Fréttablaðið - 26.05.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 26.05.2005, Síða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,56 64,86 117,98 118,56 81,07 81,53 10,89 10,95 10,05 10,11 8,83 8,89 0,60 0,60 95,94 96,52 GENGI GJALDMIÐLA 25.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 112,64 +0,20% 4 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Frestur sem gefinn var til að setja fram kröfur um eign- arréttindi vegna meðferðar þjóð- lendumála á Norðausturlandi er runninn út. Kynning á kröfum fjármálaráðherra sem og annarra sem gert hafa kröfur eða gagn- kröfur um eignarréttindi er hafin á vegum óbyggðanefndar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði og Húsavík. Kynningin stendur til 30. júní næstkomandi og skorar óbyggðanefnd á þá sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu að kynna sér gögnin hjá sýslumannsemb- ættunum, en athugasemdir verða að berast nefndinni fyrir 11. júlí næstkomandi. Óbyggðanefnd veitti fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkisins frest til fyrsta ágúst í fyrra til að lýsa kröfum sínum á svonefndu fimmta svæði, en það nær til Öx- arfjarðar- og Raufarhafnar- hrepps, Svalbarðshrepps, Þórs- hafnarhrepps, Skeggjastaða- hrepps, Vopnafjarðarhrepps, norðurhluta Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps. Þessi frestur var síðan framlengdur til síðustu áramóta. Óbyggðanefnd kannar og sker úr um mörk þjóðlendna og eignar- landa og úrskurðar um eignarrétt- indi innan þjóðlendna. - jh Erlendir fjárfestar koma a› meirihluta tilbo›a Tólf hópar munu fá tækifæri til a› gera bindandi tilbo› í Símann. Helmingur fleirra er erlendir fjárfestar, en erlendir a›ilar koma a› fleiri tilbo›um. Hópur kvenna í atvinnulífinu er á me›al fleirra sem komust í a›ra umfer›. VIÐSKIPTI Tólf hópum fjárfesta hef- ur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt fé- lagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöð- ina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboði ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Pét- urssonar, MP verðbréfum, og fjór- um stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru At- orka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straum- ur gerir tilboð ásamt breska fjár- festingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða al- mennum fjárfestum bréf í Síman- um að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt. Íslandsbanki gerir tilboð í sam- vinnu við tvö bandarísk fjárfest- ingarfélög: Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur með- al annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal ann- ars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingar- banka, Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í for- svari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. „Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð,“ sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Eng- eyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heim- ildum standa á bak við D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrver- andi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Ás- laug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi, og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bind- andi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur milli hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný sama dag. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einka- væðingarnefnd. haflidi@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is Úrskurður samkeppisráðs: Barnaaugl‡s- ingar banna›ar SAMKEPPNISMÁL Auglýsingar Um- ferðarstofu þar sem börn verða fyrir slysum voru úrskurðaðar ólöglegar af samkeppnisráði. Um- boðsmaður barna kærði auglýsing- arnar og taldi þær brot á 22. grein samkeppnislaga þar sem segir: „Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önn- ur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.