Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 70
34 17. apríl 2005 SUNNUDAGUR Portúgalska söngkonan Mariza heldur tvenna tónleika hér á landi á Broadway dagana 27. og 28. maí. Tónleikarnir eru haldn- ir í tilefni af útgáfu hennar þriðju plötu, Transparente, sem kemur í búðir 25. apríl. Mariza hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarið og þykir eiga auðvelt með að hrífa áheyr- endur með sér, enda rödd henn- ar undurfögur. Í breska dag- blaðinu The Time fékk Mariza til að mynda hörkudóma á dög- unum. Þar var hún sögð á góðri leið með að verða ein besta söngdíva heimsins. ■ Fjórir fuglar; tveir hrafnar og tvær krákur, eru nýflognir af landi brott ásamt þjálfurum sín- um tveimur eftir að sinnt skyld- um sínum í tengslum við banda- rísku hrollvekjuna The Last Winter. Síðasti tökudagur myndinnar, sem var alfarið tekin upp hér á landi, fór fram í gær en upptök- ur hófust á Mývatni þann 5. mars. Hrafnarnir tveir leika í myndinni en krákurnar voru varaskeifur fyrir þá. Hrafnarn- ir eru þegar orðnir stjórstjörnur í kvikmyndabransanum því þeir léku meðal annars í síðustu Harry Potter-mynd sem naut gífurlegra vinsælda um allan heim. Einnig fóru þeir með hlut- verk í hasarmyndinni The Crow, sem kom út fyrir rúmum tíu árum, og í 101 Dalmatíuhundi. Hrafnarnir voru notaðir í stúdíóvinnu í Hafnarfirði og þóttu standa sig með prýði. Ef eitthvað hefði farið úrskeiðs voru krákurnar tilbúnar að hlaupa í skarðið fyrir þá, enda álíka vel þjálfaðar. „Fuglarnir voru fluttir hing- að til lands á föstudag í síðustu viku og þjálfararnir hafa eytt töluverðum tíma í að þjálfa þá fyrir myndina,“ segir Hlín Jó- hannesdóttir, sem hefur umsjón með skipulagi og framleiðslu myndarinnar hér á landi. „Þetta eru „professional“ hrafnar sem hafa verið þjálfaðir frá fæðingu.“ Að sögn Hlínar koma þjálfararnir frá fyrirtæk- inu Birds and Animals sem sér- hæfir sig í að þjálfa dýr fyrir kvikmyndir og alls kyns uppá- komur. Anthony Bloom, annar af þjálfurunum, segir upptökurnar hafa gengið mjög vel. „Hrafnar eru mjög gáfaðir. Eina vanda- málið er að þegar þeir eru svona fljótir að læra það sem þeir eiga að gera eru þeir alveg jafn fljót- ir að læra slæmu hlutina,“ segir hann og hlær. Hann og sam- starfsmaður hans Dave Sousa hafa skemmt sér vel á Íslandi. „Það er búið að vera frábært. Við höfum kynnst skemmtilegu fólki og vorum heppnir því við fengum tvo daga í sólskini og snjó.“ Last Winter, sem skartar Ron Perlman í aðalhlutverki, gerist í Alaska og fjallar um hóp af vís- indamönnum og olíuleitarmönn- um sem leita að olíu á friðuðum svæðum. Umhverfisverndar- sinnar láta þá í sér heyra og óeining verður innan leitarhóps- ins. Náttúran tekur síðan til sinna ráða á eftirminnilegan hátt. freyr@frettabladid.is BLOOM OG HRAFNINN Fuglaþjálfarinn Anthony Bloom með annan af hröfnunum tveimur sem leika í kvikmyndinni The Last Winter. HROLLVEKJAN THE LAST WINTER: FIÐRAÐIR LEIKARAR FLOGNIR Á BROTT Gáfaðir Harry Potter- hrafnar á Íslandi HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á HELGA JÓHANNESSYNI LÖGMANNI Á LEX NESTOR Hvernig ertu núna? Í stuði eins og venjulega. Augnlitur: Grænbrúnn. Starf: Lögmaður. Stjörnumerki: Vog. Hjúskaparstaða: Kvæntur Önnu Maríu Sigurðardóttur. Hvaðan ertu? Af mölinni. Helstu afrek: Börnin mín. Helstu veikleikar: Uppstökkur sælgætisgrís. Helstu kostir: Sleppi að svara vegna plássleysis. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Nip Tuck sem sýndir voru á Stöð 2. