Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 48

Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 48
GRÓÐURHÚS TIL ÝMISSA HLUTA NYTSAMLEG ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { HÚS & GARÐAR } ■■■ 9 Gróðursetja trjá- plöntur allt sumarið Mikilvægt er að gæta þess við gróðursetningu trjáplantna að trén sem gróðursett eru hafi verið tekin upp fyrir laufgun. „Það er fyrst nú þessa dagana sem eitthvert vit er í því að setja niður blóm því einu blómin sem þola næturfrost eru stjúpur. Nú er loks að renna upp sá tími að ekki er lengur hætta á næturfrosti,“ segir Einar Þorgeirsson, skrúðgarðameistari hjá Birkihlíð í Kópavogi. „Því má segja að rétti tíminn til að gróðursetja blóm sé á næstu vikum. En tré er hægt að gróðursetja allt sumarið fram á haustið, svo fremi sem plöntur hafa verið teknar upp fyrir laufgun. Það er því alls ekkert of seint að planta trjám núna eða jafnvel síðar í sumar. Gæta verður þess að vökva vel, bæði tré og blóm, sérstaklega ef himininn hefur verið spar á rigningar. Eftir gróðursetn- ingu er mikilvægt að vökva vel næsta hálfa mánuðinn, sérstaklega berrótarplöntur. Æskilegt er að fá leiðbeiningar um gróðursetningu hjá garðyrkjufræðingum eða gróðrar- stöðvunum. Passa verður einnig að ekki sé notaður of mikill tilbúinn áburður því hann getur hreinlega drepið plönturnar.“ Mikilvægt er að vökva vel fyrsta hálfa mánuðinn eftir að blómum er plantað. Fr ét ta bl að ið /G VA Það er útbreiddur misskilningur að það sé kostnaðarsamt að reisa og viðhalda gróðurhúsi í garði sínum eða mikla kunnáttu þurfi til. Gróðurhúsi fylgja ýmsir kostir. Hægt er að vinna þar í öllum veðrum allt árið um kring og mögulegt að koma plöntum í rækt sem áformað er að gróð- ursettar verði í garðinum síðar. Í stórum görðum er skynsam- legt að afmarka gróðurhúsin með runnum eða trjám en í minni görðum er oft nauðsyn- legt að beita útsjónarsemi við staðsetningu gróðurhússins. Það þarf að falla vel að skipu- lagi garðsins og getur verið leiðinlegt ef gróðurhúsið skyggir á aðra hluti garðsins. Mikilvægt er að staðsetja gróð- urhúsið þannig í garðinum að það falli vel að heildarsvip hans og öllu skipulagi. Það þarf að standa á skjólsælum stað en í góðri birtu svo að plönturnar í því nái örugglega að vaxa og dafna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hlutverki gróður- hússins í garðinum. Gróðurhús sem einnig á að þjóna því hlut- verki að vera garðskáli eða sól- stofa, verður allt öðruvísi en það sem eingöngu á að hýsa plöntur. Menn ættu að hafa það í huga að gróðurhús þarfnast miklu minna viðhalds og endast mun lengur ef vel er gengið frá þeim strax í upphafi. Undirstaða gróðurhússins þarf að uppfylla þrenns konar skilyrði. Hún þarf að halda húsinu niðri í vindi og vera svo traust að húsið verði hvorki fyrir missigi né haggist af völdum frostþenslu í jörð. Víðast hvar á landinu er nægi- legt að grafa 70-80 cm niður en þó getur verið ástæða á stöku stað til að fara enn dýpra, allt að 120 cm.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.