Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 77
Hljómsveitin Byltan heldur tónleika í kvöld ásamt hljómsveitunum Jeff Who og Jan Mayen. Byltan hét áður Blúsbyltan og spilaði aðal- lega blúsað rokk. „Við tókum blúsinn og færðum hann í rokk en smám saman fór blúsinn úr tónlistinni og nú spilum við melódískt rokk. Þetta eru fyrstu tónleikarnir okkar í langan tíma, við höfum verið að æfa nýtt efni og erum því að frumflytja fullt af nýjum lögum þarna á fimmtudaginn og ákváðum að fá með okkur tvö massív bönd,“ seg- ir Birgir Ísleifur Gunnarsson en hann syngur og spilar á píanó með Byltunni. Ásamt honum spila þeir Nonni Kjuði á trommur, Gismo á bassa, Tobbi á hljómborð og Smári Blumenstein á gítar. „Við höfum spilað saman í um tvö ár núna í sumar og spilum einungis frum- samið efni. Ég sem lögin og textana og við vinnum svo lögin í sam- einingu. Þetta byrjaði eiginlega allt þegar ég, Nonni og Smári unnum saman að tónlist sem ég samdi fyrir leikrit í MH. Við ákváðum svo að stofna bandið en nokkrar mannabreytingar hafa orðið síðan þá.“ Þeir hafa fengið eitt lag í spilun í útvarpinu og er það lagið Enginn lúxus. „Það er annað lag á leiðinni í útvarpið, vonandi í næstu viku. Við erum svo að vinna í upptökum og ætlum að reyna að gera eitt- hvað úr þeim, við skulum vona að það sé ekki of langt í fyrstu plötuna okkar því við erum löngu komnir með nóg efni.“ Tónleikarnir á fimmtudaginn eru haldnir á Gauk á Stöng, hefjast upp úr tíu og kostar einungis 500 krónur inn. > Plata vikunnar ... GORILLAZ: Demon Days „Damon Albarn reyn- ir að gera hina full- komnu poppplötu. Niðurstaðan er persónulegt meist- arastykki, það besta sem hann hefur skilað af sér á löngum og blómlegum ferli.“ BÖS 44 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR Weezer: Make Believe „Weezer reynir að gera hina fullkomnu poppplötu. Niðurstaðan er versta plata sveitarinnar frá upp- hafi. Nördarnir eru því miður að eldast illa.“ BÖS Nine Inch Nails: With Teeth „Trent Reznor snýr aftur með þriðja meistarastykki sitt í farteskinu. Skotheld plata sem ætti að festa hann í sessi sem einn merkasta tónlistarmann okkar tíma.“ BÖS Garbage: Bleed Like Me „Garbage skilar af sér sinni verstu plötu frá upp- hafi. Hér er ekkert spennandi á ferð, sándið ná- kvæmlega eins og áður og lögin alveg fáránlega pirrandi. Hvað gerðist eiginlega?“ BÖS Hildur Vala: Hildur Vala „Það á greinilega vel við Hildi Völu að syngja róleg lög þar sem gullfalleg rödd hennar nýtur sín svo vel. Þó að lögin á plötunni séu ekki öll jafngóð híf- ir Hildur Vala þau flest upp til skýjanna með söng sínum.“ FB Death From Above 1979: You're a Woman, I'm a Machine „Það var frábær rokkdúett frá Kanada sem bjó til þessa bráðskemmtilegu plötu, aðeins með tromm- um, bassa, smá hljóðgervlum og söng. Virkilega orkumikil og spennandi frumraun.“ BÖS Hot Hot Heat: Elevator „Önnur eiginleg breiðskífa Hot Hot Heat inniheld- ur svipað magn af glaðlegum tónum, en ekki sama magn af ferskleika og frumraun þeirra. Sæmilegasta plata samt, sem vex við hverja hlust- un.“ BÖS Fischerspooner: Odyssey „Týndu prinsarnir í bandarísku raftónlistarsenunni snúa aftur eftir þriggja ára útgáfuþögn. Biðin var þess virði, og platan það besta sem þeir hafa gert.“BÖS Athlete: Tourist „Breska sveitin Athlete tekur við kyndlinum þar sem Snow Patrol lagði hann frá sér. Sæmilegasta hljómsveitarpopp eftir bresku hefðinni, sem virkar svo auðvitað sérstaklega leiðingjarnt við ítrekaða hlustun.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR [ TOPP 20 ] X-IÐ 977 - VIKA 30 TRABANT Nasty Boy THE CORAL In the Morning BECK Girl U2 City of Blinding Lights COLDPLAY Speed of Sound 1 2 3 4 5 System of a Down er ein merkasta rokksveit heimsins í dag. Nýlega kom út platan Mezmer- ize, sú fyrri í tvíleik sveitarinnar. Freyr Bjarnason rifjaði upp feril harðjaxlanna í System of a Down. Rokkararnir í System of a Down ætla að taka tónlistarárið 2005 með trompi. Nýlega kom út þriðja hljóðversplata sveitarinnar, Mez- merize, og undir lok ársins er síð- an væntanleg seinni platan í tví- leik þeirra, Hypnotize, en báðar plöturnar voru teknar upp á sama tíma á síðasta ári. Neðanjarðarfylgi í L.A. System of a Down var stofnuð í suðurhluta Kaliforníu um miðjan tíunda áratuginn. Stofnmeðlim- irnir, sem eru af armenskum upp- runa, voru söngvarinn Serj Tank- ina, gítarleikarinn Daron Malaki- an, bassaleikarinn Shavo Odadji- an og John Dolmayen sem lemur húðir. Hljómsveitin fékk fljótt umfangsmikið fylgi í neðanjarð- arsenunni í Los Angeles og allir virtust hafa nafn sveitarinnar á vörum sér. Sveitir