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Veðurfréttir. Uppáhaldsmatur: Rjúpur. Uppáhaldsveitingastaður: Argentína. Uppáhaldsborg: Hvolsvöllur. Mestu vonbrigði lífsins: Að vera ekki heimsfrægur rokkari. Áhugamál: Ferðalög, skíði og mótorhjólaakstur. Viltu vinna milljón? Alveg eins, ekkert frekar. Jeppi eða sportbíll? Bæði ásamt mótorhjóli og vélsleða. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi. Hver er fyndnastur/fyndnust? Það fer eftir stemmning- unni. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Spegillinn heima hjá mér. Trúir þú á drauga? Nei. Hvaða dýr vildir þú helst vera? Sebrahestur. Hvaða dýr myndir þú ekki vilja vera? Snigill. Áttu gæludýr? Nei. Besta kvikmynd í heimi? Um þessar mundir er það kvik- myndir Der Untergang sem ég sá á kvikmyndahátíð í vik- unni. Besta bók í heimi? Biblían. Næst á dagskrá? Fagna sumri og setja niður kartöflur. 04.10.63 Uppstökkur sælgætisgrís ...fær Ragnheiður Gestsdóttir sem hlýtur Norrænu barnabóka- verðlaunin 2005 fyrir höfundar- feril sinn sem rithöfundur og myndlistarmaður með sérstakri áherslu á unglingabókina Sverð- berann. Þetta er í þriðja sinn sem íslenskur höfundur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin. HRÓSIÐ Rimini er vinsælasti sumardvalarstaður á Ítalíu. Samfelld 15 km hrein og falleg strönd sem iðar af lífi allan daginn og fram á kvöld, auk þess sem fjöldi veitinga- og skemmtistaða, verslana og leiksvæða af ýmsu tagi krydda tilveruna. Mannlífið á þessum slóðum er ótrúlegt, jafnt að morgni sem kvöldi. Gamli bærinn í Rimini með yfir 2000 ára gamlar minjar og dæmigert ítalskt yfirbragð er skemmtileg andstæða við strandbæinn. Rimini Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Bókaðu núna! Frá 23.595 kr. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn á völdum dagsetningum. Netverð. 44.395 kr. M.v. hjón með 2 börn, 26. maí, Riviera í viku. Netverð. 49.890 kr. M.v. 2 í studio, Riviera, vikuferð, 23. júní. Netverð. Fréttablaðið, 14. apríl 2005 „funheitur frístaður“ E N N E M M / S IA / N M 16 0 27 MARIZA Portú- galska söngkonan kemur hingað til lands í lok maí og heldur tvenna tón- leika. Portúgölsk söngdíva til Íslands Flestir muna eftir Gísla Hvanndal úr Idol Stjörnuleit þar sem hann skar sig úr hópi keppenda vegna hversu líflegur og skemmtilegur karakter hann er og hinn fínasti söngvari. Hann datt út í 32 manna úrslit- um þegar hann söng lagið Álfar eftir Magnús Þór Sigmundsson. Gísli deyr þó ekki ráðalaus og er engan veginn hættur í tónlistar- bransanum. „Ég hef eitthvað verið að taka upp lög fyrir sunnan og að öllum líkindum mun ég henda lagi í útvarpið í sumar og jafnvel gæti verið að það komi myndband með,“ segir Gísli. Lag- ið er eftir hann sjálfan og heitir Fallen Angels. „Ég gerði nokkur jólalög fyrir tveimur árum og gaf Regnboga- börnum þau og styrkti þau með því að selja þau í bæjarfélaginu á Ólafsfirði. Núna er ég að huga að mínu eigin efni og það getur vel verið að ég gefi út disk bráðlega. Það fer allt eftir því hvort ég fái hringingu frá einhverjum um- boðsmanni. Maður bíður bara spenntur.“ Gísli segir talbannið sem hvíldi á keppendum Stjörnuleitarinnar ekki hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég náttúrlega skrifaði undir þetta og skil alveg að þeir sem eru enn í keppninni vilji ekki að mað- ur sé að tjá sig um hana. Það er samt ágætt að vera laus og nú er strax búið að bjóða mér nokkur gigg úti í bæ og það er auðvitað ekkert nema gott,“ segir Gísli hinn hressasti. ■ GÍSLI HVANNDAL Hann mun láta í sér heyra í sumar og hyggst setja í útvarpsspilun frumsamið lag sem heitir Fallen Angels. Gísli lætur í sér heyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.