Fréttablaðið - 29.05.2005, Side 1

Fréttablaðið - 29.05.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 EINKAVÆÐING Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafði samið aug- lýsingu um sölu á ráðandi hlut í Landsbankanum eftir að hafa borist bréf frá Samson í júnílok 2002. Ráðherranefndin, sem í sátu Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, breytti auglýsing- unni eftir fund sinn og auglýsti báða bankana til sölu að fram- kvæmdanefndinni forspurðri. Fyrst þá vissi framkvæmdanefnd- in að selja ætti báða bankana, en hún hafði undirbúið að selja Lands- bankann til almennings haustið 2002. Þetta kemur fram í öðrum hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu ríkisbankanna sem birtist í dag. Einnig er sagt frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi gert ráð fyrir því að fá forskot á kaupendur Búnaðarbankans en ráðherranefndin hafi vísvitandi dregið að semja um söluna á Landsbankanum til þess að koma í veg fyrir það. Í blaðinu í dag segir meðal annars: Næsta dag sendi starfs- maður framkvæmdanefndarinnar nefndarmönnum tillögu að auglýs- ingu um sölu á að minnsta kosti 25 prósenta hlut í Landsbankanum og jafnframt fréttatilkynningu, þar sem fram kom að ákveðið hefði verið að áfangaskipta einkavæð- ingu Landsbankans og Búnaðar- bankans. Samkvæmt fréttatil- kynningunni yrði 20 prósenta hlut- ur í Búnaðarbankanum seldur 6. september í gegnum viðskipta- kerfi Kauphallarinnar með svipuð- um hætti og gert hefði verið með jafnstóran hlut í Landsbankanum. Í síðari hluta september yrði aug- lýst eftir kaupanda að umtalsverð- um hlut í Búnaðarbankanum. Nefndin áformaði að hittast síð- ar sama dag til að ganga frá aug- lýsingunni. Af þeim fundi varð hins vegar ekki því að í millitíðinni fundaði ráðherranefndin og breytti auglýs- ingu framkvæmdanefndar að nefndinni forspurðri. -sda/ Sjá síður 14 og 15 Framkvæmdanefnd um einkavæðingu: Vissi ekki af sölu Búna›arbankans YFIRLEITT BJARTVIÐRI HÆTT VIÐ SÍÐDEGISSKÚRUM Hiti 6-15 stig, hlýjast til landsins suðvestan til. VEÐUR 4 SUNNUDAGUR 29. maí 2005 - 143. tölublað – 5. árgangur Vann Tarantino í karaókí Friðrik Þór Friðriksson státar af því að hafa sigrað einn frægasta leikstjóra heims í kara- ókí. FÓLK 42 NJÓTA BLÍÐUNNAR Í NAUTHÓLSVÍK Fólk á öllum aldri naut lífsins á ylströndinni í Naut- hólsvík í Reykjavík í gær. Þessar ungu stúlkur kældu sig undir bununni og virtust skemmta sér vel. Sigurður Ragnarsson spáir því að veðrið verði áfram gott og því ættu landsmenn að geta notið blíðunnar áfram. Mismunum innflytjendum Krafan um íslenskukunnáttu innflytjenda er stjórn- tæki í stéttaskiptingu segir mannfræ›ingur. Segir fólki vera mismuna› eftir stö›u og menntun. INNFLYTJENDAMÁL Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur segir Íslendinga gera mismun- andi kröfur til íslenskukunnáttu innflytjenda eftir menntun og stöðu þeirra í samfélaginu. Hún veltir því fyrir sér hvort sú ofur- áhersla sem lögð er á íslenskuna, sé ekki enn einn þröskuldurinn í vegi þess að innflytjendur verði fullgildir þátttakendur í sam- félaginu og í raun hluti af stétt- skiptingu þess. Þessa vanga- veltur Guðrúnar komu fram á málþingi um reynslu innflytj- enda á Íslandi sem haldið var í h ú s a k y n n u m R e y k j a v í k u r - akademíunnar í gær. Guðrún, sem sjálf bjó víða í Mið-Austurlönd- um um tíu ára skeið, spyr hvort krafan um íslenskukunnáttu sé ekki í raun leið íslenska samfélagsins til að hafa stjórn á innflytjendum. „Mér finnst þetta viðhorf til dæmis end- urspeglast í því að íslensk stjórn- völd leggja enga sérstaka áherslu á að gera innflytjendum kleift að læra málið en krefjast þess samt að þeir kunni það,“ segir hún. Hún fullyrðir einnig að samfé- lagið geri mjög mismunandi kröf- ur til íslenskukunnáttu innflytj- enda eftir stétt og stöðu. „Ég þekki hámenntaða útlendinga sem eru í góðum stöðum hér og verð ekki vör við að þess sé krafist að þeir tali íslensku. Svo hef ég unn- ið á sjúkrahúsi með mörgum inn- flytjendum og þar var sífellt verið að gera athugasemdir við að þeir töluðu ekki íslensku. Ég leyfi mér því að efast um að þessi áhersla á íslenskukunnáttuna sé sett fram til að fólkinu líði betur, heldur ein- faldlega til að hafa betri stjórn á því.