Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.05.2005, Qupperneq 6
6 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Könnunarviðræður vegna Reykjavíkurlista: Flokksmenn s‡na vö›va og tennur REYKJAVÍKURLISTI Fulltrúar flokk- anna þriggja sem koma að Reykjavíkurlistanum funduðu í gær um framtíð samstarfsins. Sverrir Jakobsson, einn full- trúi Vinstri-grænna í viðræðun- um, segist vonast eftir niður- stöðu sem fyrst. „Við í Vinstri- grænum í Reykjavík höldum al- mennan félagsfund á sunnudag- inn og þá verður rætt hvort áhugi sé fyrir því að halda sam- starfinu áfram,“ segir Sverrir. Hann segir almenna samstöðu innan flokkanna þriggja um að óháðir geti ekki tekið þátt í slík- um viðræðum og þar með ekki á framboðslistanum ef af sam- starfi flokkanna verður. Ef sú verður niðurstaðan er ljóst að borgarfulltrúinn Dagur B. Egg- ertsson þarf að ganga í einhvern hinna þriggja flokka ætli hann sér að taka sæti á Reykjavíkur- listanum. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, segir góð- an gang í viðræðunum. „Sam- fylkingin er að sýna vöðvana og Vinstri-grænir hafa verið að sýna tennurnar í sínum málum. Þetta er einhvers konar sálfræði- legt spil,“ segir Þorlákur. - hb Tillögur fjármálaráðherra um endurskoðun vaxtabótakerfis: Samtök atvinnulífs vilja lækkun VAXTABÆTUR Skiptar skoðanir eru um tillögur Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra um að til greina komi að endurskoða vaxtabóta- kerfið hér á landi. Yfirlýsingar ráðherrans koma í kjölfarið á skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar OECD um að draga beri úr útgjöldum hins op- inbera vegna vaxtabóta. Samtök atvinnulífsins fagna tillögunum í ályktun á heimasíðu sinni og telja að þensla á fast- eignamarkaði sé drifkraftur verðbólgunnar og lækkun vaxta- bóta sé mikilvæg aðgerð í við- námi gegn verðbólgu. Samtökin segja vaxtabótakerfið ýta undir skuldasöfnun og sé ómarkvisst. Jóhanna Sigurðardóttir, alþing- ismaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að vaxtabætur hafi á þessu og síðasta ári verið skertar um 900 milljónir króna. Hún segir að milli fimmtíu til sex- tíu þúsund einstaklingar hafi fjár- magnað kaup á íbúðahúsnæði með lánum sem byggja á greiðsluáætl- unum út frá vaxtabótum og verið sé að setja greiðsluáætlanir þeirra úr skorðum. - hb Eyjaborgin Reykjavík Sjálfstæ›ismenn vilja allt a› 350 hektara uppfyllingu vi› sundin, me›al annars frá Örfirisey út í Akurey. Einnig er gert rá› fyrir bygg› í Vi›ey og Engey. Hug- myndin gerir rá› fyrir n‡rri bygg› fyrir 30 flúsund íbúa á eyjunum vi› sundin. ÁRÉTTING EKKI GEGN ÁLVERI Vegna fréttar Fréttablaðsins í gær skal það áréttað að þar talaði Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi ekki gegn álveri heldur benti einvörðungu á þá staðreynd að margir mögu- leikar væru í stöðunni. Skilja mátti fyrirsögn fréttarinnar á þá leið að hann tæki að einhverju leyti undir málflutning Vinstri- grænna í málinu og væri andvíg- ur álveri í Helguvík. Svo er ekki. AUSTUR-KONGÓ 26 SAKNAÐ EFTIR FLUGSLYS Flugvél fórst í austurhluta Austur-Kongó í fyrradag en 26 manns voru innanborðs. Flest- ir farþeganna eru austur- kongóskir en fimm Rússar og Úkraínumenn voru auk þess um borð. Ekkert er vitað um afdrif farþeganna en slysstað- urinn er á frumskógasvæði þar sem uppreisnarmenn hafa hreiðrað um sig. REYKJAVÍK „Í dag er eitt ár til borg- arstjórnarkosninga. Þetta er fram- tíðarsýnin sem við ætlum að kynna höfuðborgarbúum, meðal annars á stóru íbúaþingi í næsta mánuði,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. Hann segir að þannig gefist íbúum kostur á að koma með at- hugasemdir og tillögur. Meginhugmynd sjálfstæðis- manna