Fréttablaðið - 26.05.2005, Page 37

Fréttablaðið - 26.05.2005, Page 37
8 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR   Vorum að taka upp helling af nýjum vörum GLÆSILEGUR SUMARFATNAÐUR Mokkasínur. Ha? Hvað er nú það? Æi já, skórnir sem gúmmítöffararnir klæddust fyrir mörgum árum til að heilla kvenþjóðina. Mikið rétt. En mokkasínur eru komnar aftur í tísku í öllu sínu veldi og nú eru það ekki bara gúmmítöffararnir sem fá veiðileyfi á mokkasínurnar heldur gjörsamlega allir. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að mokkasín- ur yrðu eitt það heitasta í sumar? Mokkasínur hafa verið að- hlátursefni tískufrömuða síðast- liðin ár en nú er breyting á. Skó- verslanir heimsins eru fullar af alls kyns fallegum mokkasínum og í hverju tískutímaritinu á fætur öðru er fólk hvatt til að skreyta fætur sínar með mokkasínum. Ótrúlegt en satt. Mokkasínur í indjánastíl eru það heitasta þessa dagana og eiga þær helst að vera eins skærar og hægt er. Fallegar klassískar leður- og rúskinnsmokkasínur eru líka inni fyrir þessa hefðbundnu þannig að það ættu í raun og veru allir sem vettlingi geta valdið að finna mokkasínur eftir sínu höfði. Þess vegna er óþarfi að hlæja að mokkasínum lengur og hafa helstu tískuhönnuðir heims þurft að éta ofan í sig stóru orðin og hanna mokkasínur til að anna eftirspurn. Góðar mokkasínur eru líka næstum því gulls ígildi. Mokkasínur úr ekta rúskinni eða leðri eru afskaplega þægilegar fyrir þreytta fætur og það fást varla þægilegri skór á markaðin- um. Finnst ekki líka öllum hræði- lega leiðinlegt að reima? Mokkasínur leysa einmitt það hvimleiða vandamál listilega vel. lilja@frettabladid.is Dömumokkasínur á 13.990 krónur í Kron. Töff litaðar herramokkasínur á 12.990 krónur í Kron. Ofursvalar herramokkasínur á 9.400 krónur í Bianco Footwear. Camper dömumokkasínur á 11.990 krónur í Kron. Mokkasínur voru afar vinsælar á níunda áratugnum meðal hjartaknúsara eins og Michaels Jackson og Dons Johnson en sá fyrrnefndi var iðulega í mokkasínum. Hefðbundnar mokkasínur með slaufu á 5.400 krónur í Bianco Footwear. Smart sumar- mokkasínur á 12.995 krónur í Steinari Waage. Svartar og hvítar Camper mokkasínur fyrir herra á 12.990 krónur í GS Skóm. Ljósar og hlébarðamokkasínur í indjánastíl á 4.990 krónur í GS Skóm. Klassískar brúnar herramokkasínur á 10.995 krónur í Steinari Waage. Rauðar dömu- mokkasínur á 13.995 krónur í Steinari Waage. Finnst ekki öllum leiðinlegt að reima?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.