Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 56
Frá því að AlþýðulýðveldiðKína og Japan tóku uppstjórnmálasamband árið 1972 hafa forsætisráðherrar og keisari Japans beðið Kínverja alls sautján sinnum afsökunar á fram- ferði japanska hersins í Kína á fjórða og fimmta áratug tuttug- ustu aldar. Japanska þingið sam- þykkti fyrir sjö árum skriflega af- sökunarbeiðni til Kóreumanna vegna harkalegrar nýlendustjórn- ar Japana á Kóreuskaganum á tímabilinu 1910-1945. En allar iðr- unaryfirlýsingar Japana hafa ekki dugað til að sannfæra suma, sérstaklega Kínverja, um að hug- ur fylgi máli. Því hafa tvær stærstu grannþjóðir Japana verið ofurviðkvæmar fyrir öllu sem hægt er að túlka sem skort á sannri iðrun af þeirra hálfu yfir syndum feðranna. Lýðræðisleg skólabókagerð Í ljósi þess hversu þekkt stærð þessi viðkvæmni Kínverja og Kóreumanna er hafa margir undr- azt þá ákvörðun japanskra stjórn- valda að heimila að bækur eftir þjóðernissinnaða sagnfræðinga, þar sem hlut Japana í atburðum stríðs- áranna er lýst með alljákvæðum hætti, væru notaðar sem kennslu- bækur í japönskum skólum. Shin- ako Tsuchiya, sem á sæti í utanrík- ismálanefnd japanska þingsins og er formaður í stefnumótunarnefnd stjórnarflokksins LDP í utanríkis- málum, hafði skýringu á þessu á reiðum höndum er Fréttablaðið innti hana álits, en hún flutti erindi á málþingi til heiðurs Vigdísi Finn- bogadóttur í Háskóla Íslands á fimmtudag. Að sögn Tsuchiya ritstýrir ríkisstjórnin í Japan ekki náms- bókagerð í landinu, ólíkt því sem tíðkast í einsflokksríkinu Kína. Einkaaðilar sjá um alla slíka námsgagnagerð. Ef námsgögnin uppfylla tiltekin skilyrði eru þau tekin inn á lista yfir gögn sem kennarar í skólum landsins geta valið til notkunar í kennslu. Þetta segir Tsuchiya að sé mjög gegn- sætt og lýðræðislegt kerfi, sem ekki standi til að breyta. Reyndar mun það vera svo að innan við eitt prósent japanskra kennara kjósi að nota þessar umdeildu kennslu- bækur. Í kínverskum kennslubók- um skortir ekkert á lýsingar á þjáningum Kínverja undir her- námi Japana en saga kínverska kommúnistaflokksins hins vegar mærð á alla vegu. Í fréttaskýringu brezka viku- ritsins Economist er það harmað að Japanar, Kínverjar og Kóreu- menn skuli ekki hafa borið gæfu til að setja á fót ámóta nefnd og fransk-þýzku skólabókanefndina, sem tók til við það fljótlega eftir síðari heimsstyrjöld að reyna að samræma það hvernig hin sárs- aukafulla sameiginlega saga grannþjóðanna væri kennd næstu kynslóðum. Spurð um þetta segir Tsuchiya að sameiginleg sagn- fræðinganefnd Japana og Kín- verja sé reyndar þegar til, en skammt sé síðan hún var sett á fót og hún eigi erfitt með að starfa af skilvirkni þegar andrúmsloftið er svo spennu þrungið. Kynt undir and-japönskum múgæsingi? Fréttaskýrendur hafa bent á að hinir miðstýrðu ríkisfjölmiðlar Kína hafi beinlínis kynt undir reiðinni meðal kínversks almenn- ings yfir því sem Kínverjar álíta vera sögufalsanir Japana og kín- versk stjórnvöld lagt þar einnig virka hönd á plóg með því að heimila aldrei þessu vant fjölda- mótmæli sem náðu hámarki um síðustu helgi, er æstur múgur safnaðist að japanska sendiráðinu í Peking og grýtti það með stein- um, flöskum og eggjum svo að rúður brotnuðu. Þetta voru mestu fjöldamótmæli í Kína frá því árið 1999, er loftárásir NATO vegna Kosovostríðsins stóðu yfir og sprengjur lentu á kínverska sendiráðinu í Belgrad. Mótmæli af þessu tagi fóru fram í mörgum