Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 6
6 23. maí 2005 MÁNUDAGUR Gíslar í Írak sem haldið hafði verið í tvo mánuði: Rúmenar látnir lausir ÍRAK, AP Þrír rúmenskir fréttamenn og írask-banda- rískur túlkur þeirra voru í gær látnir lausir úr gíslingu sem íraskir uppreisnarmenn hnepptu þá í fyrir tveimur mánuðum. Frá þessu greindu talsmenn Rúmeníuforseta. Gíslarnir fjórir voru allir komnir í umsjá rúmenskra yfirvalda, að því er Adriana Saftoiu, talsmaður Traians Basescu Rúmeníuforseta, greindi frá í Búkarest. „Þeir eru allir heilir á húfi og við mun- um tilkynna síðar hvenær þeir snúa aftur heim,“ sagði hún. Rúmenunum þremur – blaða- manninum Ovidiu Ohenasi- an, sjónvarpsfréttakonunni Marie-Jeanne Ion og myndatökumanninum Sor- in Miscoci – var rænt á græna svæðinu í Bagdad þann 28. mars síðastliðinn, ásamt leiðsögumanni þeirra, Mohammed Monaf. M a n n r æ n i n g j a r n i r höfðu hótað að drepa alla gíslana ef rúmensk stjórn- völd kölluðu rúmenska herliðið ekki tafarlaust heim frá Írak. 800 rúmenskir hermenn þjóna sem hluti af fjöl- þjóðlegu setuliði undir forystu Pólverja í Mið-Írak. ■ LANDSFUNDURINN Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræði- prófessor segir að það hefði verið slæmt fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að vinna formanns- slaginn í Samfylkingunni naum- lega. „Kjörið var afgerandi. Í kjarna Samfylkingarinnar stóð þetta áreiðanlega tæpar. Umboð hennar er hins vegar mjög skýrt og það þýðir að valdastaða hennar gagnvart öðrum forystumönnum Samfylkingarinnar er sterk,“ segir Gunnar Helgi. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, tekur í sama streng. „Þetta var mjög mikil- vægur landsfundur fyrir Sam- fylkinguna en þar var nær alger- lega skipt um forystusveit flokks- ins. Eftir er að sjá hvort þessu fylgja ný vinnubrögð og nýr stjórnunarstíll.“ Baldur segir afgerandi kosn- ingu Ingibjargar Sólrúnar óneit- anlega nokkurn skell fyrir þann hluta þingflokksins sem studdi Össur Skarphéðinsson. „Sú spurn- ing er áleitin hvort þeir sem yfir- gáfu valdapósta nú hafi verið fyllilega í takt við hinn almenna flokksmann,“ segir Baldur. Hann telur það verða prófstein fyrir Ingibjörgu Sólrúnu hvort henni takist að höfða til hægri jafnaðar- manna sem kjósi Sjálfstæðis- flokkinn. Það geti orðið erfiður róður að koma fylgi stjórnar- flokkanna niður fyrir 50 prósent. - jh Breytingar flola enga bi› Klíkuskapur er samtrygging flröngra hópa um eigin hagsmuni án tillits til hagsmuna heildarinnar, sag›i Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, n‡kjörinn forma›ur Samfylkingarinnar, vi› slit landsfundar flokksins í gær. SAMFYLKINGIN „Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breyt- ingum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. „Við verðum að sparsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprung- urnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkis- stjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks og aldraðra og endur- bætur í menntakerfinu,“ sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að um- talsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valds- manna. „Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hags- muni án tilllits til hagsmuna heildarinnar.“ Hún kvað Sam- fylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum vald- hafa en með lýðræðinu. Flokk- urinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á Alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæsta- réttardómara, í fréttastjóramál- inu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingar- innar. „Hún gerði það þegar hún lét skilaboð um hvað væri valds- mönnum í öðrum flokkum þókn- anlegt sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokks- mönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegnum lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur ís- lenskur stjórnmálaflokkur hef- ur farið í gegnum.“ Ingibjörg Sólrún kvað Sam- fylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfis- verndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í for- ystu Samfylkingarinnar á lands- fundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í fram- kvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V. Matthíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson. johannh@frettabladid.is Steingrímur J. Sigfússon Væntir gó›s af samstarfi SAMFYLKINGIN Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, segist vænta góðs af samstarfi við nýjan formann og nýja forystu Samfylkingarinn- ar. „Það gladdi mig að það var slegið á þá strengi á lands- fundi Samfylk- ingarinnar að sameina kraftana í stjórnarandstöð- unni við að koma ríkisstjórninni frá og taka við af henni. Þetta boðar heldur gott um áframhaldið og uppbyggilegt samstarf stjórnarandstöðunnar. Ég vænti þess að við vinnum vel saman,“ segir Steingrímur. ■ Bandalag háskólamanna: Í hart vi› skattinn KJARAMÁL Bandalag háskóla- manna lagði fram stjórnsýslu- kæru í síðustu viku vegna ákvörðunar skattstjórans í Reykjavík í máli eins geislafræð- ings Landspítalans. Ákvörðunin hefur þau áhrif að skattur er tek- inn af ökustyrk mannsins þar sem hann ekur meira en tvö þús- und kílómetra á ári á eigin bif- reið til að komast á og af vinnu- stað í útköllum. „Það er einfalt réttlætismál að þurfa ekki að greiða tekjuskatt af útlögðum kostnaði aðeins vegna þess að þú býrð aðeins lengra frá vinnustaðnum en eitthvað tvöþús- und kílómetra takmark frá skatt- inum nær til,“ segir Katrín Sig- urðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. -jse Bílvelta á Héraði: Á sokkunum a› næsta bæ SLYS Ökumaður sem grunaður er um ölvunarakstur velti bifreið sinni á Upphéraðsvegi nálægt Eg- ilsstöðum um níuleytið í gær- morgun. Maðurinn rotaðist og meiddist á fæti, en hafði ekki önnur úrræði þegar hann rankaði við sér en að ganga á sokkaleistunum um þrjá til fjóra kílómetra að Hreiðarsstöðum þar sem hann fékk aðhlynningu. Maðurinn var svo fluttur á sjúkra- hús á Egilsstöðum til rannsóknar, en að sögn lögreglu á Egilsstöðum leikur grunur á að maðurinn hafi haldið of snemma af stað eftir drykkju nóttina áður. Bifreiðin er talin ónýt. - jse GÍSLANA HEIM Konur úr arabíska minni- hlutanum í Rúmeníu halda á kröfuspjaldi þar sem þess er krafist að Rúmenarnir þrír sem rænt var í Írak verði látnir lausir. Þeim varð að ósk sinni í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Koma n‡fengin úrslit í formannskjöri til me› a› styrkja Samfylkinguna? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur flú fengi› punkt vegna umfer›arlagabrots? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 47,2% 52,8% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR „Valdið er almenningseign og lýðræðið á að virka. Við eigum eftir að minnast þessa fundar lengi,“ sagði nýkjörinn formaður við slit landsfundarins í gær. Landsfundur Samfylkingarinnar frá bæjardyrum stjórnmálafræðinga: Sterk sta›a n‡kjörins formanns GUNNAR HELGI KRISTINSSON Nýr formað- ur Samfylkingarinnar er í sterkri stöðu. BALDUR ÞÓRHALLSSON Spyr hvort gamla forystan hafi verið í takt við hinn almenna flokksmann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.