Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 73
40 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Fimmtudagur MAÍ STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SV´ÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður ÞUMALÍNA Frá Sólheimaleikhúsinu Fi 2/6 kl 20 - 1.000,- TRANS DANSE EUROPE Tanec Praha, Tékklandi Su 29/5 kl 20 - 2.500,- Miðasala hjá Listahátíð DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 27/5 kl 20 Síðasta sýning HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 Síðasta sýning HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 4/6 kl 14 UPPS., Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20 - UPPS., Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20 THE SUBFRAU ACTS - GESTALEIKSÝNING The paper Mache og Stay with me Í kvöld kl 20, Fö 27/5 kl 20 TRANS DANSE EUROPE Nomadi Productions - Finnland Su 29/5 kl 17 Miðasala hjá Listahátíð Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Stóra svi›i› DÍNAMÍT - Birgir Sigur›sson KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR - H.C. Andersen fiETTA ER ALLT A‹ KOMA - Hallgrímur Helgason/leikger› Baltasar Kormákur M†RARLJÓS - Marina Carr Sun. 29/5. Allra sí›asta s‡ning Litla svi›i› kl. 20:00 Smí›averkstæ›i› kl. 20:00 Valaskjálf Egilsstö›um KODDAMA‹URINN - Martin McDonagh RAMBÓ 7 - Jón Atli Jónasson EDITH PIAF Á AUSTURLANDI - Söngdagskrá Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Mi›asala á Bókasafni Héra›sbúa. Opi› alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546 8. sýn. í kvöld fim. 26/5 örfá sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6, 10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6. Fös. 27/5 nokkur sæti laus, lau. 28/5, lau. 4/6 örfá sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6. Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana. Lau. 28/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00 nokkur sæti laus. Síðustu sýningar í vor. Fös. 27/5 örfá sæti laus – umræður eftir sýningu, lau. 28/5 örfá sæti laus, fös. 3/6. Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is. Miðasalan er opin kl. 12:30-18:00 mán. og þri. Aðra daga kl. 12:30-20:00. símapantanir frá kl. 10:00 virka daga Þjóðleikhúsið sími 551 1200 Fim. 26/5 örfá sæti laus. Síðasta sýning í vor. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. ÞÚ VEIST HVERNIG ÞETTA ER Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins. Stúdentaleikhúsið. Þri. 31/5. KODDAMAÐURINN SÍÐASTA SÝNING Í VOR! Classic Sportbar Ármúla 5 Við hliðina á gamla Hollywood Jóladartmót laugardag kl. 12 • Frítt inn • Stór á krana 500 kr. Classik Ármúla 5 Fimmtudaginn 26. maí kl. 21:00 Rollan og Hljómsveitin Truck load of Steel Leika á færi hljóða - Frítt inn ■ ■ TÓNLEIKAR  19.00 Dönsku hljómsveitirnar Maiden Aalborg og Mercenary hita upp í Hellinum úti á Granda fyrir Iron Maiden tónleikana ásamt Brothers Majere og Severed Crotch.  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Adagio fyrir strengi eftir Samu- el Barber og sjöundu sinfóníu Sjosta- kovitsj í Háskólabíói. Stjórnandi er Rumon Gamba.  21.00 Tríó Andrésar Þórs Gunn- laugssonar, gítar- og barítóngítar- leikara, spilar á Pravda Bar. Með honum spila Jóhann Ásmundsson á bassa og Erik Quick á trommur.  22.00 Hljómsveitirnar Númer núll, Viðurstyggð, Æla og Líkn spila á Grand Rokk.  22.00 Hljómsveitirnar Byltan, Jan Mayen og Jeff Who koma fram á tónleikum á Gauki á Stöng. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Unga fólkið og leikhússtörfin Það er engin nýlunda að Vestur- portsgengið sé kraftmikið, frjótt og hugmyndaríkt enda er nóg af öllu í sýningunni Rambó 7 á Smíðaverkstæðinu. Ég get þó ekki varist þeirri tilfinningu að unga leikhúslistafólkið vaði pínulítið í þeirri villu að það sé að finna upp hjólið. Það sem ég sá, heyrði og upp- lifði er mjög kunnuglegt. Þessi tegund leikhúss sem margir voru að gera tilraunir með fyrir 30 árum er byggð á nálgunaraðferð- um leiklistargúrúa frá sjöunda áratug síðustu aldar sem nýttust vel í menntun og þjálfun leikara þegar fram liðu stundir og eru sumar notaðar enn í dag í leiklist- arskólum víða um heim. Leikstjórinn hefur valið verki Jóns Atla þetta lausa, óhefð- bundna form þar sem leikarar fá að leika lausum hala í hamslausri leit í gegnum líkamlegar athafnir að kjarna verksins. Inn í rýmið er hent fullt af alls konar drasli úr leikmunageymslu hússins sem hægt er að nota á ýmsan máta og með mikilli hugmyndaauðgi má láta hvern einasta leikmun lifa sjálfstæðu lífi á sviðinu eða fá ólíkar hlutbundnar eða óhlut- bundnar vísanir, merkingar eða láta hann lýsa tilfinningum, sálar- ástandi eða félagslegri ringulreið hins firrta samtíma okkar. Aðstandendum sýningarinnar hefur verið tíðrætt um samtím- ann og hvernig þeir nálgist það viðfangsefni sitt. Leikhús hefur á öllum tímum kallast á við sam- tímann á einhvern hátt og má í því sambandi nefna verk Shake- speares sem stöðugt kallast á við samtímann í ólíkri framsetningu leikhússins og ganga sífellt í end- urnýjun lífdaga. Samtímaleikrit- un er auðvitað mjög mikilvæg og Jón Atli hefur byrjað vel sem „samtíma höfundur“ en því miður fatast honum flugið hér. Rétturinn sem kokkarnir í þessari sýningu bjóða áhorfend- um upp á er pottréttur þar sem kjötið á beinunum er fremur rýrt og þess vegna öllu saman hent í pott ásamt því sem fyrirfinnst í skápum og kryddhillum eldhúss- ins og hrært í. Síðan er rétturinn tekinn og honum skvett yfir gest- ina sem mættu í boðið svo þeir bragði á einhverju sem á að heita framandi. Að minnsta kosti hefur verið látið í veðri vaka að um ein- hvers lags tímamótaverk sé að ræða. Leikararnir standa sig með stakri prýði í því að níðast á eigin menntun og færni til að þóknast leikstjóranum sem virðist vera mest í mun að svala eigin egói og hefur enga listræna sýn á verkið. Honum virðist meira í mun að sýna hvað hann getur troðið mörgum hugmyndum inn í hverja sitúasjón en að finna verkinu ein- hverja heildstæða hugsun og færa hana í einhvern brennipunkt svo áhorfendur geti almennilega skilið hvað hann er að fara. Fyrir mér var þetta eins og að horfa á alltof langan spuna með leikurum sem höfðu fyrst og síð- ast ánægju af því að æða um svið- ið með hávaða og látum og sullast í draslinu sem lá eins og hráviði um allt gólfið, hrækja, æla, prumpa eins og þykir orðið svo fínt og eðlilegt á opinberum vett- vangi; yrkisefnið klassískt: kyn- líf, ofbeldi, peningar. Oft er gaman að grótesku leik- húsi þar sem áhorfandinn kemst í snertingu við eitthvað hrátt, óheflað, af því lífið er þannig, einkum hjá slíkum persónum sem koma við sögu í leikritinu en fyr- ir mér var þetta bara einhver hrærigrautur úr engu gerður. Svo ég leyfi mér nú að vitna í konung leikbókmenntanna þegar Hamlet segir við leikarana sína: „Ó mig svíður í sálina að sjá fílefldan hárkollu-rum rífa tilfinningarnar í tötra, alveg í tætlur, til þess að sprengja hlustirnar á lághýsing- um sem fæstir skilja neitt annað en ráðlaust handapat og hávaða; ...“ (þýð. Helgi Hálfdanarson). RAMBÓ 7 Leikrit Jóns Atla Jónassonar er sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Fréttablaðið/Niðurstaða: „Leikararnir standa sig með stakri prýði í því að níðast á eigin menntun og færni til að þóknast leikstjóranum sem virðist vera mest í mun að svala eigin egói með engri listrænni sýn á verkið.“ LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Rambó 7 Þjóðleikhúsið / Smíðaverkstæði Höfundur: Jón Atli Jónasson / Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson / Leikmynd: Ólafur Jónsson / Búningar: Þórunn Elísa- bet Sveinsdóttir / Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson og Viðar Hákon Gíslason / Vídeó: Árni Sveinsson / Lýsing: Hörður Ágústsson / Leikarar: Ólafur Egill Egils- son, Nína Dögg Filipusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Ólafur Darri Ólafsson o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.