Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2005, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 23.05.2005, Qupperneq 68
FÓTBOLTI „Þetta var mikill rokleik- ur og við erum mjög sáttir við að hafa fengið stigin þrjú,“ sagði Magnús Gylfason að loknum leik KR og Fram í Frostaskjólinu í gær. Aðstæður voru varla boðleg- ar, ískalt og mjög hvasst. Völlur- inn var greinilega harður og rann boltinn illa á honum. Leikurinn var, miðað við þetta, alls ekki slæmur. KR-ingar voru mun betri en gegn Fylki í 1. um- ferðinni og Framarar voru að leika fína knattspyrnu. Grétar Ólafur Hjartarson lék sinn fyrsta leik fyrir KR en Kim Nörholt var ekki í leikmannahópi Fram. Grét- ar átti einmitt fyrsta færi leiksins er hann skaut yfir mark Framara á 3. mínútu. Arnar Gunnlaugsson gerði hið sama síðar í leiknum og fóru reyndar framherjarnir báðir illa með færin sín í leiknum öllum. Sterk vörn KR Um var að ræða varnarsigur KR, fyrst og fremst. Veikasti hlekkurinn, Gunnar Einarsson, var tekinn út af á 40. mínútu og steig KR-vörnin ekki feilspor eftir það. Sigmundur Kristjánsson fór í hans stöðu og Rógvi Jacobsen fór í fremstu víglínu. „Gunnar meiddist en breytingin var líka taktísk,“ sagði Magnús. „Ég vildi stóran mann í framlínuna vegna roksins.“ Miðjan hjá KR var betri en gegn Fylki, en getur samt betur. Hið sama má segja um Fram en liðið saknaði greinilega Nörholt, sem var duglegur að skapa færin gegn ÍBV um síðustu helgi. Sókn- armennirnir sýndu ágæta takta, sérstaklega Andri Fannar framan af, en þeir voru ávallt stöðvaðir af vörninni eða Kristjáni í markinu, manni leiksins. Var ekki áhyggjufullur Framarar sóttu stíft á lokamín- útunum, en Magnús sagðist ekki hafa verið áhyggjufullur. „Við gerðum okkar skyldu. Ég er sátt- ur við mína menn enda lögðu þeir sig mikið fram.“ Leikjadagskráin er þétt þessa dagana í Landsbankadeildinni og eru þessir leikir þýðingarmiklir. 6 stig KR-inga úr fyrstu tveimur umferðunum eru einkar dýrmæt, sérstaklega þegar andstæðingar þeirra hafa leikið jafn vel og raun ber vitni. Það gæti haft mikið að segja þegar fram líða stundir. eirikurst@frettabladid.is 20 23. maí 2005 MÁNUDAGUR > Við finnum til með ... ... Keflvíkingnum Ingva Rafni Guðmundssyni, sem varð fyrir fólskulegri árás Páls Þorvalds Hjarðar í leik ÍBV og Keflavíkur í gær. Ingvi Rafn hafði verið frábær í fyrstu tveimur leikjum ársins en þarf nú að dúsa á hliðarlínunni það sem eftir lifir sumars. sport@frettabladid.is > Við skiljum ekki ... ... af hverju í ósköpunum Kristinn Jakobsson dómari leiks ÍBV og Keflavíkur gaf Páli Hjarðar aðeins gult spjald fyrir ljótustu tæklingu sem sést hefur á Íslandi í háa herrans tíð. Þessi maður á að heita besti dómari landsins ... Lestu þetta Kristinn! Samkvæmt 12. grein knattspyrnulaga fyrir árið 2005 skal refsa með brott- vísun öllum hættulegum tæklingum sem stofna öryggi mótherja í hættu. Hjá dómaranefnd er lögð áhersla á að vernda leikmenn fyrir alvarlega grófum og hættulegum leikbrotum. „Já, ég fann mig ágætlega og nýtti fær- in,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, hóg- værðin uppmáluð, í samtalið við Frétta- blaðið eftir að hafa skorað þrennu gegn Grindvíkingum í Landsbanka- deildinni í gær. Tryggvi hefur heldur betur stimplað sig inn í mótið í ár, er kominn með fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum og þau þrjú sem komu í gær voru hvert öðru glæsilegra. „Boltinn fór nákvæmlega þangað sem hann átti að fara,“ sagði Tryggvi um fyrsta markið, sem kom beint úr auka- spyrnu af 25 metra færi. Annað markið skoraði Tryggvi með góðu skoti úr teignum en það þriðja með glæsilegri vippu sem kom með hægri fæti í þokkabót. „Já, hægri löppin er að gera það gott þessa dagana,“ sagði Tryggvi en hann skoraði einmitt með hægri fæti í fyrstu umferðinni gegn Keflavík. Aðspurður um hvort markametið væri í hættu sagði Tryggvi að hann héldi að svo væri ekki. „Ég á náttúrlega metið ásamt öðrum og það er virkilega gam- an. En ég er ekkert að hugsa um þetta met. Ég sagði nú í gríni fyrir tímabilið að ég ætlaði að skora 28 mörk en ég meinti lítið með því. En þetta byrjar vel,“ segir Tryggvi. Hann hefur nú skorað í átta leikjum í röð í efstu deild á Íslandi, en hann endaði síðasta tímabil sem hann lék hér á landi árið 1997, þá með Eyjamönnum, með því að skora í síðustu sex umferðunum. Nú hef- ur hann skorað í fyrstu tveimur umferðunum og nálgast hann óð- fluga met Arnars Gunnlaugsson- ar, sem skoraði í 11 leikjum í röð á sín- um tíma með ÍA. „Þetta er annað met sem ég hugsa ekkert um. Ég vil bara að FH-liðinu gangi sem best.