“ Samkeppnisráð féllst á að auglýsingarnar brytu gegn þessari grein. Umferðarstofa hafði þegar dregið auglýsingarnar til baka. -oá Al-Kaída-liði: Hefur gefi› uppl‡singar ISLAMABAD, AP Pakistanskir emb- ættismenn greindu frá því í gær að meintur al-Kaída-liði, Abu Faraj al- Libbi sem handtekinn var fyrr í mánuðinum, hefði þegar gefið mik- ilvægar upplýsingar sem leitt hefðu til handtöku um tíu manna. Al-Libbi hefur ekki verið leidd- ur fyrir dómara og ekki er víst að meðferðin sem hann sætir sé í samræmi við alþjóðalög. Enn frem- ur hefur kvittur verið á kreiki um að al-Libbi sé ekki eins hátt settur í al-Kaída og yfirvöld segja heldur sé honum viljandi ruglað saman við annan mann, Anas al-Liby, til að sýna fram á árangur í stríðinu gegn hryðjuverkum. ■ PERSAFLÓI GÍNEA-BISSÁ VEÐRIÐ Í DAG Sænsk stjórnvöld: Brjóta gegn barnasáttmála SVÍÞJÓÐ Hópur sænskra barna- lækna heldur því fram að sænsk stjórnvöld brjóti iðulega gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna og sömuleiðis gegn sænskum útlendingalögum. Það er meðferð yfirvalda á börnum flóttafólks sem fer fyrir brjóstið á læknunum sem segja að yfirvöld hundsi æ oftar sjúkdóms- greiningar lækna þegar þessi börn eiga í hlut. Þeir segja stöðu sína óþolandi því annars vegar þrýsti yfirvöld á að þeir styðji kröfu þeirra um að vísa börnunum úr landi og hins vegar beri þeim að hlíta siðareglum lækna. ■ ÆÐSTARÁÐIÐ SKIPTIR UM SKOÐ- UN Æðstaráð klerka í Íran hefur ákveðið að heimila umbótasinnun- um Mostafa Moin og Mohsen Mehralizde varaforseta að bjóða sig fram í forsetakosningunum 17. júní. Ráðið hafði áður aðeins heim- ilað sex af þúsund frambjóðendum að bjóða sig fram en Ali Khamenei æðstiklerkur hvatti það til að end- urskoða afstöðu sína. STJÓRNARSKRÁRNEFND SKIPUÐ Sjíinn Hummam Hammoudi til- kynnti íraska stjórnlagaþinginu í fyrradag að hann myndi leiða 55 manna nefnd sem hefði þann starfa að semja drög að nýrri stjórnarskrá landsins. Frestur til að vinna verkið rennur út um miðjan ágúst. SKAMMGÓÐUR VERMIR Skamm- vinn bylting var framin í Afríku- ríkinu Gínea-Bissá í gærmorgun. Kumba Yala, forseti landsins frá 2000 til 2003, lagði þá undir sig forsetahöllina með stuðnings- mönnum sínum en þegar herinn, sem rændi af honum völdum á sínum tíma, sagði þeim að snauta burt yfirgáfu þeir höllina. ABU FARAJ AL-LIBBI 1. Advent International 2. Fjárfestahópurinn Altia sem í eru: - David Ross - Capricorn Ventures BVI - Sun Capital - TDR Capital 3. Apollo Management V, L.P 4. Fjárfestahópur sem í eru: - Atorka Group hf. - Frosti Bergsson - Jón Helgi Guðmundsson - Jón Snorrason - Sturla Snorrason 5. Fjárfestahópur sem í eru: - Burðarás hf. - Kaupfélag Eyfirðinga svf. - Ólafur Jóhann Ólafsson LLC - Talsímafélagið ehf. - Tryggingamiðstöðin hf. 6. Fjárfestahópur sem í eru: - Cinven Limited - Straumur fjárfestingarbanki 7. Fjárfestahópur sem í eru: - Exista ehf. - KB banki hf. - Lífeyrissjóður verslunarmanna - Lífeyrissjóður sjómanna - Sameinaði lífeyrissjóðurinn - Samvinnulífeyrissjóðurinn - MP fjárfestingarbanki - Skúli Þorvaldsson 8. Fjárfestahópur sem í eru: - Hellman og Friedman Europe Limited - Warburg Pincus LLC - D8 ehf. 9. Madison Dearborn Partners LLC 10. Providence Equity Partners Ltd. 11. Fjárfestahópur sem í eru: - Ripplewood - MidOcean - Íslandsbanki 12. Thomas H. Lee Partners L.P. FJÁRFESTINGARHÓPARNIR SEM GERA TILBOÐ Í SÍMANN: Einkavæðingarnefnd lauk í gær við að fara yfir óbindandi tilboð í eignarhlut ríkisins í Símanum. ÞJÓÐLENDUMÖRK Á NORÐAUSTURLANDI Þjóðlendukröfur ríkisins á Norðausturlandi eru umfangsmiklar. Þjóðlendumörk á Norðausturlandi: Kröfurnar kynntar Ný olíuleiðsla vígð: Olía til Mi›- jar›arhafs ASERBAÍDSJAN, AP Forsetar Aserbaídsjans, Georgíu og Tyrk- lands opnuðu í gær, við hátíðlega athöfn í Sangachal suður af Bakú, fyrir flutning jarðolíu um nýja leiðslu frá olíulindunum við Kaspíahaf til útflutningshafnar á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Nýju leiðslunni, sem liggur um þessi þrjú lönd, er fagnað sem áfanga að því að gera Vesturlönd minna háð olíu frá Miðausturlönd- um. Leiðslan er alls 1.760 kíló- metrar að lengd og er þess vænst að um hana verði hægt að dæla allt að einni milljón olíutunna á dag. ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.