Fréttablaðið - 23.05.2005, Síða 80

Fréttablaðið - 23.05.2005, Síða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR Innritun fyrir sumarönn 23. maí - 6. júní á www.fa.is Skólameistari SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500 ® Þakviðgerðir Nánari upplýsingar á www.pace.is Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 Visia 1,2i - Beinskiptur - 80 hestöfl - 3-5 dyra Micra er nett, sparneytin, falleg og frábærlega hönnu›. A› auki er hún hla›in tæknin‡jungum, algjör draumur í umgengni og miklu stærri a› innan en utan – enda rúmbesti bíllinn í sínum stær›arflokki. F í t o n / S Í A F I 0 1 3 1 0 3 13.881 kr. á mán.* Ver› frá 1.319.000 kr. Öllum Nissan Micra sem keyptir eru í maí 2005 fylgja spoiler og álfelgur a› ver›mæti 150.000 kr. Aukahlutir á mynd: topplúga 150.000 KRÓNUM FLOTTARI! NISSAN MICRA NISSAN ALMERA Kraftur og m‡kt einkenna Nissan Almera. Stjórn- stö›in sty›st vi› hina einstöku Nissan tækni sem tryggir au›velda stjórn. Hönnu›ir okkar hafa móta› útlit bílsins til a› ná fram straumlínulaga lögun og umgjör›in er dregin fram me› kröftugum fram- og afturljósunum. Almera 1,5 - Beinskiptur - 116 hestöfl - 5 dyra 17.223 kr. á mán.* Ver› frá 1.640.000 kr. Öllum Nissan Almera sem keyptir eru í maí 2005 fylgja spoiler og álfelgur a› ver›mæti 150.000 kr. 150.000 KRÓNUM FLOTTARI! www.nissan.is Nánari uppl‡singar um Nissan bílaflotann hjá Ingvari Helgasyni fær›u á www.nissan.is Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 Hrísm‡ri 2a 800 Selfossi 482-3100 Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga 451-2230 Sæmundargötu 3 550 Sau›árkróki 453-5141 Holtsgötu 52 260 Njar›vík 421-8808 Dalbraut 2b 300 Akranesi 431-1376 Víkurbraut 4 780 Höfn í Hornafir›i 478-1990 Bú›areyri 33 730 Rey›arfjör›ur 474-1453 Óseyri 5 603 Akureyri 461-2960 Sindragötu 3 400 Ísafjör›ur 456-4540 SKIPT_um væntingar MAÍTILBO‹ Á NISSAN HJÁ INGVARI HELGASYNI *Bílasamningur Glitnis me› 30% innborgun og eftirstö›var í 84 mánu›i. Gleðibanki Evrópu Það var stórglæsileg stúlka fráGautaborg og Grikklandi sem sigraði í söngvakeppni Evrópu að þessu sinni með lagi sem óneitan- lega bar síns heimalands mót, eins og söngsveitin undirstrikaði með því að stíga grískan dans á sviðinu. Hún var líka fönguleg söngkonan frá Möltu sem lenti í öðru sæti. Hún stóð á sviðinu eins og foldgnátt fjall og flutti lagið sitt án bakradda á baðfötum eða spriklandi búka. Án tilgerðar og trixa smaug röddin yfir öll landamæri. EVRÓVISJÓN er athyglisverð og skemmtileg uppákoma, bæði keppn- in sjálf og þá ekki síður atkvæða- greiðslan á eftir. Sumir mæta þarna og telja sig vera búna að útspekúl- era hvað falli í kramið hjá öðrum. Aðrir mæta einfaldlega með það sem fellur í kramið heima hjá þeim. Sumir veðja á þjóðlega hefð, aðrir setja traust sitt á að þeir hafi með- byr alþjóðlegra tískuvinda. ÍSLENDINGAR hafa hingað til komist vel frá þessari keppni og hvorki skorið sig úr fyrir alþjóðleg hundalæti né heldur þjóðernislega sérvisku. Svíum, Dönum, Norð- mönnum og jafnvel Finnum hefur venjulega líkað vel við lögin okkar, sem segir okkur að við séum í ágætum takti við nágranna okkar. Sumir segja að landfræðileg pólitík ráði miklu í Evróvisjón og ná- grannaþjóðir klóri hver annarri á bakinu án tillits til þess hvernig söngvarnir hljóma. Líklegra er þó að sameiginlegur bakgrunnur og menningararfur ráði því að skyldar þjóðir hafi skyldan smekk fyrir tón- list og tísku og laglína frá Kýpur hljómi betur í grískum eyrum en melódía norðan frá heimskauts- baug. EVRÓVISJÓN að þessu sinni var hin besta skemmtun og hin ágætas- ta landkynning fyrir Úkraínu. Þessi litskrúðuga uppákoma er orðin sannkallaður evrópskur gleðibanki. Og að þessu sinni var athyglisvert að sjá og heyra að raddir smáþjóða yfirgnæfðu söng hinna annars vold- ugu stórvelda, því að Frakkar, Þjóð- verjar, Englendingar og Spánverjar röðuðu sér í neðstu sætin. Þetta var indæl skemmtun og mest var gaman að piltinum sem tók ömmu sína með sér í keppnina og lét hana berja trumbu. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.