinningar, skað- semi vímuefna, ofbeldi og einelti, hvað gefur lífinu gildi, í hverju hamingjan felist, að vera ungling- ur í auglýsinga- og neyslusam- félagi og að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.“ Dagskrá fermingarhátíðarinnar er að finna á vef Siðmenntar, sidmennt.is. ■ DÓMKIRKJAN Klukkan tvö í dag verða vígðir þrír djáknar í Dómkirkj- unni, en vígslan er að þessu sinni sögð marka tímamót í þverfaglegu samstarfi kirkju og heilbrigðiskerfis. Þrír djáknar vígðir til starfa HÁSKÓLABÍÓ 93 börn munu fermast borgaralega í stærsta sal bíósins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.