Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 2
2 29. maí 2005 SUNNUDAGUR
Rektorinn á Bifröst segir konur með helmingi lægri laun en karlar þrátt fyrir sömu menntun:
Skammast mín fyrir flessi skilabo›
JAFNRÉTTI Þrátt fyrir að konur tvö-
faldi laun sín og rúmlega það eftir
nám við Viðskiptaháskólann á Bif-
röst munar samt nær fimmtíu pró-
sentum á launum þeirra og launum
karla eftir útskrift.
Þetta kom fram í ræðu Runólfs
Ágústssonar rektors við útskrift í
gær. Runólfur byggði orð sín á
könnun um stöðu og störf nemenda
sem hafa útskrifast frá Bifröst síð-
ustu ár. Hann sagðist sannfærður
um að sama ætti við um þá sem hafa
útskrifast frá öðrum háskólum.
Runólfur var þungorður í ræðu
sinni. „En hvers konar fréttir er ég
hér að flytja ykkur, þið konur í
hópi útskriftarnema. Jú, þrátt fyr-
ir að hafa að baki sama nám og að
hafa sömu gráðu og skólafélagar
ykkar, eruð þið af íslensku at-
vinnulífi ekki metnar eins og þeir
sem sitja við hlið ykkar hér á þess-
ari hátíðarstundu. Ég skammast
mín fyrir þessi skilaboð.“
Runólfur hét að berjast gegn
þessu, meðal annars með því að
stofna rannsóknasetur vinnuréttar
og jafnréttismála. Hann og Árni
Magnússon félagsmálaráðherra
skrifuðu undir samning þar um í
gær. Auk þessa á að setja á fót
átakshóp meðal kvenna í næsta út-
skriftarárgangi sem á að efla vit-
und kvenna um stöðu sína á vinnu-
markaði. ■
Meirihluti ökumanna virðir ekki lög um hámarkshraða í Ártúnsbrekku:
Lögbrjótar eru í flúsundavís
LÖGREGLUMÁL Vel yfir fjögur þús-
und ökumenn óku hraðar en á 110
kílómetra hraða um Ártúnsbrekk-
una í vikunni samkvæmt mælum
Gatnamálastofu Reykjavíkur-
borgar en það er 40 kílómetrum
hraðar en leyfilegur hámarks-
hraði.
Ekkert virðist hafa breyst hvað
þetta varðar síðan Fréttablaðið
skýrði frá því fyrir tæpu ári síðan
að vel yfir helmingur allra öku-
manna sem um Ártúnsbrekkuna
fara æki hraðar en lög leyfa og
margir vel yfir hundrað kílómetra
hraða. Lögregluyfirvöld báru þá
við að ekki væri komið til móts
við óskir hennar um hert eftirlit
og gat enginn hjá umferðardeild
lögreglunnar í Reykjavík staðfest
að eitthvað hefði breyst í millitíð-
inni. Lögreglumenn séu reglulega
við eftirlit á svæðinu en það dugi
skammt.
Þess má geta að almennar
starfsreglur hjá lögreglunni eru
að sekta ekki ökumenn nema að
viðkomandi fari fimmtán til tutt-
ugu kílómetra fram yfir hámarks-
hraða. Í því ljósi hefði verið hægt
að sekta ökumenn 60 þúsund
sinnum í liðinni viku. -aöe
Rá›herrann frestar
styttra framhaldsnámi
Menntamálará›herra segir mikilvægast a› markmi› breytinganna haldi sér og
a› nám til stúdentsprófs ver›i flrettán ár í sta› fjórtán. Forma›ur skólameist-
arasambandsins segir tíma nú gefast til a› ræ›a málin betur.
MENNTAMÁL Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra hefur ákveðið að fresta fyr-
irhugaðri styttingu á námi til
stúdentsprófs um eitt ár. Það þýð-
ir að ný námsskrá tekur gildi
haustið 2009 í stað 2008 eins og
stefnt var að.
Meginástæður breytingarinnar
eru ábendingar sem ráðherranum
bárust frá nemendum og skóla-
stjórnendum um að ekki væri
nægjanlegur tími til stefnu.
Einnig komu fram áhyggjur
vegna ýmissa þátta í endurmennt-
un kennara og gerð námskrár og
námstefnu.
„Aðalatriðið er þó að áformin
halda sér, við þurfum að nýta tím-
ann betur og það felst mikil verð-
mætasköpun í því að hafa þá meg-
inreglu að skólaganga til stúd-
entsprófs verði þrettán ár í stað
fjórtán. Þetta er afar mikilvægt
fyrir íslenskt samfélag því það
gengur ekki að Ísland sé eina
þjóðin í Evrópu sem hefur svo
langa skólagöngu til að komast í
háskóla,“ segir Þorgerður Katrín.
Hún segir ljóst að breytingin
muni kosta hundruð milljóna, en
ekki verði hjá því komist að ráð-
ast í þessa framkvæmd. „Okkur
ber skylda til að nýta námstímann
betur, við erum í alþjóðlegri sam-
keppni og hvert ár er dýrmætt,“
segir hún.