“ Tryggvi er að vonum sáttur með byrjun FH-inga á Íslandsmótinu. „Það var mjög erfitt að spila í þessum vindi en við náum að skora fimm mörk og sýn- um að það eru virkilega miklir hæfileikar í þessu liði,“ segir Tryggvi. Hann kveðst ekki viss um hvort þetta FH-lið sé það sterkasta sem hann hafi spilað með hér á landi. „Eyjaliðið 1997 var nú fínt og mjög vel spilandi. Það er mjög erfitt að bera þetta saman en það er ljóst að ég er hluti af mjög öflugri liðsheild hér hjá FH í dag.“ TRYGGVI GUÐMUNDSSON BYRJAR MEÐ LÁTUM: ÞRENNA GEGN GRÍNDAVÍK Í GÆR Hugsa lítið um markametið 1-0 KR-völlur, áhorf: 1983 Jóhannes Valgeirss. (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–10 (2–3) Horn 3–6 Aukaspyrnur fengnar 18–19 Rangstöður 6–2 1–0 Rógvi Jacobsen (47.) KR Fram KR-ingar eru me› fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umfer›irnar. fieir unnu 1–0 sigur á Frömurum, sem voru óheppnir a› skora ekki í leiknum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 20 21 22 23 24 25 26 Mánudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  19.15 Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda í Landsbankadeild karla í fótbolta.  20.00 HK og Haukar mætast á Kópavogsvelli í fyrstu deild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  13.40 Úrslitakeppni NBA á Sýn. Útsending frá leik Phoenix og Spurs.  16.35 Helgarsportið á RÚV.  16.50 Fótboltakvöld á RÚV.  18.55 Valur-ÍA á Sýn. Bein útsending úr Landsbankadeild karla.  21.05 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Mónakókappaksturinn í Formúlu eitt fór fram í gær: Au›velt hjá Kimi Räikkönen FORMÚLA Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen vann nokkuð auðveldan sigur í Mónakókappakstrinum í gær, eftir að hafa verið hlut- skarpastur í tímatökunum á laug- ardaginn. Sigurinn var hans annar í röð og fleytir Finnanum unga í annað sætið í keppni ökumanna. Í öðru og þriðja sæti á eftir Räikkönen voru Williams-öku- mennirnir Nick Heidfeldt og Ís- landsvinurinn Mark Webber, sem náðu að taka fram úr Fernando Alonso á lokakaflanum. Juan Pablo Montoya náði fimmta sætinu eftir að hafa ræst síðastur og á eftir honum komu þeir Schumacher- bræður, Ralf í því fimmta og Mich- ael í sötta. „Ég vil nú helst þakka þeim Williams-mönnum fyrir að fara fram úr Alonso og tryggja mér betri stöðu gagnvart honum í stiga- keppninni,“ sagði hinn hægláti finnski ökumaður . Michael Schumacher átti ekki til orð yfir óheppni sinni í keppn- inni í gær. „Ég held að allt hafi farið úrskeiðis sem gat farið úr- skeiðis hjá okkur í byrjun keppnin- ar,“ sagði Þjóðverjinn, sem missti framvæng eftir að hann ók á David Coulthard þegar teppa myndaðist í brautinni. „Ég held raunar að við getum bara þakkað fyrir að ná í tvö stig í dag miðað við hversu brösulega gekk hjá okkur,“ sagði Schumacher. baldur@frettabladid.is LÉTT DAGSVERK Kimi Räikkönen vann auð- veldan sigur í Mónakó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Baráttusigur KR í rokinu HART BARIST Grétar Ólafur Hjartarson í baráttu við Framarann Kristján Hauksson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN *BESTUR Á VELLINUM KR 4–4–2 Kristján 7 Gunnar E. 4 (40. Rógvi 6) Tryggvi 7 Ágúst Þór 7 Matute 7 Sölvi 6 Bjarnólfur 5 Sigurvin 6 Sigmundur 7 Arnar G. 5 (79. Vigfús –) Grétar 5 (61. Gunnar K. 6) FRAM 4–3–3 Gunnar S. 6 McLynn 6 (85. Ómar –) Kristján 6 Þórhallur Dan 6 Gunnar Þór 7 Ingvar Þór 6 Mathiesen 7 (75. Ívar –) Viðar 5 Andri Fannar 7 Ríkharður 5 Andri Steinn 6 (73. Heiðar –)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.