Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 70
37FIMMTUDAGUR 26. maí 2005 FRÉTTIR AF FÓLKI ■ FÓLK Eva Longoria , leikkonan vinsælaúr Desperate Housewives þátt- unum, segir að stór galli fylgi frægð- inni: karlmenn eru orðnir hræddir við hana. Hún heldur að hlutverkið í þáttunum geri það að verkum að hinu kyninu finnist hún of ógnandi. „Það er miklu minna reynt við mig eft- ir að þátturinn byrjaði. Ég held að kannski haldi þeir að ég sé alveg eins og Gabrielle svo þeir verða hræddir. En það er mjög auðvelt að um- gangast mig, ég er til- tölulega vingjarn- leg,“ segir þokkadísin. Þetta virðist þó ekki valda henni miklum vandræðum því hún hefur verið orðuð við nokkra karlmenn upp á síðkastið, meðal annars Hayden Christensen. En Hayden Christensen læturástamálin ekki trufla sig, né vin- sældirnar sem fylgja nýju Star Wars myndinni þar sem hann leikur Anakin Skywalker. Christensen hefur nefnilega hug á því að gerast arkitekt. „Kannski verður nýja Star Wars myndin mín síð- asta,“ tilkynnti leik- arinn, aðdáendum sínum til mikilla vonbrigða. The Sun segir að Christensen haldi að hönn- un bygginga verði skemmtilegri en að leika í bíómyndum. „Mér finnst Hollywood ekki áhugaverð, svo ég er að hugsa um að læra arkitektúr í staðinn. Bíómyndir eru bara vörur og sem leikari geturðu bara selt þær ef þú selur sjálfan þig,“ sagði þessi metnaðarfulli maður sem vill ekki selja sálu sína bíómyndabransanum. Götubörn í Mexikóborg ollu Pen-elope Cruz miklu hugarangri þegar hún var við tökur á nýju myndinni sinni Bandidas á dögun- um. Cruz varð svo um að sjá aðbúnaðinn á börnun- um að hún tók nokkra heimilislausa krakka með sér í hádegismat og fór svo í verslunarleiðangur með fimm önnur götu- börn til að kaupa handa þeim ný föt og skó. „Einn strákanna vildi ekki máta skóna af því að sokkarnir hans voru með götum og lyktuðu hræðilega og hann skammaðist sín. Maður sér svona hluti og það er svo sárt,“ sagði spænska fegurðardísin. Jay Leno hefur verið kallaður semvitni af verjendum Michael Jackson í réttarhöldunum sem nú standa yfir gegn Jackson vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi. Leno á að hafa fengið símtal frá einum af drengjunum sem hafa kært Jackson en verjendur eru að reyna að sýna fram á að hann hafi spunnið upp misnotkunarsöguna til að kúga pening út úr poppstjörn- unni. Leno fjallaði um hugsanlegan þátt sinn í réttarhöldunum á mánu- dagskvöld í þætti sínum „The To- night Show“. „Ég var kallaður fyrir af verj- endum Jackson. Þeir hafa greini- lega aldrei séð þáttinn,“ sagði Leno enda hef- ur hann óspart gert grín að poppstjörn- unni. Trúarkreddu Cruise Tom Cruise hefur opinberlega gagnrýnt leikkonuna Brooke Shields fyrir að taka þunglyndis- lyfið Paxil við fæðingarþung- lyndi. Í nýútkominni bók, „Down Came the Rain,“ lýsir Shields baráttu sinni við þunglyndi sem kom í kjölfar fæðingu sonarins Rowan árið 2003. Saga Shields er átakanleg en hún skrifaði bókina til þess að vekja fólk til meðvit- undar um þennan sjúkdóm. Þunglyndislyf komu henni yfir mesta svartnættið en á tímabili vildi Shields ekki lifa lengur. Cruise gefur lítið fyrir lyfjameð- ferð af þessu tagi því hann er meðlimur í Vísindakirkjunni, sem er andvíg henni. „Svona þunglyndislyf eru hættuleg. Ég hef reyndar hjálpað fólki að hætta á þeim,“ segir Cruise. Og hvað vill hann að konur með fæðingarþunglyndi geri? Taki vítamín. Cruise er greinilega ekki vel að sér í líffræði. „Það er eitthvað hormónatengt í gangi, það er hægt að sanna það vís- indalega. En þegar þú ert að tala um sálfræðilegt og efnafræði- legt ójafnvægi í fólki, þá eru engin vísindi á bak við það. Það er hægt að nota vítamín til að hjálpa konum í gegnum svona.“ Nú verður Cruise bara að vona að konur séu ekki í markhópi nýjustu myndarinnar hans, War of the Worlds, því þessi heimsku- legu orð gætu haft áhrif á miða- söluna. ■ TOM CRUISE Myndi hann brosa svona breitt ef hann kynntist þunglyndi af eigin raun?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.