á borð við Korn og Deftones minntust á System of a Down í viðtölum og eftir að þriggja laga demó-plata með sveitinni var tekin upp fóru vin- sældir hennar smám saman að aukast víða í Bandaríkjunum, Evrópu og á Nýja-Sjálandi. Eitthvað nýtt Sumarið 1998 kom út fyrsta plata System of a Down, samnefnd henni, sem hlaut mjög góðar við- tökur. Strax var ljóst að þarna var eitthvað nýtt á ferðinni og lögin Sugar og Spiders voru góður vitn- isburður um það. Þremur árum síðar var komið að næstu plötu, Toxicity, sem átti heldur betur eftir að slá í gegn. Með lög á borð við titillagið Aerials og að sjálf- sögðu Chop Suey! að vopni varð Toxicity að metsöluplötu um allan heim og hefur hún nú selst í tæp- lega sex milljónum eintaka. Í nóvember 2002 gaf System of a Down síðan út plötuna Steal This Album sem hafði að geyma óút- gefin og sjaldheyrð lög með sveit- inni. Þótti hún ekki síður kröftug en fyrri plöturnar. Þrjátíu lög í sarpinum Á síðasta ári fór System of a Down í hljóðver á nýjan leik með sama upptökustjóra og áður, hinn þekkta Rick Rubin. Honum til að- stoðar var gítarleikarinn Malaki- an. Upptökurnar gengu svo vel fyrir sig að þeir félagar höfðu úr þrjátíu lögum að velja. Í stað þess að gefa út tvöfalda plötu var ákveðið að skipta útkomunni í tvennt og gefa út tvær plötur með um það bil hálfs árs millibili und- ir nöfnunum Mezmerize og Hypnotize. Pólitískir textar Með Mezmerize er ljóst að Syst- em of a Down hefur fest sig ræki- lega í sessi sem ein fremsta og jafnframt framsæknasta rokk- sveit heimsins í dag. Eins og áður er þar í aðalhlutverki hratt en kaflaskipt rokkið, sem hægist á með jöfnu millibili svo hlustendur fái tíma til að andai. Einnig býr sveitin enn yfir þeim hæfileika að geta komið á óvart, sem er eitt- hvað sem fáar rokksveitir geta státað af. Textarnir eru pólitískir og fjalla m.a. um misrétti gagnvart minnihlutahópum í Bandaríkjun- um og stríðsrekstur. Í B.Y.O.B. (Bring Your Own Bombs) spyrja þeir til að mynda hvers vegna þeir fátæku séu ávallt sendir í stríð og í Lost in Hollywood gagnrýna þeir kvikmyndaborgina harðlega fyrir að svíkja fólk hvað eftir annað og gera lítið úr því. Tónleikaferð System of a Down um Evrópu hefst annað kvöld í Lissabon í Portúgal og í byrjun ágúst fer sveitin síðan í tónleikaferð um Norður-Ameríku, þar sem liðsmenn The Mars Volta verða sérstakir gestir hljómsveit- arinnar. ■ Andfélagslegur kraftur SYSTEM OF A DOWN Platan Mezmerize kom nýverið út og hefur hlotið góðar viðtökur. tonlist@frettabladid.is Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Lokbrá: Army of Soundwaves, Hot Damn!: The Big'n Nasty Groove O'Mutha, System of a Down: Mezmerize, Gorillaz: Demon Days, Antony and the Johnsons: I am a bird Now, Queens of the Stone Age: Lullabies to Paralyze, Oasis: Don't Believe the Truth og Eels: Blinking Lights and Other Revelations. > Lo kb rá > H ot D am n! Byltan rokkar á n‡ > Popptextinn ... „Everybody's going to the party, have a real good time. Dancing in the desert blowing up the sunshine.“ Liðsmenn System of a Down láta andúð sína á Íraksstríðinu í ljós á kaldhæðinn hátt í lag- inu B.Y.O.B af plötunni Mezmerize. Tónleikar bandaríska rapparans Snoop Dogg verða haldnir í Egilshöll þann 17. júlí, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir rúmum tveimur mánuðum. Sögu- sagnir hafa verið um að ekkert myndi verða af tónleikunum. Töluverð óvissa hefur verið um hverjir muni standa að tón- leikunum og nú virðast allar lík- ur vera á að Þorsteinn Stephen- sen og félagar hjá Hr. Örlygi verði ekki með í dæminu. Aftur á móti er öruggt að tónleikarnir verða haldnir og aðeins á eftir að ganga frá nokkrum lausum end- um, m.a. hvort einhverjir fleiri listamenn komi með Snoop til Ís- lands, en fyrr verður opinber til- kynning um tónleikana ekki gef- in út. Tónleikar Snoop á Íslandi eru liður í tónleikaferð hans um Evr- ópu til að fylgja eftir nýjustu plötu hans, R&G: The Masterpi- ece, sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Snoop hefur gert garð- inn frægan með lögum á borð við Gin & Juice, What's name, Drop it like its hot, Beautiful og Murder Was The Case. Íslenskir tónlistaráhugamenn eiga vafalít- ið eftir að flykkjast á tónleika hans í Egilshöllinni í sumar. ■ BYLTAN Strákarnir í Byltunni spila á Gauk á Stöng í kvöld ásamt hljómsveit- unum Jeff Who og Jan Mayen. SNOOP DOGG Rapparinn heimsfrægi heldur tónleika í Egilshöll 17. júlí. TRABANT Hljómsveitin Trabant heldur efsta sæti X-listans með lag sitt Nasty Boy. Baráttunni um Snoop a› ljúka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.