Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 6
6 1. maí 2005 SUNNUDAGUR Ítalía-Bandaríkin: Engin sátt um Íraksrannsókn ÍTALÍA, AP Ítölsk og bandarísk yfir- völd hafa ekki náð fullum sáttum um útskýringar á því hvernig til þess kom að bandarískir her- menn skutu ítalskan leyniþjón- ustumann til bana í Írak í byrjun mars, en hann var þá að fylgja út á flugvöll ítalskri blaðakonu sem frelsuð hafði verið úr gíslingu. Fulltrúar beggja ríkisstjórna luku fundarhöldum í Róm í gær án þess að komast að neinni sam- eiginlegri niðurstöðu um málið. Fulltrúarnir sendu þó frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem því var slegið föstu að rann- sókn málsins væri lokið. „Rann- sakendurnir voru ófærir um að komast að sameiginlegri niður- stöðu, en eftir að hafa hvorir tveggja skoðað málsgögnin sætt- ust þeir á vissar staðreyndir og ályktanir,“ segir í yfirlýsingunni. Ítölsk yfirvöld hafa sett í gang eigin sakarannsókn á atvikinu, en það hefur aukið mjög þrýst- inginn á ríkisstjórn Silvios Berlusconis að kalla heim þá 3.000 ítölsku hermenn sem þjóna í Írak. ■ Færeyingar íhuga ný jarðgöng: Yrðu lengstu göng í heimi FÆREYJAR Færeyingar íhuga að grafa lengstu neðansjávargöng í heimi fyrir bílaumferð. Um er að ræða göng milli Straumeyjar og Sandeyjar en þau yrðu tólf kíló- metra löng. Kostnaður er áætlað- ur um 60 milljarðar íslenskra króna. Þetta sýnir að Færeyingar eru ekki af baki dottnir í jarðganga- gerð þótt kostnaðarsamar fram- kvæmdir á því sviði hafi næstum riðið fjárhag eyjanna að fullu fyrir rúmum áratug. Ef þessi göng verða að veruleika er gert ráð fyr- ir að innheimtur verði vegtollur af vegfarendum en hann dugir þó skammt upp í kostnað því umferð er ekki mikil á þessum slóðum. Lengstu neðansjávargöng fyrir umferð í dag eru í Japan og eru 9,6 kílómetra löng en lengstu göng á Norðurlöndunum eru í Noregi og eru átta kílómetra löng. Jarðgöng til Vestmannaeyja myndu slá öll met á þessu sviði en reiknað er með að þau verði 18 til 20 kílómetra löng og kostnaðurinn 16 til 30 milljarðar eftir því hver reiknar. - ssal Mælir með áfrýjun á tóbaksdómi Lögmaður tóbaksframleiðandans JT International og Sölva Óskarssonar í tóbaksversluninni Björk mælir með áfrýjun á nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu tóbaksvara og umfjöllun um tóbak. HÉRAÐSDÓMUR Hróbjartur Jón- atansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við um- bjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýj- að verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta við- skiptalegar upplýsingar um vörur JT International í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettu- tegundirnar Camel, Salem, Win- ston, Mild Seven og Gold Coast. „Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreynda- upplýsingar um tóbaksvöruna,“ segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki og annað slíkt. „Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunar- merkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbak- ið,“ segir Hróbjartur. „Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbaks- pökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðar- merkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna.“ Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í mat- vöruverslunum eða sértækri tó- baksverslun eins og Björk. „Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera rit- skoðun. Ég er algjörlega ósam- mála dómnum hvað þetta varðar,“ segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar. olikr@frettabladid.is ÁTTU EKKI FUND SINN Héraðs- dómur Norðurlands eystra felldi á föstudag tvo dóma yfir mönnum sem slegið höfðu eign sinni á eigur annarra. Annar fann golfsett og tók til handargagns og hinn nýlegan farsíma. Báðir hlutu mánaðarfang- elsi, skilorðsbundið í tvö ár. SEKT FYRIR HASSNEYSLU Tveir menn fengu sekt fyrir að hafa í tvígang verið gripnir með hass til eigin neyslu á Akureyri. Í bæði skiptin voru þeir með efnið í bíl, fyrst 1,5 grömm og svo 2,4 grömm tóbaksblönduð. Annar var sektaður um 50 þúsund krónur og hinn um 30 þúsund krónur. MISSTI PRÓFIÐ OG FÉKK SEKT Maður var dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir glæfraakstur undir áhrif- um áfengis á Akureyri í september í fyrra og fyrir vörslu á 5 e-töflum og rúmu hálfu grammi af tóbaks- blönduðu hassi. Þá var hann svipt- ur ökuréttindum í þrjú ár og þarf að greiða 150 þúsund króna sekt. www.urvalutsyn.is *Innfalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 6 nætur og íslensk fararstjórn. Verðið er er netverð. Bóka þarf og greiða staðfestingargjald, eða fullgreiða ferð á netinu. Ef bókað er er á símleiðis eða á skrifstofu, greiðist bókunar- og þjónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í íbúð m. 2 svefnh. á Club Albufeira í 6 nætur, 31. maí. í júní og júlí Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á: 38.190kr.* Verðdæmi: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 82 44 0 4/ 20 05 Sérlega fjölskylduvænn gististaður, með notalegu andrúmslofti, sem stendur í fallegu gili, beint upp af miðbæ Albufeira. Tveir stórir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og nuddpotti, umgirtir lágreistum smáhýsum. Club Albufeira SÓL 8.000 kr. afsláttur á mann ■ DANMÖRK ■ HÉRAÐSDÓMSMÁL Geturðu hugsað þér að flytja austur í Fjarðabyggð? SPURNING DAGSINS Í DAG: Þurfum við mótmælastöðu gegn ofbeldi á fleiri stöðum en á Akureyri? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 70% 30% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Frakkland og ESB: Dregur saman með fylkingum FRAKKLAND, AP Réttum mánuði áður en Frakkar ganga til atkvæða um staðfestingu stjórn- arskrársáttmála Evrópusam- bandsins sýndu niðurstöður nýj- ustu skoðanakönnunarinnar í gær að enn hallaðist meirihluti kjós- enda að því að hafna sáttmálan- um. Þó hefur dregið saman með fylkingum fylgjenda og andstæð- inga sáttmálans. Af þeim sem svöruðu sögðu 52 af hundraði að þeir ætluðu að greiða atkvæði á móti, 48 prósent með. Tíu prósent svöruðu ekki eða voru óákveðin. 70 prósent svar- enda sögðust hafa gert upp hug sinn, 30 prósent sögðust hugsan- lega myndu skipta um skoðun áður en í kjörklefann kæmi 29. maí. Könnunin var gerð af Ifop fyrir vikublaðið Journal du Dimanche. ■ SGRENA ÓSÁTT Ítalska blaðakonan Giuliana Sgrena, sem leyniþjónustumaðurinn Nicola Calipari leysti úr gíslingu í Írak, eftir blaðamannfund í Róm. Hún er ósátt við rannsókn Bandaríkjahers á því hvernig á því stóð að skotið var á bíl þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FÆREYJAR Ný tólf kílómetra neðansjávargöng myndu tengja saman Straumey og Sandey. SÖLVI ÓSKARSSON Sölvi við tjaldið sem hann notar til að draga fyrir tóbaksvarninginn í Björk til að forðast að vera brotlegur við tóbaksvarnarlög. HRÓBJARTUR JÓNATANSSON Hróbjartur, sem rak mál JT International og Sölva Óskarssonar á hendur ríkinu, býst við að fyrir liggi á næstu vikum ákvörðun um áfrýjun dóms héraðsdóms frá því í vikunni. Hann mælir með áfrýjun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. BANASLYSUM FÆKKAR Í DAN- MÖRKU Mun færri fórust í um- ferðinni í Danmörku í fyrra en árið á undan. Banaslys voru 369 í fyrra en voru 432 árið 2003. Þetta er fækkun um 15 prósent. Tölur þessar vekja ekki hvað síst at- hygli fyrir þær sakir að hámarks- hraði á hraðbrautum í Danmörku var í fyrra hækkaður í 130 kíló- metra á klukkustund.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.