“ Guðrún bendir líka á að yfir- leitt sé ekki nóg að innflytjendur tali íslensku heldur þurfi þeir helst að tala fullkomna íslensku til að mark sé tekið á þeim. „Samt vitum við að fyrsta kynslóð inn- flytjenda mun aldrei geta talað fullkomna íslensku en börnin þeirra munu gera það.“ Og hún spyr hvort ekki sé kominn tími til að horfa frekar á hæfileika þess fólks sem hingað kemur í stað þess að einblína á þá hluti sem það getur ekki. -ssal KOMIN Í SITT BESTA FORM Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir er komin á fulla fer› í boltanum á n‡ eftir margra mána›a fjarveru vegna mei›sla. Hún hefur slegi› rækilega í gegn í sænska boltanum me› Malmö FF. ÍÞRÓTTIR 30 BUMFIGHT: Ógæfufólk slæst og meiðir hvort annað gegn greiðslu frá kvikmyndagerðarmönnum.KVIKMYNDIR 26 SUNNUDAGSVIÐTALIÐ: SJÓNVARP Í SINNI LJÓTUSTU MYND Ekki dauðir úr öllum æðum Rokksveitin Oasis gefur út nýja plötu á morgun. Ferill sveitarinnar spannar ein þrettán ár. TÓNLIST 24 Lyginni líkust Á fimm árum hefur Bakkavör breyst úr meðalstóru fyrirtæki í Kauphöllinni íslensku í stærsta framleiðanda Bretlands í sölu tilbúinna, ferskra og kældra matvæla. Bakkavarar- bræðrum þykir þó ekki nóg komið og stefna á enn frekari útrás. VIÐSKIPTI 10 VEÐRIÐ Í DAG FRÉTTAB LAÐ IÐ /E.Ó L. GUÐRÚN GUÐ- MUNDSDÓTTIR Spyr hvort ekki séu gerð- ar óraunhæfar kröf- ur til íslenskukunn- áttu innflytjenda. Brugðist við skipum á ólöglegum veiðum: Var›skip á vettvang LANDHELGISGÆSLAN Varðskip voru í gær send út á Reykjaneshrygg til að setja pressu á sjóræningjaskip- in sjö sem eru þar á ólöglegum veiðum, svo þau fylgi eftir alþjóð- legum sáttmála Norðaustur-Atl- antshafsfiskveiðinefndarinnar. Varðskipin geta ekki aðhafst beint gegn veiðum skipanna, þar sem þau eru öll utan íslenskrar lögsögu. „Norðaustur-Atlantshafsfiski- veiðinefndin er að reyna að setja pressu á skipin, með því að gera þeim erfitt fyrir við að komast í hafnir og fá þjónustu. Við tökum þátt í þessum aðgerðum enda er um brot á alþjóðlegum sáttmála að ræða,“ segir Kristján Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda hjá Landhelgisgæslu Íslands. - mh Vinstri-grænir undirbúa borgarstjórnarkosningar: Vilja forval á lista STJÓRNMÁL Lagt verður til á félags- fundi Vinstri-grænna í Reykjavík í dag að innanflokksprófkjör verði notað til að velja sex efstu fram- bjóðendur flokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík næsta vor. Í þessu skiptir engu hvort flokk- urinn býður fram undir eigin nafni eða í samstarfi við hina flokkana sem í dag standa að Reykjavíkur- listanum. Líklegt er talið að tillaga starfs- hópsins verði samþykkt. Áhrifamenn innan Samfylkingar hafa lagt áherslu á að opið prófkjör verði haldið um uppröðun á R-list- ann. Tillagan sem lögð verður fyrir fund Vinstri-grænna gengur þvert á þessa kröfu. Hana má skilja sem skilaboð Vinstri-grænna til Sam- fylkingarinnar og annarra sam- starfsflokka um að Vinstri-grænir ætli einir að velja sína fulltrúa á framboðslista. Gangi þetta eftir verður það í fyrsta sinn sem Vinstri-grænir efna til prófkjörs við val á lista. -bþg SJÓRÆNINGJASKIP Reynt verður að hindra skipin í að fá þjónustu í erlendum höfnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.