Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 75
42 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR VEITINGASTAÐURINN SJÁVARKJALLARINN AÐALSTRÆTI 2, 101 REYKJAVÍK Kristján Hreinsson skáld nefnir norska kjötsúpu þegar hann er inntur eftir uppáhaldsmatnum sín- um. Kjötsúpuna lærði hann að út- búa í Noregi þegar hann bjó þar en súpan er einn af þjóðarréttum Norðmanna. „Þetta er eldgömul uppskrift sem er mikið elduð í Noregi. Mér finnst þessi réttur æðislegur,“ segir Kristján. Hann segist hafa neyðst til að læra réttu handtökin í eldhúsinu því hann hafi búið með konum sem kunnu ekki að sjóða vatn. „Þegar ég lenti í vandræðum í eldhúsinu hringdi ég í mömmu og fékk upplýsingar þegar ég vissi ekki hver var næsti leikur í stöðunni eða allt var að brenna við. Það gafst alltaf vel.“ Í dag er þetta öðruvísi á heimili Kristjáns. Hann og eiginkona hans skipta eldamennskunni bróðurlega á milli sín. „Þegar mikið er að gera hjá mér eldar hún og þegar hún er önnum kafin elda ég. Það versnar hins- vegar í því þegar það að brjálað að gera hjá okkur báðum.“ Um jólin og á öðrum stórhátíð- um sér Kristján um eldamennsk- una. „Mér finnst viss upphefð í því að fá að elda um jólin. Þetta eru einu skiptin sem ég fíla mig frekar sem kokk en skáld,“ segir hann og brosir. Kristján segist ekki gera miklar kröfur um flókna matar- gerð heldur kunni hann betur að meta einfalda rétti. „Ég er mjög hrifinn af karrý, hvítlauk og kórí- ander. Ég get galdrað ýmislegt fram ef ég hef þessa þrennu við höndina.“ Kristján elskar plokkfisk, saltfisk og þverskorna ýsu. „Og svo þess á milli er bara skyr og skætingur,“ segir hann og bæt- ir við að hann sé ekkert feiminn við smjör og tólg. „Fiskur með hamsatólg er kónga- fæði,“ segir hann hlæjandi. Krist- ján segist ekki elda öðruvísi fæði á sumrin en veturna. Það spili helst inn í hvort mikið sé að gera hjá honum. „Núna er matur algert aukaat- riði því ég hef mjög mikið að gera, en ég er að skrifa bók um Pétur Kristjánsson og svo er ég að búa til texta við lög og ýmislegt fleira. Ég reyni þó að muna eftir því að borða.“ Kristján byrjar alltaf á því að skera kjötið í bita og snyrta það. Ef hann er með súpukjöt hefur hann beinið og allt með. Hann byrjar á því að leggja kjötið í pottinn og stráir hveiti yfir og hvít- káli yfir það. Þetta endurtek- ur hann tvisvar í viðbót eða þangað til kjötið og hvít- kálið klárast. Pip- arnum og saltinu er stráð yfir efsta lagið og vatninu hellt yfir allt. Þetta er látið malla á eldahellu í tvo klukkutíma á lágum hita. Inn á milli er froðunni fleytt af. Norsk skáldakjötsúpa SKÁLDIÐ Í SKERJAFIRÐINUM Kristján Hreinsson kann að matbúa heimsins bestu kjötsúpu sem er ættuð frá Noregi. Kjörið í útskriftarveisluna Hvaða matar gætir þú síst verið án? Það sem er sérstakt við minn matseðil er að ég verð að fá eitt mjólkurglas á dag og helst tvö. Það má segja að ég sé haldin hálfgerðri mjólkurfíkn. Fyrsta minningin um mat? Mér er sagt að ég hafi bara viljað heitan mat sem barn og kallað það að það væri enginn matur ef hann var ekki heitur. Fyrsta minningin er því um fisk og kartöflur. Þegar ég var barn tíðkaðist ekki annað en soðinn eða steiktur fisk- ur. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Þegar ég var nýbúin að eiga yngri son minn var mér boðið í mat til vinafólks okkar, Hönnu Kristínar Guðmundsdótt- ur og Sveins Grétars Jónssonar. Ég var búin að vera mikið ein heima með ný- fædda barnið og lít- ið farið út meðal fólks og var því ákaflega glöð með boðið. Á boðstólum var indverskt tandoori lamb með rosa- lega góðri sósu sem ég gleymi aldrei. Eftir matinn var ég sannfærð um að þetta hefði verið besta máltíð sem ég hefði fengið en ég held að félags- skapurinn hafi líka spilað stórt hlut- verk. