Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 48
GRÓÐURHÚS TIL ÝMISSA HLUTA NYTSAMLEG ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { HÚS & GARÐAR } ■■■ 9 Gróðursetja trjá- plöntur allt sumarið Mikilvægt er að gæta þess við gróðursetningu trjáplantna að trén sem gróðursett eru hafi verið tekin upp fyrir laufgun. „Það er fyrst nú þessa dagana sem eitthvert vit er í því að setja niður blóm því einu blómin sem þola næturfrost eru stjúpur. Nú er loks að renna upp sá tími að ekki er lengur hætta á næturfrosti,“ segir Einar Þorgeirsson, skrúðgarðameistari hjá Birkihlíð í Kópavogi. „Því má segja að rétti tíminn til að gróðursetja blóm sé á næstu vikum. En tré er hægt að gróðursetja allt sumarið fram á haustið, svo fremi sem plöntur hafa verið teknar upp fyrir laufgun. Það er því alls ekkert of seint að planta trjám núna eða jafnvel síðar í sumar. Gæta verður þess að vökva vel, bæði tré og blóm, sérstaklega ef himininn hefur verið spar á rigningar. Eftir gróðursetn- ingu er mikilvægt að vökva vel næsta hálfa mánuðinn, sérstaklega berrótarplöntur. Æskilegt er að fá leiðbeiningar um gróðursetningu hjá garðyrkjufræðingum eða gróðrar- stöðvunum. Passa verður einnig að ekki sé notaður of mikill tilbúinn áburður því hann getur hreinlega drepið plönturnar.“ Mikilvægt er að vökva vel fyrsta hálfa mánuðinn eftir að blómum er plantað. Fr ét ta bl að ið /G VA Það er útbreiddur misskilningur að það sé kostnaðarsamt að reisa og viðhalda gróðurhúsi í garði sínum eða mikla kunnáttu þurfi til. Gróðurhúsi fylgja ýmsir kostir. Hægt er að vinna þar í öllum veðrum allt árið um kring og mögulegt að koma plöntum í rækt sem áformað er að gróð- ursettar verði í garðinum síðar. Í stórum görðum er skynsam- legt að afmarka gróðurhúsin með runnum eða trjám en í minni görðum er oft nauðsyn- legt að beita útsjónarsemi við staðsetningu gróðurhússins. Það þarf að falla vel að skipu- lagi garðsins og getur verið leiðinlegt ef gróðurhúsið skyggir á aðra hluti garðsins. Mikilvægt er að staðsetja gróð- urhúsið þannig í garðinum að það falli vel að heildarsvip hans og öllu skipulagi. Það þarf að standa á skjólsælum stað en í góðri birtu svo að plönturnar í því nái örugglega að vaxa og dafna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hlutverki gróður- hússins í garðinum. Gróðurhús sem einnig á að þjóna því hlut- verki að vera garðskáli eða sól- stofa, verður allt öðruvísi en það sem eingöngu á að hýsa plöntur. Menn ættu að hafa það í huga að gróðurhús þarfnast miklu minna viðhalds og endast mun lengur ef vel er gengið frá þeim strax í upphafi. Undirstaða gróðurhússins þarf að uppfylla þrenns konar skilyrði. Hún þarf að halda húsinu niðri í vindi og vera svo traust að húsið verði hvorki fyrir missigi né haggist af völdum frostþenslu í jörð. Víðast hvar á landinu er nægi- legt að grafa 70-80 cm niður en þó getur verið ástæða á stöku stað til að fara enn dýpra, allt að 120 cm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.