Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 27
Á húsnæðisláni eða yfirdrætti Ef einhverjir héldu að með nýjum húsnæðis- möguleikum og endurfjármögnun óhagstæðra lána myndu Íslendingar ná stjórn á fjármálum sínum, þá var það misskilningur. Yfir- drátturinn sem þurrk- aður var út með end- urfjármögnun hús- næðislána er aftur kominn í fyrra horf og landinn lifir sem fyrr um efni fram. Á sama tíma eru bílar auglýstir sem aldrei fyrr og seljast vel og var þó bílaeign á fólk á bílprófsaldri með því hæsta sem gerist í heiminum. Þar sem fleiri en einn bíll er á heimili hljómar nú: „Ég ætla að skreppa á bílnum. Hvort á ég að fara á hús- næðisláninu eða yfirdrættinum?“ KB banki orðaður við kaup Hlutabréf í verðbréfamiðlunarfyrirtækinu WH Ireland tóku stökk eftir að 8,17 prósenta hlutur skipti um hendur. Grunur var á breska mark- aðnum um að keppi- nautur félagsins, Charles Stanley, væri á bak við kaupin. Næst- ur á lista grunaðra var svo Kaupþing banki, en bankinn leitar að verðbréfafyrirtæki til þess að styrkja þann þátt starfseminnar í London. WH Ireland er sjálf- stætt miðlunarfyrirtæki og á að baki 150 ára sögu í Manchester. Slíkum fyrirtækjum hefur farið fækkandi. Teather and Greenwood var keypt af Landsbankanum og ekki ólíklegt að KB banki bæti einu slíku í safnið sitt fljótlega. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.008* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 139 Velta: 2.158 milljónir -0,11% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Aðalfundur Tryggingamiðstöðvar- innar var haldinn í gær. Páll Þór Magnússon og Kjartan Broddi Bragason voru kjörnir nýir í stjórn. Þau Geir Zoega, Guðbjörg M. Matthías- dóttir og Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson voru endurkjörin. Ragnar Marteinsson lætur af störf- um sem framkvæmdastjóri Teymis í lok mánaðarins. Við starfinu tekur Sig- þór Samúelsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins. Hlutabréf í Japan lækkuðu í gær. Nikkei-vísitalan féll um 1,07 prósent í Tókíó. Verð á sjávarafurðum á heimsmark- aði lækkaði um 0,8 prósent milli mars og apríl. Áður hafði verðið hækkað átta mánuði í röð. Greint var frá þessu í Morgunkorni Íslandsbanka. 26 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR Gjöld FL Group aukast meira en tekjur félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins. FL Group stefnir að því að selja þrjár Boeing 757 flug- vélar og leigja þær aftur. Verðmæti þeirra er rúm- lega þrír milljarðar króna. Hagnaður FL Group nam 25 millj- ónum króna fyrstu þrjá mánuði árs- ins og var yfir væntingum meðal- talsspá bankanna, sem gerði ráð fyrir neikvæðri afkomu að upphæð 193 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé næst- besta afkoman á þessum ársfjórð- ungi í sögu félagsins. Bæði velta félagsins og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er minni en spár bankanna gerðu ráð fyrir. Hagnaður af fjárfestingarstarf- semi FL Group var 1,8 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi og vega bréf félagsins í easyJet þar þyngst. Gengishagnaður félagsins af easyJet er orðinn meiri en millj- arður á yfirstandandi ársfjórðungi. Velta félagsins jókst um rúm- lega sjö prósent á ársfjórðungnum frá fyrra ári og voru rekstrartekj- ur tæpir átta milljarðar króna. Veltuaukningin er fyrst og fremst tilkomin vegna aukningar í far- þegaflugi Icelandair og starfsemi Ferðaskrifstofu Íslands. Rekstrargjöld jukust um tæp 11 prósent milli ára og orsakast fyrst og fremst af hærri launakostnaði og hærri eldsneytiskostnaði. Rekstrargjöld félagsins námu tæp- um níu milljörðum króna. Rekstr- artap fyrir fjármagnsliði nam tæp- um 1,6 milljörðum króna. Flugvélakaup FL Group á fyrsta ársfjórðungi breyta efnahags- reikningi félagsins mikið og námu eignir félagsins 61 milljarði króna í lok mars. Áhrif af þessum kaupum eru ekki komin inn í rekstrarreikn- ing félagsins að neinu marki. Handbært fé frá rekstri var 1,4 milljarðar króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og er handbært fé í lok tímabilsins 9,3 milljarðar króna. Að auki átti félagið mark- aðsverðbréf fyrir tæpa 13 millj- arða króna. FL Group stefnir að því að selja fjórar 