Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 50
Algeng mistök í garðrækt Þegar menn gera mistök í garðrækt er oft auðvelt að bæta úr þeim, en í sumum tilfellum geta mistök kost- að mikla vinnu. Það hafa ekki allir svokallaða græna fingur og algengt er að gerð séu mistök í garðræktinni. En mis- tök í garðrækt er oft hægt að leið- rétta, jafnvel með lítilli fyrirhöfn. Algeng mistök í garðrækt skipta þó tugum. Algengt er að fólk velji rangar plöntur í garðinn hjá sér eða komi þeim fyrir á röngum stöðum. Sumar eru veikari gegn hvers kyns sjúkdómum, aðrar veðurþolnar, sumar þrífast best í mikilli birtu eða góðu skjóli. Í þessum tilfellum er hentugt að ráðfæra sig við sérfræð- inga, garðyrkjufræðinga eða fólk með reynslu af garðrækt. Margir garðræktendur verða að gjalda þess að planta á röngum tíma, of snemma eða of seint á árinu. Þegar slík mistök eru gerð verður það oft til þess að plönturn- ar eiga í erfiðleikum með að ná sér á strik. Einnig er algengt að plant- að sé of þétt. Þegar plöntur vaxa verður oft þröngt á þingi. Gæta verður þess að bæta garðflat- ir reglubundið með áburði, 3-4 sinnum á ári hverju, og vert að geta þess að lífrænn áburður er bestur til þess. Flestir garðræktendur láta sér nægja að setja áburð í garðinn sinn einu sinni á ári. Til samanburðar má geta þess að flatir eins og þær sem eru á golfvöllum fá áburð í hverjum mánuði. Skordýr af mörgum tegundum er að finna í görðum og ræktendur eru oft fullfljótir á sér að eitra ef þeir verða varir við skordýr í garðinum hjá sér. Sum skordýr eru skaðleg, en önnur geta verið til góðs fyrir garð- inn. Það kann ekki góðri lukku að stýra að fjarlægja nytsöm skordýr úr garðinum. Garðræktendur ættu einnig að vera vakandi fyrir því að nýta sér líf- rænan úrgang úr garði sínum í rot- kassa til að gera safnhaug og búa til næringarríka mold. Vel gerð garðmold getur skipt sköpum fyrir ræktun í garðinum. Garðmold er fullstaðin eða rotnuð þegar hráefn- ið er orðið óþekkjanlegt og hún á að vera dökk á lit og laus í sér. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { HÚS & GARÐAR } ■■■ 11 Ál grátt Hvítt Svart granít Hvítur marmari Álklæðningar frá ALPOLIC er góð lausn á klæðningum, úti sem inni. Ýmsir litir og steinalíki. Stórhöfða 33 Sími: 577 4100 Kynnið ykkur verð og liti lakkhú›un 0,5 mm álhú› steinefna kjarni 0,5 mm álhú› undirlag Umhverfisvænt Álklæðning er augnayndi Sumar plöntur þurfa mikla vökvun. Alhliða viðgerðaþjónusta fyrir iðnaðarmanninn Súðarvogi 20 • 104 Reykjavík Sími: 577 3050 • Gsm: 897 4417 tv@btnet.is GARÐYRKJA Á ÍSLANDI Fyrstu áreiðanlegu sög- ur af garðyrkju á Ís- landi eru frá því um miðja 17. öld þegar Gísli Magnússon, sýslu- maður í Fljótshlíð, hóf tilraunir með ræktun á korni, kúmeni og grænmeti. Upphaf garðyrkju miða margir við fyrstu skipulögðu jarðeplatilraunir Björns Halldórssonar á Sauðlauksdal á ofanverðri 18. öld. Snemma á 19. öld fóru bændur við Eyjafjörð að planta trjám við bæi sína og á árun- um 1820-30 voru gróðursett birkitré og reynivíðir á Skriðu, Lóni og Forn- haga í Hörgárdal. Upp úr 19. öld fóru ýmsir áhugamenn um trjárækt að rækta innfluttar tegundir í görð- um við heimili sín, jafnan sunnan undir húsvegg þar sem sólar naut í ríkasta mæli. Elsti skrúðgarður sem varðveist hefur hér á landi, er Land- fógetagarðurinn í Reykjavík. Á fyrstu áratugum 20. aldar fór þeim fjölg- andi sem lögðu stund á trjárækt og garðyrkju og sömuleiðis fjölgaði þeim sem lögðu stund á nám í þeim fræðum. Í dag skipta þeir þúsundum garðræktendurnir á Íslandi, áhuga- menn jafnt sem atvinnumenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.