er að í stað þess að brjóta land undir byggð í nágrenni Reykjavíkur verði áhersla lögð á nýja byggð í Geldinganesi og í vest- urhluta borgarinnar. Þar verði ráð- ist í allt að 350 hektara uppfyllingar milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í átt að Engey. Með þessu yrði skapað landrými og lóð- ir fyrir 30 þúsund íbúa, einkum á eyjunum við sundin. „Við teljum að þessar landfyllingar séu sam- keppnishæfar við hið nýja upp- sprengda lóðaverð og gott betur,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ekki að uppbygging á austanverðri Við- ey fari gegn umhverfissjónarmið- um. „Okkar hugmyndir um vist- væna byggð í Viðey eru varkárar. Við teljum að vel megi koma þar fyrir fjölskylduvænni og lágreistri byggð. Íbúar í Viðey voru eitt sinn um tvö hundruð og við erum aðeins að tala um austasta hluta eyjunnar.“ Borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins vill ráðast í fyrsta áfanga Sundabrautar strax, en heildarkostnaður er vart talinn vera undir 17 milljörðum króna. Rík áhersla er lögð á greiða leið frá austri til vesturs um Miklubraut, meðal annars með mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson seg- ist vilja bindandi atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins. „En áður verðum við að fara vel yfir valkost- ina til þess að unnt sé að taka upp- lýsta og stefnumarkandi ákvörðun. Forsendur þurfa að vera skýrar sem og spurningarnar. Ég held að allir geri sér ljóst að flugvöllurinn fer á endanum úr Vatnsmýrinni. Ég get ekki séð að það verði gert með því að leggja niður eina braut og aðra síðar. En fari völlurinn er mikilvægt að nýr völlur verði á Reykjavíkursvæðinu,“ segir Vilhjálmur. johannh@frettabladid.is Eigum vi› a› byggja fleiri álver á Íslandi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Notfærir flú flér yfirdráttarlán? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 63,32% 36,68% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN SVERRIR JAKOBSSON Vinstri-grænir munu taka ákvörðun um framhald Reykjavíkurlistans á sunnudag. Nýr dagur: Slapp vi› sekt DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra ógilti fjárnám Bíla- stæðasjóðs Akureyrar í bíl fyrir- tækisins Nýr dagur sem gert var vegna þess að fyrirtækið neitaði að borga stöðumælasekt fyrir að hafa lagt ólöglega. Í dómnum kemur fram að stöðumælasektin hafi ekki verið fyllt rétt út og var þar skírskotað til vitlausra laga á innheimtu- seðlinum sem Nýr dagur fékk afhentan. Einnig tókst verjanda bílastæðasjóðsins ekki að sýna fram á að bílnum hefði í raun verið lagt ólöglega. Fjárnámið var því ógilt og Bílastæðasjóði Akureyrar gert að borga Nýjum degi 100 þúsund krónur í málskostnað. ■ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Telur greiðsluáætlanir fimmtíu til sextíu þúsund einstaklinga settar úr skorðum. SJÁLFSTÆÐISMENN GERA RÁÐ FYRIR UMFANGSMIKILLI LANDFYLLINGU Í FRAMTÍÐAR- HUGMYNDUM SÍNUM „Þegar hefur landrými Reykjavíkurborgar verið aukið um 240 hekt- ara með landfyllingu,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. ÞETTA VILJA SJÁLFSTÆÐIMENN: Byggð fyrir 30 þúsund manns á eyjun- um við sundin. Uppbyggingu í 101, hjarta borgarinnar. Sundabraut strax með sérstakri fjár- mögnun. Hverfatorg sem miðpunkt viðburða og samvista. Byggð á austurhluta Viðeyjar. Græna leið í gegnum borgina. Bindandi atkvæðagreiðslu um flugvöll- inn. Greiða leið um Miklubraut frá austri til vesturs. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON „Við viljum auka lífsgæðin í borginni og hugsum stórt með því að setja fram hugmyndir um verulega fjölgun íbúa í vesturhluta borgarinnar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.