757 Boeing flugvélar til fé- laga sem verða að hluta til í eigu fé- lagsins sjálfs. Þrjár af fjórum verða svo leigðar aftur til FL Group. Ragnhildur Geirsdóttir, for- stjóri FL Group, segir söluna þó ekki fullfrágengna. Ráðgert er að selja þrjár eldri flugvélar sem nú þegar eru í eigu FL Group og að ein vél verði keypt til viðbótar. Vélarn- ar eru metnar á rúma þrjá millj- arða í efnahagsreikningi félagsins. dogg@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 42,50 -1,16% ... Atorka 5,96 - 0,67% ... Bakkavör 33,80 -0,59% ... Burðarás 14,00 -0,71% ... FL Group 14,40 +0,70% ... Flaga 5,00 – ... Íslandsbanki 13,15 – ... KB banki 523,00 +0,19% ... Kögun 61,70 -0,16% ... Landsbankinn 16,10 – ... Mar- el 56,50 +0,89% ... Og fjarskipti 4,12 -0,96% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,75 +0,43% ... Össur 79,00 - Gengishagnaður vegur upp rekstrartap Marel 0,89% FL Group 0,70% Straumur 0,43% Actavis -1,16% Og fjarskipti -0,96% Burðarás -0,71% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Greiningardeild Íslandsbanka segir í Morgunkorni í gær að fréttir af hugsanlegum stóriðju- framkvæmdum muni hafa áhrif á aðgerðir Seðlabankans í peninga- málum. Líklegast er að bankinn hækki stýrivexti meira en áður var búist við. „Spurningin er hvernig en ekki hvort væntanlegar stóriðju- framkvæmdir hafi áhrif á pen- ingastjórnunina á næstunni,“ segir í Morgunkorninu. Seðla- bankinn mun þó ekki reikna með slíkum framkvæmdum í spám sínum fyrr en allri óvissu um þær hefur verið eytt. Hins vegar hafa væntingar um framkvæmdirnar áhrif á hegðun annarra á markaði, eins og þegar hefur komið fram í um fjögurra prósenta gengis- hækkun krónunnar frá því í upp- hafi síðustu viku. Ingólfur Bender, forstöðumað- ur greiningardeildar Íslands- banka, segir að áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir hafi bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðing- ar fyrir hagkerfið. „Við höfum margoft bent á að hið neikvæða í þessu er að raungengi krónunnar stendur hátt og það skerðir veru- lega samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sem keppa við erlend,“ segir hann. Hann segir hættuna við áfram- haldandi stóriðjuframkvæmdir meðal annars felast í því að út- flutningsiðnaðurinn veikist með- an á þeim standi og það geti orðið til þess að við lok slíkra fram- kvæmda ríki atvinnuleysi og sam- dráttur í efnahagslífinu. - þk Fleiri fjármálafélög kynnu að hafa áhuga á að eignast Skandia að öllu leyti eða að hluta til en eins og kunnugt er á Old Mutual í við- ræðum við stjórn Skandia. Talið er að Nordea, stærsti banki Norð- urlandanna, hafi áhuga að eignast starfsemi Skandia á Norðurlönd- unum, einkum líftryggingahlut- ann og jafnvel Skandia-bankann, en bæði Old Mutual og Friends Provident líta girndaraugum á bresku starfsemina. Fjármála- starfsemi Skandia á Bretlandseyj- um er sögð vera um 180 milljarða króna virði, samkvæmt heimild- um Reuters-fréttastofunnar, en 60 prósent af hagnaði Skandia koma þaðan. Einnig er orðrómur á kreiki um að Morgan Stanley sé að vinna að skýrslu fyrir Skandia um þrjú meginsvið fyrirtækisins. Gæti það bent til þess að stjórn Skandia ætli sér að búta félagið niður. Björn Wahlroos, forstjóri Sampo, hefur útilokað það við finnska dagblaðið Kauppalehti að Sampo hafi áhuga á að eignast Skandia. - eþa Meiri vaxta- hækkanir líklegar Áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir myndu hafa veruleg áhrif á efnahagslífið. INGÓLFUR BENDER Forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka segir áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI FLEIRI ÁHUGASAMIR Talið er að fleiri en Old Mutual hafi áhuga á að eignast Skandia að öllu leyti eða að hluta til. Þar hefur Nordea verið nefnt til sögunnar. Vilja fleiri Skandia? SPÁR OG AFKOMA FL GROUP Hagnaður 25 Spá Íslandsbanka -11 Spá KB banka -341 Spá Landsbanka -226 Meðaltalsspá -193 RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR FORSTJÓRI FL GROUP Næstbesta afkoma FL Group á fyrsta ársfjórðungi í sögu félagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M * TÖLUR FRÁ 15,40 Í GÆR. NÝJUSTU TÖLUR Á VÍSI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.