Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 72
FIMMTUDAGUR 26. maí 2005 39 Íslensk/kanadíska djasstríóið Cold Front heldur útgáfutónleika á Hótel Borg á föstudaginn í til- efni af útkomu sinnar fyrstu plötu. Cold Front er skipað þeim Birni Thoroddsen gítarleikara, Steve Kirby bassaleikara og Ric- hard Gillis trompetleikara. „Ég hef verið að spila mikið undanfarin fjögur ár í Kanada og þetta samstarf kom út úr því,“ segir Björn. „Þetta eru þunga- vigtarmenn sem eru með mér og ég tel mig vera kominn í góðan félagsskap. Þessir menn eru eig- inlega í meistaraflokki og það er æðislegt að fá að vera með þeim. Þetta er það lengsta sem ég hef komist á mínum ferli.“ Björn Thoroddsen hefur á undanförnum árum verið með annan fótinn vestan hafs og nýt- ur mikillar virðingar þar. Hann er nú af mörgum talinn vera einn af betri djassgítarleikurum Evr- ópu og hefur vegur hans farið vaxandi. Steve Kirby er banda- rískur kontrabassaleikari sem hefur leikið með mörgum af fremstu djasstónlistarmönnum heimsins, m.a. Elvin Jones og Wynton Marsalis. Richard Gillis trompetleikari er Kanadamaður sem stjórnar stórsveit Winnipeg-borgar. Platan Cold Front inniheldur þekkta standarda í bland við vandað frumsamið efni. Hún er þegar komin út í Kanada og hef- ur fengið mjög góðar viðtökur. Var hún m.a. valin á spilunarlista kanadíska ríkisútvarpsins CBC, bæði hjá ensku- og frönskumæl- andi stöðvunum í Toronto og Montreal. Í kjölfarið fylgdi já- kvæð umsögn í fréttablaði CBC sem er dreift til allra útvarps- stöðva ríkisins í Kanada. Yfir- maður tónlistardeildar kanadíska ríkisútvarpsins hreifst mjög af Birni og kallaði hann: „the amazing guitar player from Iceland“. Björn segir markaðinn í Kanada spennandi. „Þetta er stór markaður og margfaldur á við Ísland. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í fimm ár og þetta er afrakstur af því,“ segir hann. Tónleikarnir á Hótel Borg hefjast klukkan 21.00. ■ Edith Piaf fer austur Dagana 1. og 2. júní næstkomandi gefst íbúum Austurlands tæki- færi til að upplifa ógleymanlega túlkun Brynhild- ar Guðjónsdótt- ur á Edith Piaf, einni frægustu söngkonu heims. Söngdagskrá úr samnefndri sýningu Þjóð- l e i k h ú s s i n s verður sýnd í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum. Flytj- endur ásamt Brynhildi verða leikarinn Baldur Trausti Hreins- son og tónlistarmennirnir Jóhann G. Jóhannsson, sem leikur á pí- anó, Birgir Bragason á kontra- bassa, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Jóel Pálsson á tenórsaxófón og klarinett, og Tatu Kantomaa á harmoniku. Brynhildur „Piaf“ Guðjóns- dóttir hefur heillað landann með túlkun sinni á Edith Piaf, ein- hverri ógleymanlegustu söngkonu síðustu aldar, en Brynhildur hlaut Grímuna – Íslensku leiklistar- verðlaunin, fyrir túlkun sína á Ed- ith Piaf. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyrir fullu húsi í liðlega 75 skipti og virðist ekkert lát á vin- sældunum. ■ ÚR HÍBÝLUM VINDANNA Sýningum lýkur í kvöld. Híb‡lin kve›ja Í kvöld verður síðasta sýning á Híbýlum vindanna í Borgarleik- húsinu. Leikgerð Bjarna Jónsson- ar er eftir rómaðri skáldsögu Böðvars Guðmundssonar sem er hin fyrri af tveimur er segja frá Íslendingum sem yfirgáfu ætt- jörðina á síðari hluta nítjándu ald- ar og leituðu að nýrri framtíð fyrir sig og sína vestanhafs. Ólafur Jensson Fíólín er fátæk- ur bóndi og heimilið er barn- margt. Hann og Sæunn kona hans neyðast til sundra fjölskyldunni þegar þau ákveða að freista gæf- unnar í nýja landinu. Híbýli vind- anna er leikrit um drauma, brostnar vonir og söknuð, en fjall- ar síðast en ekki síst um þraut- seigju og fórnir fólks í leit að nýj- um samastað í tilverunni. Það er tuttugu manna leikhópur sem fer með fjölmörg hlutverk í sýningunni, en aðalhlutverkin eru í höndum Björns Inga Hilmarssonar og Kötlu Margrétar Þorgeirsdótt- ur. Þórhildur Þorleifsdóttir er leik- stjóri sýningarinnar. ■ BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTT- IR Syngur lög úr sýningunni Edith Piaf á Austurlandi. COLD FRONT Hljómsveitin er skipuð þeim Birni Thoroddsen, Steve Kirby og Richard Gillis. Kominn í gó›an félagsskap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.