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, ég borða ekki siginn fisk eða kæsta skötu og er mjög vandlát á þorramatinn. Ég vil ferskan mat, ekki skemmdan og gamlan. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Þegar ég elda réttinn hennar Hönnu Kristínar vinkonu minnar finnst mér ómissandi að setja saffran út á hrís- grjónin. Þetta er einn af leyndar- dómunum sem ég hef lært af henni. Síðasta saffranskammtinn keypti ég í Palestínu þegar ég var þar á ferð. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Mér líður yfirleitt alltaf vel. Ég er lítið fyrir drasl eins og kex og kökur. Ég legg mikið upp úr því að fá mat og hef hollan smekk. Ég á mjög bágt með að borða sætindi því mig verkj- ar í kinnarnar af þeim. Mér líður því best þegar ég borða ferskan og góðan mat. Margir öfunda mig af þessu en þetta er þó alls ekkert megrunartengt, ég hef bara alltaf verið svona. Hvað áttu alltaf í ís- skápnum? Mjólk, brauð, ost, smjör og skyr. Síðustu mánuðina hefur skyr.is verið ómissandi hjá vissu heimilisfólki. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Ég myndi leggja mest upp úr því að hafa nóg af vatni. Annars myndi hafa með mér nýjan fisk og kartöflur og örlítið af bræddu smjöri. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Skrítnasti réttur sem ég hef séð var í Kína á dögunum. Það voru marglyttur og strimlar af nýfæddum grísum saman á fati. Ég smakkaði þetta reyndar ekki en þetta var skrýtið í sjón. Á námsárun- um fórum við hjónin til Grikklands. Við vorum svo blönk og mikið að spara að við borðuðum bara þriðja hvern dag. Í Grikklandi fengum við okkur kolkrabba sem við tuggðum fram á nótt og urð- um fyrir þó nokkrum vonbrigðum. Seinna hef ég smakkað hann og fund- ist hann ekki slæmur. MATGÆÐINGURINN JÓNÍNA BJARTMARZ ALÞINGISMAÐUR Hvernig er stemningin? Sjávarkjall- arinn er einn af mest trendí veitinga- stöðunum í Reykjavík. Hann er smekklega innréttaður með náttúru- steini, flottri lýsingu og austurlensk- um áhrifum. Kúnnahópur Sjávar- kjallarans er afar fjölbreyttur, allt frá ástföngnum pörum upp í harða við- skiptamenn. Það ríkir yfirleitt góð stemning á staðnum og er tilvalið að heimsækja Sjávarkjallarann áður en farið er á djammið. Hann er líka góður í miðri viku til að hressa upp á hversdaginn. Matseðillinn: Eins og nafnið gefur til kynna eru aðallega fiskréttir á matseðlinum í hinum ýmsu mynd- um. Fyrir hörðustu kjötætur er að finna lambahryggvöðva og anda- bringur. Eftirréttaseðillinn er sérlega gómsætur og ekki erfitt að freistast til að fá sér fleiri en tvo eftirrétti. Vinsælast? Exótik menu Sjávar- kjallarans sem Lárus Gunnar Jónas- son, matreislumaður ársins 2004, mælir með. Réttur dagsins: Í hádeginu á virkum dögum er boðið uppá forrétt og aðalrétt eða aðalrétt og desert fyrir 1900 krónur. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur á 2300 krónur. Hressir upp á hversdaginn Mjólkin gefur hraustlegt útlit FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Barþjónarnir á Thorvaldsen eru lunknir í gerð kokkteila. Einn vin- sælasti drykkurinn er Finlandia Vodka Mojito. Drykkurinn hefur verið áberandi á Thorvaldsen að undanförnu. Hann er ferskur og tær og kemur límónan og myntan mjög hreint í gegn. Uppskriftin fyrir þá sem vilja prófa er: FINLANDIA MOJITO 3 cl Finlandia vodka mynta 3 límónubátar hrásykur hrist með klaka og síað mulinn ís Soda/Sprite NORSK KJÖTSÚPA FYRIR FJÓRA 1-1/2 kíló af lambakjöti (súpu- kjöti) 1-1/2 kíló af hvítkáli 2 tsk af salti 1-1/2 tsk af heilum pipar. 2 msk af hveiti. 4-6 dl af vatni FINLANDIA MOJITO: Ferskur sumardrykkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.