Fréttablaðið - 26.05.2005, Síða 29

Fréttablaðið - 26.05.2005, Síða 29
„Ég er mikill bíladellukarl og hef alltaf verið,“ segir Knútur G. Hauksson, fráfarandi forstjóri Samskipa og verðandi forstjóri Heklu, sem líkir því að vinna í Heklu við að vinna í dótakassa. Fyrir stuttu var komið á tal við Knút og honum boðið að ganga í eigendahóp Heklu og taka þar yfir sem forstjóri. „Af hverju ekki að slá til,“ segir Knútur glaðlega og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt verkefni. Hann segist þó munu sakna Samskipa, enda búinn að vera skemmtilegur tími þar að hans sögn. „Þegar ég kom inn árið 2000 var velta fyrirtækisins ell- efu milljarðar. Hún verður að minnsta kosti 45 milljarðar á þessu ári,“ segir Knútur stoltur af uppbyggingu innanlandskerf- isins, vörumiðstöðvarinnar og því að skipum fyrirtækisins fjölgaði úr tveimur í fjögur. Ótrú- lega margt hafi gerst síðustu ár og hann hafi unnið með frábæru fólki. „Auðvitað mun maður sakna alls þessa, en ég á ekki von á öðru en að það sé líka frábært fólk hjá Heklu,“ segir Knútur sem ætlar að taka fyrstu mánuð- ina í það að prófa sem flesta bíla sem Hekla hefur upp á að bjóða. Knútur hefur keyrt jeppa síðustu fimmtán árin en segist þó alltaf hafa verið „svag“ fyrir sportbíl- um. Þeir hafi þó ekki hentað fjöl- skyldumanni. Nú þegar börnin eru vaxin úr grasi getur Knútur þó vel hugsað sér að keyra um á einum slíkum. Knútur boðar engar róttækar breytingar í rekstri fyrirtækisins, enda brenni engir eldar. „Auðvitað ætla ég að setja mark mitt á þetta fyrirtæki þegar fram líða stundir,“ segir hann og segist feginn að þurfa ekki að ferðast jafn mikið og hann þurfti í sínu fyrra starfi. Sumarið er ekki þaulskipulagt hjá Knúti, enda riðluðust öll plön þegar þessi ákvörðun var tekin. Fyrstu tvo mánuðina ætlar hann þó að nota til að koma sér inn í reksturinn og í ágúst ætlar hann í frí með fjölskyldunni. ■ 28 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR MARTIN HEIDEGGER (1889-1976) lést þennan dag. Bíladellukarl í dótakassa „Maðurinn er ekki drottnari tilverunnar. Maðurinn er verndari tilverunnar.“ Þjóðverjinn Martin Heidegger var einn af áhrifamestu heimspeking- um tuttugustu aldarinnar. Hann var umdeildur á sínum ferli, ekki síst fyrir tengsl sín við nasistahreyfinguna. timamot@frettabladid.is VERÐANDI FORSTJORI Knútur ætlar að nota fyrstu mánuðina í að prófa flesta þá bíla sem Hekla hefur uppá að bjóða. Þennan dag árið 1963 mynduðu 32 Afríkuríki bandalag til að setja aukinn kraft í mannréttindabaráttu svartra í Afríku. Meginmarkmið ríkjanna var að af- nema stjórn hvítra víðs vegar um álfuna. Aðildarríki bandalagsins lögðust á eitt um að styðja með vopnum og fjármunum baráttu svartra fyrir frelsi og eðlilegum réttindum í allri álfunni. Haile Selassie Eþíópíukeisari var helsti hvatamaður að stofnun samtakanna. „Megi þetta banda- lag vaxa og dafna í þúsund ár,“ sagði Selassie við fundarmenn að loknum árangursríkum umræðum. Á þessum fundi barst bág staða svartra í Bandaríkjunum einnig í tal og lýsti bandalagið yfir von- brigðum með framgöngu lögreglu og stjórnvalda þar í landi. Stofnun þessara samtaka skapaði mikla samstöðu meðal almenn- ings í Afríku, sem síðar leiddi til gríðarlegra breytinga á stjórnskip- an í allri álfunni. Angóla, Suður- Afríka og Mosambík þurftu sér- staklega á miklum umbótum að halda. Höfuðstöðvar samtakanna voru í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, þar sem Haile Selassie, sem réttu nafni hét Ras Tafari Makonnen, sat á valdastóli og stjórnaði samtök- unum. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1056 Fyrsti biskup Íslands, Ísleif- ur Gissurarson, er vígður. Hann sat í Skálholti. 1847 Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur lést, þá 37 ára að aldri. Hann var einn Fjölnismanna og brautryðjandi rómantísku stefnunnar í bókmenntum á Íslandi. 1923 Vikublaðið Vörður kemur út í fyrsta sinn. Lengst af var það gefið út af Íhalds- flokknum en var sameinað Ísafold árið 1929. 