borgum Kína, þar sem mótmæl- endur hrópuðu and-japönsk víg- orð og hvöttu til þess að japansk- ar vörur yrðu sniðgengnar. Viðskiptaráðherra Japans leyfði sér að ýja að einmitt þessu – að kínversk stjórnvöld hafi bein- línis kynt undir hinum and-jap- anska æsingi – er hann sagði í vik- unni að þessi atburðarás í Kína vekti óhug. Kínverski forsætisráð- herrann, Wen Jiabao, lét hins veg- ar svo ummælt að Japönum væri nær að „horfast í augu við söguna undanbragðalaust“. Fyrr væri þeim ekki treystandi til að „axla nýja ábyrgð á alþjóðavettvangi“, en þessi síðustu ummæli ráðherr- ans skildu flestir þannig að hann teldi vafasamt að Japanar ættu er- indi í varanlegt sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem Japans- stjórn sækist eftir. Kína er nú eina Asíuríkið sem á slíkt neitunar- valdssæti í ráðinu, en Kínastjórn hefur hingað til ekki beitt sér opin- skátt gegn því að Japan verði eitt þeirra ríkja sem fái slíkt sæti er fyrirhugaðar breytingar verða gerðar á Öryggisráðinu. Undir vikulokin hafði kín- verska ríkisfréttastofan Xinhua eftir Cui Tiankai að Kínastjórn væri að „reyna að kæla niður reið- ina í fólki og hefði skorað á það að forðast öfgafullar aðgerðir“. „Tjá- ið heitar tilfinningar til föður- landsins með viðeigandi hætti. Hlýðið lögunum. Virðið reglu,“ segir í smáskilaboðum sem lög- reglan í Shanghai sendi farsíma- notendum í borginni. Það er þó fleira en skólabóka- deilan sem spillir samskiptum asísku stórþjóðanna. Ágreiningur um yfirráð yfir smáeyjum og legu efnahagslögsögumarka trufla þau einnig. Utanríkisráðherra Japans, Nobutaka Machimura, fer til Pek- ing nú um helgina til að eiga við- ræður við kínverska ráðamenn og reyna að koma á ró í samskiptum þjóðanna. Hagsmunir hindra að deilan versni Þetta er alvarlegasta deila sem komið hefur upp milli Kína og Japans frá því að stjórnmálasam- bandið var tekið upp fyrir 33 árum. En fréttaskýrendur eru fæstir trúaðir á að þessi deila verði til að spilla tengslunum lengi. Gagnkvæmir efnahagslegir hagsmunir séu orðnir svo miklir að þeir muni hindra að það gerist. Japanskar fjárfestingar í Kína nema nú sem svarar um 17.000 milljörðum króna í um 20.000 fyr- irtækjum. Í fyrra varð Kína að stærsta viðskiptalandi Japans í stað Bandaríkjanna. Lykilinn að farsælli framtíð kínversk-japanskra samskipta sér þingmaðurinn Tsuchiya einnig í efnahagstengslunum. „Bæði Kína og Japan eiga svo mikið undir þessum tengslum að það er vart annað hugsanlegt en að við leys- um þennan ágreining farsællega,“ segir hún. Framtíðarsýn hennar sé sú að löndin sameinist um nán- ara efnahagssamstarf sem muni skapa stærsta efnahagssvæði heims. 20 17. apríl 2005 SUNNUDAGUR Þráfaldlegar iðrunaryfirlýsingar Japana vegna grimmdarverka keisarahersins á fyrri helmingi tutt- ugustu aldar hafa ekki dugað til að eyða tortryggni Kínverja og Kóreumanna í þeirra garð. Auðunn Arnórsson blaðamaður rekur hér orsakirnar fyrir þeim deilum sem ógna nú uppbyggilegum samskipt- um asísku stórþjóðanna. K ÍN A JAPAN 30 130 Filippseyja- haf Austur- Kínahaf Okinawa K ÍN A RÚSSLAND JAPAN Filippseyj SUÐUR-KÓREA TAÍVAN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P, S TE FÁ N Sagan ereldfim DEILT UM SÖGUBÆKUR Kínverskur hermaður við bókaskúlptúr fyrir utan námsbókabúð í Peking í vikunni. SHINAKO TSUCHIYA Bendir á að í lýðræðislegu stjórnkerfi Japans ritstýri stjórnvöld ekki kennslubókum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.