Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 01.05.2005, Qupperneq 6
6 1. maí 2005 SUNNUDAGUR Ítalía-Bandaríkin: Engin sátt um Íraksrannsókn ÍTALÍA, AP Ítölsk og bandarísk yfir- völd hafa ekki náð fullum sáttum um útskýringar á því hvernig til þess kom að bandarískir her- menn skutu ítalskan leyniþjón- ustumann til bana í Írak í byrjun mars, en hann var þá að fylgja út á flugvöll ítalskri blaðakonu sem frelsuð hafði verið úr gíslingu. Fulltrúar beggja ríkisstjórna luku fundarhöldum í Róm í gær án þess að komast að neinni sam- eiginlegri niðurstöðu um málið. Fulltrúarnir sendu þó frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem því var slegið föstu að rann- sókn málsins væri lokið. „Rann- sakendurnir voru ófærir um að komast að sameiginlegri niður- stöðu, en eftir að hafa hvorir tveggja skoðað málsgögnin sætt- ust þeir á vissar staðreyndir og ályktanir,“ segir í yfirlýsingunni. Ítölsk yfirvöld hafa sett í gang eigin sakarannsókn á atvikinu, en það hefur aukið mjög þrýst- inginn á ríkisstjórn Silvios Berlusconis að kalla heim þá 3.000 ítölsku hermenn sem þjóna í Írak. ■ Færeyingar íhuga ný jarðgöng: Yrðu lengstu göng í heimi FÆREYJAR Færeyingar íhuga að grafa lengstu neðansjávargöng í heimi fyrir bílaumferð. Um er að ræða göng milli Straumeyjar og Sandeyjar en þau yrðu tólf kíló- metra löng. Kostnaður er áætlað- ur um 60 milljarðar íslenskra króna. Þetta sýnir að Færeyingar eru ekki af baki dottnir í jarðganga- gerð þótt kostnaðarsamar fram- kvæmdir á því sviði hafi næstum riðið fjárhag eyjanna að fullu fyrir rúmum áratug. Ef þessi göng verða að veruleika er gert ráð fyr- ir að innheimtur verði vegtollur af vegfarendum en hann dugir þó skammt upp í kostnað því umferð er ekki mikil á þessum slóðum. Lengstu neðansjávargöng fyrir umferð í dag eru í Japan og eru 9,6 kílómetra löng en lengstu göng á Norðurlöndunum eru í Noregi og eru átta kílómetra löng. Jarðgöng til Vestmannaeyja myndu slá öll met á þessu sviði en reiknað er með að þau verði 18 til 20 kílómetra löng og kostnaðurinn 16 til 30 milljarðar eftir því hver reiknar. - ssal Mælir með áfrýjun á tóbaksdómi Lögmaður tóbaksframleiðandans JT International og Sölva Óskarssonar í tóbaksversluninni Björk mælir með áfrýjun á nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu tóbaksvara og umfjöllun um tóbak. HÉRAÐSDÓMUR Hróbjartur Jón- atansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við um- bjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýj- að verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta við- skiptalegar upplýsingar um vörur JT International í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettu- tegundirnar Camel, Salem, Win- ston, Mild Seven og Gold Coast. „Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreynda- upplýsingar um tóbaksvöruna,“ segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki og annað slíkt. „Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunar- merkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbak- ið,“ segir Hróbjartur. „Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbaks- pökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðar- merkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna.“ Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í mat- vöruverslunum eða sértækri tó- baksverslun eins og Björk. „Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera rit- skoðun. Ég er algjörlega ósam- mála dómnum hvað þetta varðar,“ segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar. olikr@frettabladid.is ÁTTU EKKI FUND SINN Héraðs- dómur Norðurlands eystra felldi á föstudag tvo dóma yfir mönnum sem slegið höfðu eign sinni á eigur annarra. Annar fann golfsett og tók til handargagns og hinn nýlegan farsíma. Báðir hlutu mánaðarfang- elsi, skilorðsbundið í tvö ár. SEKT FYRIR HASSNEYSLU Tveir menn fengu sekt fyrir að hafa í tvígang verið gripnir með hass til eigin neyslu á Akureyri. Í bæði skiptin voru þeir með efnið í bíl, fyrst 1,5 grömm og svo 2,4 grömm tóbaksblönduð. Annar var sektaður um 50 þúsund krónur og hinn um 30 þúsund krónur. MISSTI PRÓFIÐ OG FÉKK SEKT Maður var dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir glæfraakstur undir áhrif- um áfengis á Akureyri í september í fyrra og fyrir vörslu á 5 e-töflum og rúmu hálfu grammi af tóbaks- blönduðu hassi. Þá var hann svipt- ur ökuréttindum í þrjú ár og þarf að greiða 150 þúsund króna sekt. www.urvalutsyn.is *Innfalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 6 nætur og íslensk fararstjórn. Verðið er er netverð. Bóka þarf og greiða staðfestingargjald, eða fullgreiða ferð á netinu. Ef bókað er er á símleiðis eða á skrifstofu, greiðist bókunar- og þjónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í íbúð m. 2 svefnh. á Club Albufeira í 6 nætur, 31. maí. í júní og júlí Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á: 38.190kr.* Verðdæmi: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 82 44 0 4/ 20 05 Sérlega fjölskylduvænn gististaður, með notalegu andrúmslofti, sem stendur í fallegu gili, beint upp af miðbæ Albufeira. Tveir stórir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og nuddpotti, umgirtir lágreistum smáhýsum. Club Albufeira SÓL 8.000 kr. afsláttur á mann ■ DANMÖRK ■ HÉRAÐSDÓMSMÁL Geturðu hugsað þér að flytja austur í Fjarðabyggð? SPURNING DAGSINS Í DAG: Þurfum við mótmælastöðu gegn ofbeldi á fleiri stöðum en á Akureyri? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 70% 30% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Frakkland og ESB: Dregur saman með fylkingum FRAKKLAND, AP Réttum mánuði áður en Frakkar ganga til atkvæða um staðfestingu stjórn- arskrársáttmála Evrópusam- bandsins sýndu niðurstöður nýj- ustu skoðanakönnunarinnar í gær að enn hallaðist meirihluti kjós- enda að því að hafna sáttmálan- um. Þó hefur dregið saman með fylkingum fylgjenda og andstæð- inga sáttmálans. Af þeim sem svöruðu sögðu 52 af hundraði að þeir ætluðu að greiða atkvæði á móti, 48 prósent með. Tíu prósent svöruðu ekki eða voru óákveðin. 70 prósent svar- enda sögðust hafa gert upp hug sinn, 30 prósent sögðust hugsan- lega myndu skipta um skoðun áður en í kjörklefann kæmi 29. maí. Könnunin var gerð af Ifop fyrir vikublaðið Journal du Dimanche. ■ SGRENA ÓSÁTT Ítalska blaðakonan Giuliana Sgrena, sem leyniþjónustumaðurinn Nicola Calipari leysti úr gíslingu í Írak, eftir blaðamannfund í Róm. Hún er ósátt við rannsókn Bandaríkjahers á því hvernig á því stóð að skotið var á bíl þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FÆREYJAR Ný tólf kílómetra neðansjávargöng myndu tengja saman Straumey og Sandey. SÖLVI ÓSKARSSON Sölvi við tjaldið sem hann notar til að draga fyrir tóbaksvarninginn í Björk til að forðast að vera brotlegur við tóbaksvarnarlög. HRÓBJARTUR JÓNATANSSON Hróbjartur, sem rak mál JT International og Sölva Óskarssonar á hendur ríkinu, býst við að fyrir liggi á næstu vikum ákvörðun um áfrýjun dóms héraðsdóms frá því í vikunni. Hann mælir með áfrýjun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. BANASLYSUM FÆKKAR Í DAN- MÖRKU Mun færri fórust í um- ferðinni í Danmörku í fyrra en árið á undan. Banaslys voru 369 í fyrra en voru 432 árið 2003. Þetta er fækkun um 15 prósent. Tölur þessar vekja ekki hvað síst at- hygli fyrir þær sakir að hámarks- hraði á hraðbrautum í Danmörku var í fyrra hækkaður í 130 kíló- metra á klukkustund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.