Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 26
8 ATVINNA Forréttindi að vera í skemmtilegu starfi Hermann Guðmundsson er 29 ára og hefur unnið sem markaðsstjóri í Kringlunni í rúmt ár. Hann hefur mikinn áhuga á markaðsfræði og stjórnun og hyggur á frekara nám í þeim fræðum seinna meir. „Þetta er mjög viðamikið starfs- heiti og ég tek á mjög mörgu í mínu starfi. Ég sé um að auglýsa allt sem um er að vera í Kringl- unni og ég vinn líka að því að finna eitthvað að gera og skipu- leggja viðburði Kringlunnar. Dagatal Kringlunnar er unnið ár fram í tímann í lok hvers árs en það er alltaf eitthvað nýtt að bætast við. Það má því segja að ég sjái um markaðsmál og við- burðastjórnun,“ segir Hermann. Áður en Hermann kom til starfa hjá Kringlunni hafði hann unnið hjá Olís í tíu ár, allt frá af- greiðslu og upp í markaðsdeild. Hann settist síðan á skólabekk í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. „Ég er með BS-gráðu í viðskipta- fræði frá Bifröst og mér finnst tvímælalaust að það sé aðalskól- inn fyrir þá sem stefna á að vinna við stjórnunarstörf. Síðan stendur alltaf til hjá mér að halda áfram í námi en mér finnst nauðsynlegt fyrir fólk sem vinn- ur við stjórnun að mennta sig alla tíð. Maður hefur líka gott af því að taka sjálfan sig alltaf skrefinu framar.“ Þar sem Hermann skipulegg- ur alls kyns viðburði í starfi sínu þarf hann vissulega að hugsa utan rammans og vera frumleg- ur en ekki alltaf hugsa um við- skiptahliðina. „Ég verð að vera frjór og fá mikið af hugmyndum en ég er líka með mjög mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég vinn með alls kyns fólki úr sam- félaginu og er með mjög góð tengsl við fyrirtæki í landinu, eins og til dæmis gosdrykkja- framleiðendur, þannig að það gerir starfið mitt auðveldara,“ segir Hermann, sem kann vel við sig í stjórnunarstöðu. „Ég nýt starfsins vissulega. Ég hef sjald- an verið í eins fjölbreyttu starfi þar sem ég er í sambandi við hæfileikaríkt fólk á hverjum ein- asta degi. Ég leiði hugann oft að því hve mikil forréttindi það eru að vera í svona skemmtilegu starfi. En því fylgir auðvitað mikil ábyrgð og ég stend og fell með öllum mínum ákvörðunum. Stundum eru þær réttar og stundum eru þær rangar en ég nýti mér mistökin og læri af þeim. Maður má líka ekki vera hræddur við að gera eitthvað nýtt því þannig verður framþró- unin.“ lilja@frettabladid.is Hermann gæti ekki verið ánægðari í Kringlunni en hann vill samt mennta sig meira. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Leikskólar Hlíðarberg (s. 565 0556, hlidarberg@hafnarfjordur.is) Matreiðslumaður /matráður óskast til starfa nú þegar. Hlíðarberg er fjögurra deilda leikskóli með 100 börn og 30 starfsmenn. Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags. Allar upplýsingar gefur Ólafía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri. Umsóknarfrestur er til 28. apríl. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði ÍSAFJARÐARBÆR Ísafjarðarbær auglýsir eftir kennurum til starfa skólaárið 2005 – 2006 Við Grunnskólann á Ísafirði eru lausar stöður sem hér segir: Kennsla í raungreinum á ungl.stigi með umsjón, fullt starf. Íþróttakennsla, full staða (íþróttir og sund). Tónmenntakennsla í yngri bekkjum, hlutastarf. Umsjónarkennsla á miðstigi, fullt starf. Kennsla í textímennt, fullt starf. Kennsla í tæknimennt, fullt starf. Kennsla í heimilisfræði, fullt starf Upplýsingar gefa Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri, s. 450 – 3103 og Iðunn Antonsdóttir grunnskólafulltrúi, s. 450 – 8001 Við Grunnskólann á Suðureyri eru lausar stöður sem hér segir: Umsjónarkennsla á miðstigi og yngsta stigi. Tæknimennt Tölvukennsla Tónmennt Heimilisfræði Valgreinar í 9. og 10. bekk. Upplýsingar gefa Magnús S. Jónsson, skólastjóri, s. 456 – 6129 og Iðunn Antonsdóttir grunnskólafulltrúi, s. 450 – 8001. Við Grunnskólann á Þingeyri eru lausar stöður sem hér segir: Almenn kennsla og umsjón á öllum stigum Tæknimennt Tölvukennsla Tónmennt Heimilisfræði Valgreinar í 9. og 10. bekk. Upplýsingar gefa Ellert Örn Erlingsson, skólastjóri, s. 456 – 8106 og Iðunn Antonsdóttir grunnskólafulltrúi, s. 450 – 8001. Við Grunnskóla Önundarfjarðar eru lausar stöður sem hér segir: Starf skólastjóra. Almenn kennsla og umsjón á öllum stigum. Tæknimennt Tölvukennsla Tónmennt Heimilisfræði Valgreinar í 9. og 10. bekk. Upplýsingar gefa Sverrir Kristinsson skólastjóri í s. 456 – 7670 og Iðunn Antonsdóttir grunnskólafulltrúi, s. 450 – 8001. Umsóknarfrestur er til 5. maí. Löglærður fulltrúi Lögmenn Höfðabakka leita eftir löglærðum fulltrúa til starfa. Æskilegt er að umsækjendur hafi hdl-rétt- indi og reynslu af verkefnum tengdum fyrirtækja- lögfræði og fjármunarétti, sérstaklega á sviði verð- bréfa- og skaðabótaréttar. Umsóknir skulu berast Lögmönnum Höfðabakka, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, b/t Þórðar Bogason- ar, eigi síðar en mánudaginn 2. maí 2005. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Þórður í síma 587-1286. Lögmenn Höfðabakka Hreinn Loftsson hrl. Þórður Bogason hdl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.