Fréttablaðið - 26.05.2005, Page 35

Fréttablaðið - 26.05.2005, Page 35
Stjörnurnar skarta sínu fegursta Í CANNES FÁ FÖT FRÆGA FÓLKSINS EKKI SÍÐUR ATHYGLI EN KVIKMYNDIRNAR. Hinni árlegu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi lauk á dögunum en hún var haldin í 58. skiptið í ár. Cannes er mekka kvikmyndaiðnaðarins og þangað mæta leikarar, kvikmynda- gerðarmenn, leikstjórar og flestir þeir sem tengjast kvikmyndabransanum til að sýna sig, sjá aðra og kynna kvik- myndir sínar. Eins og á rauða dreglinum á helstu verðlaunahátíðunum vestanhafs eru það ekki bara kvikmyndir sem eru í að- alhlutverki heldur vekur fatnaður stjarnanna mjög mikla athygli – stund- um jafnvel meiri en kvikmyndirnar sem fræga fólkið er að kynna. Fréttablaðið kíkti á hvað var heitast í Cannes í ár. Skór Skór með fjölþjóðlegu yfirbragði og fínlegir skór með fiðrildum og blómum verða áberandi í sumar. Skórnir eru flatbotna eða með litlum hæl, en fyrst og fremst þægilegir.[ ] Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00-18:00 Opið á laugardögum Bolir, buxur, nærföt, sundfatnaður 15% afsláttur til 4. júní Útsölustaðir Lyf og heilsa um allt land, Hagkaup Smáralind, Garðsapótek, Hringbrautarapótek, Laugarnesapótek, Lyfjaval, Rimaapótek, Apótek Ólafsvíkur, Apótek Vestmannaeyja, Dalakjör, Kaupfélag Skagfirðinga og Siglufjarðarapótek. l i il ll l li i j l i l í j l j l i i i l j Hafðu hárið eins og þú vil t – alltaf! fyrir stráka og stelpur Heildarlausn fyrir hárið Sico gæðasmokkar, öruggir, ódýrir, handhægir. Finndu þann sem hentar þér: Fást í helstu lyfja- verslunum um land allt, fæst einnig í Amor, Videoheimar Faxafeni, Allt í Einu Jafnaseli, Söluturn- inn Miðvangi, Bæj- arvideo, Foldaskál- inn og Bío Grill. -Grip -Extra strong -Ribbed -Pearl -Safety -Sensitive -Color 3 og 9 stykkja pakkningar Sjáumst! s. 588-5575, Glæsibær SUMARTILBOÐ! Þú velur 3 sett og greiðir aðeins 6.980.- (gildir eingöngu á sett af brjóstahaldara og buxum) Laugavegi 70 www.hsh.efh.is Íslensk hönnun Mikið úrval af barnahúfum Opið mán-fös 10-18 www.atson.is Brautarholti 4 Leikkonan Salma Hayek virðist kunna þá list að finna föt sem klæða hana og hún klikkaði alls ekki í Cannes. Yuan Yuan Gao vakti mikla athygli í þessum frábæra og fríkaða kjól. Stuttir, frekar víðir kjólar voru áberandi í Cannes og Penelope Cruz skellti sér í einn slíkan. Pífan neðst bætir um betur! Ofurtöffarinn Tommy Lee Jones mætti með konu sinni, Dawn Laurel, og voru þau bæði afar glæsileg. Brittany Murphy var dúkkulísuleg í Cannes. 1 2 43 5 4 3 2 1 5 Ásgrímur Már Friðriksson og Eygló Margrét Lárusdóttir eru nýútskrifaðir fatahönnuðir frá Listaháskóla Íslands. Þau sýna fatalínur sínar á Kjar- valsstöðum. Lokaverkefni fatahönnunarnem- anna fólst í því að hanna og búa til fatalínur sem nú eru til sýnis á út- skriftarsýningu Listaháskólans á Kjarvalsstöðum. Eygló segir að ferlið hafi verið mjög skemmtilegt og gaman að sjá hvernig hugmynd- irnar þróuðust og breyttust. „Ég var sjálf búin að reyna mikið að fá góða hugmynd en endaði svo á því að hanna fötin út frá munstri sem ég sá á netinu og myndum af fallhlífar- stökkvurum. Ég skissaði eiginlega ekki neitt. Þetta þróaðist bara út frá þessum myndum.“ Föt Eyglóar eru grafísk og skemmtileg og þar má sjá áhrif frá búningum fallhlífarstökkvara. Eygló segir að hún sæki hugmyndir hingað og þangað en eigi sér engar beinar fyrirmyndir. „Maður lærir auðvitað mikið af þeim sem maður vinnur hjá og verður fyrir áhrifum af þeim.“ Ásgrímur tekur í sama streng og segir að hann fái hugmyndir víða. „Það má kannski helst segja að fata- línan mín sé dálítið japönsk. Litirnir eru sumarlegir og það er mikið flæði í þessum fötum. Mikið um fellingar og skemmtileg munstur. Ég blanda ýmsu saman, til dæmis latexi, silki og ull.“ Eygló og Ásgrímur eru ánægð með námið í Listaháskólanum og segjast hafa fengið mikið út úr því. Þau segja kennsluna góða og benda á að erlend samskipti skólans séu mikil. „Hluti af náminu fólst í því að dvelja um tíma erlendis og vinna hjá fatahönnuði. Það var mjög lær- dómsríkt og líka gott til að mynda sambönd.“ segir Eygló. Ásgrímur og Eygló eru sammála um að ekki sé mikið að gera fyrir fatahönnuði hér á landi og því nauð- synlegt að fara eitthvert út til að ná lengra í faginu. Eygló heldur til Los Angeles í haust og ætlar að dvelja þar í þrjá mánuði sem lærlingur hjá fatahönnuðinum Jeremy Scott. Hún segir það gott tækifæri til að afla sér reynslu og komast í samband við tískuheiminn. Ásgrímur stefnir líka út og flytur til London með haustinu. „Ég veit ekki hvað ég ætla að gera þar. Ætla bara að demba mér út í djúpu laugina og sjá hvort ég finni ekki einhver spennandi tækifæri. Svo er stefnan tekin á framhaldsnám haustið 2006.“ ■ Djúpa laugin í útlöndum heillar Eygló segir lokaverkefni hönnunarnema hafa fengið góðar viðtökur. Ásgrímur ætlar að reyna fyrir sér í London í haust en ætlar í fram- tíðinni að læra meira í fatahönnun. Munstrið á fatnaði Eyglóar er unnið út frá mynd sem hún fann á netinu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /H EIÐ A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.