Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 47

Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 47
Kirkjulundi17, v/Vífilstaðaveg, 210 Garðabær S-565-3399 www.signature.is Trjáplöntusalan Mosskógur Mosfellsdal Opið 9 – 19 alla daga • símar: 5668121 og 6636173 Mikið úrval af víðiplöntum og öðrum trjám Grænmetismarkaðurinn opnar um miðjan júlí                   Garðplöntusala Ísleifs Sumarliðasonar Bjarkarholti 2 Mosfellsbæ Sumarblóm bakkaplöntur tré rósir og runnar Blátoppur 490 Geislasópur 890 Hansarósir 490 Lingrósir 1890 Stórar Bergfurur Stafafurur og lerki frá hallormstað s.566-7315 Opið 10-19 Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 2050 • Fax: 577 2055 • formaco@formaco.is • www.formaco.is Viltu skjól á svalirnar þínar ? Fáðu tilboð frá sölumönnum okkar! Með svalagleri frá færð þú: MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ HLJÓÐEINANGRUN SKJÓL ÖRYGGI AUÐVELD ÞRIF HITA 8 ■■■ { HÚS & GARÐAR }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Ef tala má um breytingu á skipu- lagi grænna svæða eða útivistar- svæða miðað við það sem gilti fyrir nokkrum tugum ára mætti segja að þau séu mun betur skilgreind í dag og að á þeim fari fram fjölbreyttari starfsemi. Hvert slíkt svæði hefur sitt sérkenni og við viljum að íbúar geti gengið að þeim vísum. Í nútíma skipulagi er mikil áhersla lögð á að tryggja góða tengingu milli útistist- arsvæða borgarinnar. Íbúum sé gert auðvelt að ferðast á milli þeirra án þess að lenda á umferðaræðum bif- reiða. Þegar sú er raunin er vandinn oft leystur með göngubrúm,“ segir Björn Axelsson, umhverfisstjóri á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. „Oft hefur verið kvartað undan því að útivistarsvæði séu eða hafi verið vannýtt í Reykjavík. Útivistarsvæði eru ekki statísk fyrirbæri sem ekki má breyta eða lítið gera á þeim. Að mínu áliti eru mörg þeirra svæða í Reykjavík of stór og margt hægt að gera til þess að gefa þeim líf. Settar hafa verið fram hugmyndir um betri nýtingu þeirra í þemahefti og fylgi- skjali með aðalskipulagi Reykjavík- urborgar fyrir árin 1996-2116. Í því eru mörg græn svæði skilgreind betur frá því sem áður var. Laugar- dalur er til dæmis talinn til mann- vistarumhverfis, Elliðaárdalur nátt- úrulegt umhverfi og Fossvogurinn skilgreindur sem manngert um- hverfi. Græn svæði eða útivistar- svæði gegna því hlutverki að skapa andrými fyrir íbúana. Þessi svæði hafa verið að opnast með virkum tengingum á milli þeirra undanfarin ár. Unnið hefur verið markvisst að því að koma öll- um tengingum í lag og gert stórátak í merkingu þeirra með skiltum. Nokkuð hefur verið kvartað undan því að ekki sé nægileg tenging á milli bæjarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, sérstaklega frá Reykjavík í Kópavog. Unnið er markvisst að því að bæta þetta. Í nútímanum eru settar fram kröfur um að boðið sé upp á aðstöðu svo sem fyrir BMX-hjól eða hjólabretti, lagðar fjallahjólabrautir eða ámóta svæði. Í mörgum tilfellum er hægt að verða við þeim kröfum með betri nýtingu útivistarsvæða sem þegar eru til staðar.“ Fréttablaðið/G VA Laugardalurinn er talinn til mannvistarumhverfis. Limgerðum fækkar á kostnað trjáþyrpinga Skjólveggir eða girðingar hafa gert það að verkum að fólk telur minni þörf á limgerðum í görðum sínum. Í staðinn hefur færst í vöxt að koma af stað trjá- eða blómþyrpingum. „Í limgerðum hefur víðirinn alltaf verið nokkuð vinsæll en það sem er að hverfa úr görðum er gljávíðir- inn, sem hefur nánast dáið út á Ís- landi vegna ryðsveppsins. Í staðinn hafa menn oft kosið viðju, víðiteg- und sem er mjög harðger og gott að klippa hana. Hún hefur verið nokk- uð laus við sýkingar. Fólk hefur einnig valið gljámispil í minni görðum eða heggstaðavíði þar sem vinda og seltu gætir, hún er tölu- vert veðurþolin planta,“ segir Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali. „Plöntunotkun hefur breyst mikið á Íslandi á undanförn- um árum vegna þess hve mikið er komið af skjólveggjum og girðing- um ýmiss konar. Í stað limgerðanna hefur fólk búið til trjáþyrpingar eins og sírenur, kvisti af ýmsum tegundum eða toppa eins og blá- topp og gultopp. Runnarósin hefur einnig náð vinsældum vegna þess hve harðger planta hún er.“ Lára gat þess að í grónum görðum gæti að líta ýmsar sígrænar plöntur sem fyrir tíu árum voru garðskála- plöntur. „Hlýnandi veðurfar hefur þar eflaust eitthvað að segja. Einnig eru rósakirsuberjatré að sækja á en þau blómstra á vorin. Þau eru ætt- uð frá Kúrileyjum norðan við Jap- an. Mikil fjölbreytni er einnig í ræktun í pottum á veröndum eða sólpöllum. Þar má nefna geislasóp- inn og gullregn, sígrænar plöntur eins og fagursýprus sem er mikið notað í pottum,“ segir Lára. Segja má að garðar af þessari tegund tilheyri fortíðinni. Fjölbreytt starfsemi og andrými fyrir íbúana á grænum svæðum Svæðin eru nú mun betur skilgreind en áður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.