Fréttablaðið - 23.05.2005, Page 74
FRÉTTIR AF FÓLKI
STAR WARS EP3 B.i. 10 ára
Sýnd kl. 16, 17, 19, 20, 22 of 23
Sýnd í Lúxus kl. 16, 19 og 22
STJÖRNUSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ!
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Star Wars EP3 B.i. 10 ára
Sýnd kl. 17.30, 20.30 og 23.30
Sýnd kl. 22 B.i. 12 ára. Sýnd kl. 16 m.ísl. tali
Sýnd kl. 17, 20 og 23 B.i. 16 ára. Sýnd kl. 18 og 20
SK DV
O.H.T. Rás 2
Downfall
Sýnd kl. 18 og 21 B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 18, 20 og 22
SK DV
Sýnd kl. 18 og 21
Star Wars EP3 B.i. 10 ára
Sýnd kl. 16.30, 18, 21
Þegar líf þitt er komið í rúst er gott
að eiga snarklikkaða ættingja til að
bjarga málunum.
Sýnd kl. 17.30, 20 og 22.15
Sýnd kl. 20 og 22.15
Sýnd kl. 16 m. ísl. tali.
Einstök upplifun!
„Þetta er einfaldlega 100% Star Wars“
Þórarinn Þórainsson , Fréttablaðið ★★★★★
„Allt sem maður getur mögulega viljað í
Star Wars-mynd og rétt rúmlega það“
Tómas Valgeirsson, kvikmyndir.is ★★★★1/2
„Lucas tekst það sem Stjörnustríðs-
aðdáendur vonuðu: Að loka hringnum með
glæsibrag“
Sæbjörn Valdimarsson, MBL ★★★★
Sýnd kl. 16 m. ísl. tali.
SÍMI 553 2075SÍMI 551 9000
www.shortdocs.info
R E Y K J A V Í K
SHORTS & DOCS
HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍD Í REYKJAVÍK
Í NYUPPGERDU TJARNARBÍÓI25-29 MAI
Minnie Driverþarf að snúa
sér aftur að leikferli
sínum eftir að
henni mistókst að
koma söngferlinum
á flug. Hún segist
þó vilja prófa eitt-
hvað annað en að leika í kvikmynd-
um. Eftir að hafa séð frammistöðu
Sir Ian McKellen í Coronation
Street segist hún jafnvel myndu
íhuga að leika í sápuóperu. „Ég hef
aldrei gert neitt því líkt svo það er
aldrei að vita,“ segir hún.
Renée Zellweger hefursamþykkt að leika í
myndbandi við nýtt lag
Kenny Chesney sem er
einmitt nýbakaður eig-
inmaður hennar. Hún
segist hlakka til að
leika í myndbandinu
og getur ekki beðið
eftir að það komi á
MTV-sjónvarpsstöð-
inni. „Ég kemst þá á
MTV. Lífið er alltaf að
verða betra og betra,“
segir hún kát.
Hljómsveitin Jagúar fær lofsam-
lega dóma í nettímaritinu
Wegofunk sem sérhæfir sig í
„afro-groove“. Tímaritið sendi
mann á tvenna tónleika Jagúars í
Belgíu nýverið og var hann
hæstánægður með sveitina.
„Ameríka er móðurland fönks-
ins, en Ísland er dóttir þess. Þetta
hljómar kannski ævintýralega, en
það er til hljómsveit sem er bæði
fönkí og íslensk.“ Síðar í greininni
segir blaðamaðurinn: „Þetta eru
tónleikar til
að dansa
og svitna
á og eitt er víst, að Jagúar gefur
þér enga pásu.“
Tónleikar Jagúar í Belgíu voru
haldnir í tilefni af útgáfu á plötunni
„Hello Somebody!“ sem kom út
fyrir jólin. Jagúar á fylgi að fagna í
Belgíu enda hefur hljómsveitin
spilað þar reglulega. Í lok maí held-
ur Jagúar til Svíþjóðar þar sem
sveitin spilar á klúbbunum
Majeriet í Lundi og Glassklart í
Málmey. Enn fremur kem-
ur hljómsveitin fram á
Storetorget í Lundi að ósk plötu-
búðarinnar Folk a Rock og með
stuðningi borgaryfirvalda. Því
næst heldur Jagúar til Englands
þar sem sveitin kemur fram í Jazz
Café laugardaginn 4. júní.
Smekkleysa/Bad Taste SM í
Bretlandi stendur að útgáfu á
smáskífunni, „One of Us,“ 20. júní.
Smáskífan mun einungis fást í
niðurhali frá síðum á borð við
iTunes, Karmadownload og Nap-
ster. „Hello Somebody!“ kemur út
viku síðar en 12 tomma með
endurhljóðblandaðri út-
gáfu af „One of Us“ kem-
ur á markað 11. júlí. Er
hún ætluð fyrir
klúbbakynningu en
Jagúar á nokkra
þekkta aðdáend-
ur í hópi skífu-
þeytara í Evr-
ópu.
12 tomman
með „One of
Us“ kemur út á
vegum Smekk-
leysu hér á
landi 11. júní og
fær landinn því
forskot á Evrópu-
búa. ■
Tom Cruise segist láta sér fátt umfinnast um álit fólks á sambandi
hans og leikkonunnar Katie
Holmes, en þau tilkynntu fyrr í
þessum mánuði að þau væru par.
„Þegar ég sendi frá
mér svona tilkynningu
þá er ég í rauninni að
segja: „Þetta er stúlk-
an mín“. Fólk tekur
þessu eins og það
vill og það þýðir
lítið að kippa sér
upp við gagnrýn-
israddir. Ég vil
eyða lífinu með
þessari konu. Hún
er stórkostleg, sér-
stök og ég ber
mikla virðingu fyr-
ir henni. Ég hef
ekkert að fela, ég er hamingjusam-
ur,“ sagði leikarinn himinlifandi.
Hin unga söngkona Avril Lavignevirðist vera nokkuð fyrir sopann
þrátt fyrir að hafa ekki ald-
ur til þess að drekka og
hefur hún verið gagn-
rýnd fyrir þetta. Þegar
kemur að drykkju
segir Avril: „Ég er
svona týpa sem vill
bara verða blindfull
ef ég fer á bari“.
Vinir stúlkunnar eru
ekki nógu hrifnir af
drykkjulátum
Lavigne og segir ein
vinkonan að Avril
drekki einum of mik-
ið. „Þegar hún verður
full tryllist hún og breytist í brjálað-
an partísjúkling.“ Fáum þykir Avril
þarna sýna gott fordæmi fyrir unga
aðdáendur sína.
David Beckham hefur uppljóstraðum draum sinn um
að gerast geimfari. „Það
væri frábært að eiga
tækifæri á að fara til
tunglsins eftir að ég
hætti að vinna. Það
væri einstök upplif-
un. Margir fótbolta-
leikmenn gerast
þjálfarar þegar þeir
geta ekki lengur leik-
ið sjálfir en ég hef
ákveðið að það sé
ekki það sem ég vil
gera,“ sagði hann.
JAGÚAR Hljómsveitin Jagúar sendir frá sér smáskífuna One of Us í Bretlandi þann 20. júní.
Ísland er dóttir fönksins
FRÉTTIR AF FÓLKI