1968 Hægri umferð er tekin upp á Íslandi. 1981 Ríkisstjórn Arnaldo For- landi, forsætisráðherra Ítal- íu, klofnar og hættir í kjöl- far spillingarmála sem koma upp á yfirborðið. fijó›höf›ingjar mynda bandalag Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Mikael Ragnarsson Hátúni 10a, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 21. maí. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. maí kl. 13.30. Minningarathöfn verður í Laugarneskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13.00. Kristín Jóhanna Mikaelsdóttir Birgir Mikaelsson Valborg Sveinsdóttir Egill Mikael Ólafsson Sveinn Búi Birgisson Auður Elísabet Ólína Ólafsdóttir Emil Ragnarsson Gunnlaug H. Ragnarsdóttir Brynja Ragnarsdóttir Ragna Kristín Ragnarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðmundur Sæmundsson tæknifræðingur, Álftamýri 25, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsfélagið. Elínborg Sveinbjarnardóttir Sæmundur Guðmundsson Bryndís Auðardóttir Þórhildur Guðmundsdóttir Ásberg K. Ingólfsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, Erla Kristjánsdóttir ástkær móðir og uppeldismóðir, amma og langamma, til heimilis að Bakkastöðum 5a, áður að Hjallalandi 22, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á hvítasunnudag 15. maí sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13.00. Jarðsett verður í nýja kirkjugarðinum að Mosfelli í Mosfellsdal. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á stuðning við eitthvað af eftirfarandi verkefnum Húmanistahreyfingarinnar: 1) Vinir Afríku, reikningsnúmer: 313-26- 67003, kt. 670599-2059, 2)Vinir Indlands, reikningsnúmer: 582-26-6030, kt. 440900-2750, 3) Lestrarátak á Haiti, reikningsnúmer: 1195-05- 403072, kt. 480980-0349. Hafsteinn Erlendsson Eyrún Björg Hafsteinsdóttir Neil Clark Þórður Hafsteinsson Jón Grétar Hafsteinsson Dóróthea Siglaugsdóttir Sigrún Hafsteinsdóttir Úlfar Finnbjörnsson Emil Róbert Karlsson Ásta Einarsdóttir ömmubörn og langömmubarn. JAR‹ARFARIR 13.00 Þorsteinn Stefánsson frá Vattar- nesi við Reyðarfjörð, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju. 13.00 Hrönn Jónsdóttir, Krummahólum 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 14.00 Bjarki Þórlindsson, Árskógum 26b, Egilsstöðum, fyrrum bóndi í Gautavík, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju. 15.00 Ingimundur Elimundarson frá Stakkabergi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Garðar Ingólfsson, Þinghólsbraut 14, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. ANDLÁT Leifur Einarsson, frá Geithellum, lést á heimili sínu, Svöluhrauni 19 í Hafnar- firði, mánudaginn 23. maí. Kristinn Ingvar Ásmundsson (Ninni), pípulagningamaður, Heiðarbæ 7, Reykja- vík, lést á Landspítala – háskólasjúkra- húsi laugardaginn 14. maí. Margrét H. Randversdóttir, Lindarsíðu 3, Akureyri, lést á gjörgæsludeild FSA föstudaginn 20. maí. Mikael Ragnarsson, Hátúni 10a, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hringbraut laugardaginn 21. maí. Jóhannes Pálsson, Grundargerði 3c, Akureyri, lést á heimili sínu sunndaginn 22. maí. Ottó Níelsson, Hrafnistu, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 23. maí. Guðrún Auðunsdóttir, Langholtsvegi 156, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 7. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðríður Stefanía Vilmundsdóttir, Hraunsvegi 17, Njarðvík, lést á hjúkrun- arheimilinu Víðihlíð, Grindavík, sunnu- daginn 22. maí. AFMÆLI Ragnar Heiðar Sigtryggs- son (Gógó) er 80 ára. Hann verður að heiman í dag. Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, er 77 ára. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra, er 75 ára. Jóhanna Vigdís Arnardótt- ir leikkona er 37 ára. Gunnar Hansson leikari er 34 ára. Kristinn Björnsson skíða- maður er 33 ára. 26. MAÍ 1963 Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. TÍMAMÓT: KNÚTUR G. HAUKSSON TEKUR VIÐ FORSTJÓRASTÖÐU Í HEKLU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.