Þorsteinn Þorsteinsson, for-
maður skólameistarafélags Ís-
lands, segist alls ekki ósáttur við
frestunina og finnst hún afar eðli-
leg. „Það eru skiptar skoðanir um
þessar breytingar innan raða
skólamanna, menn vilja ræða
þessi mál betur og þetta gefur
mönnum betri tíma til að skoða
ýmis álitamál í framkvæmdinni.“
Hann segist heyra að margir
skólamenn hafi nokkrar áhyggjur
af framkvæmd breytinganna en
sjálfur er hann fylgjandi styttingu
námstímans. Hann hefði þó frekar
vilja lengja skólaárið meira en
segist gera sér grein fyrir því að
um það séu mjög skiptar skoðanir.
„Þeir sem gagnrýna þessar breyt-
ingar mest óttast að með þessu sé
verið að skerða námið, það verði
minna nám í mikilvægum grein-
um,“ segir Þorsteinn.
ssal@frettabladid.is
Mótorkrossmót:
Erill hjá
lögreglunni
VÍK Í MÝRDAL Töluverður erill var
hjá lögreglunni á Vík í Mýrdal,
vegna mótorkrossmóts sem staðið
hefur yfir um helgina. Þrjú slys
hafa orðið á ökumönnum bifhjóla.
Einn ökumaður ökklabrotnaði,
annar fór úr axlarlið og sá þriðji
slapp með minni háttar meiðsl.
Tuttugu ökumenn hafa verið
teknir fyrir of hraðan akstur í
grennd við Vík í Mýrdal.
Eitt fíkniefnamál kom upp í
gær þegar gestur á tjaldstæði var
tekinn með um fjögur grömm af
amfetamíni.
Töluverður fjöldi fólks er í
bænum í tengslum við mótið. - mh
AUSTURRÍKI
NJÓSNAÐ FYRIR MOSSAD Peter
Sichrovsky, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Frelsisflokks
Jörgs Haider, segist hafa njósnað
fyrir ísraelsku leyniþjónustuna
Mossad allan tímann sem hann
vann fyrir flokkinn. Hann sagðist
hafa viljað hjálpa Ísrael og að
Ísraelar hefðu viljað nota Haider
sem tengilið við ýmis Arabaríki.
EÞÍÓPÍA
STJÓRNIN HÉLT VELLI Stjórnar-
flokkarnir héldu velli í eþíópísku
þingkosningunum samkvæmt
kosningaúrslitum sem voru birt í
gær. Stjórnarflokkarnir fengu
269 af 547 þingsætum sem kosið
var um 15. maí. Enn á eftir að
taka á kærumálum og endanleg
úrslit verða ekki birt fyrr en 8.
júní.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SLUPPU VIÐ MEIÐSL Harður
árekstur var á Ísafirði í gær þeg-
ar tveir bílar skullu saman á
gatnamótum Skutulsfjarðarbraut-
ar og Seljalandsbrautar. Að sögn
lögreglu slasaðist enginn í
árekstrinum, en bílarnir eru báð-
ir algjörlega óökuhæfir.
Mannskæð sprengjuárás:
Á flri›ja
tug létust
INDÓNESÍA, AP Á þriðja tug manna
létust og fjörutíu særðust í tveimur
sprengjuárásum í bænum Tentena á
indónesísku eyjunni Sulawesi í gær.
Nokkrir særðust í fyrri sprenging-
unni en seinni sprengjan var mun
öflugri og sprakk þegar fólk kom
hinum særðu til hjálpar.
Sá yngsti sem lést var þriggja
ára drengur. Í það minnsta 22 létust
en sú tala gæti hækkað.
Talið er að íslamskir vígamenn
hafi komið sprengjunum fyrir. Yf-
irvöld segja að árásirnar tengist
ekki átökum kristinna manna og
múslima sem kostuðu um þúsund
manns lífið á árunum 2000 til
2002. ■
Bráðkvaddur á sjó:
Ma›urinn
sem lést
ANDLÁT Maðurinn sem lést á báti
sínum úti fyrir Bolungarvík í
fyrradag hét Kristján Þorleifsson.
Hann var 65 ára að aldri og lætur
eftir sig eiginkonu og tvö
uppkomin börn. ■
Umferðarslys í Hvalfirði:
Lést í árekstri
ANDLÁT Maðurinn sem lést í bíl-
slysi í Hvalfirðinum á föstudag
hét Skarphéðinn Kristinn Sigurðs-
son. Hann var 23 ára að aldri, til
heimilis að Ljósavík 27 í Reykja-
vík. Hann var ókvæntur og barn-
laus. ■
Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309
Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is
Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00
114.990 kr.
Hua Hin
2 vikur í júlí
Verð á mann í tvíb. með sköttum
129.995 kr.
5 stjörnu lúxus
2 vikur í ágúst
Verð á mann í tvíb. með sköttum
118.900 kr.
Pattaya
2 vikur í júní
Verð á mann í tvíb. með sköttum
133.700 kr.
Bali 2 vikur í júlí
Verð á mann í tvíb. með sköttum
Fjölmargir
möguleikar
í sumar og
haust
Mannlífið í
Taílandi og á Bal
i
á ómótstæðilegu
verði
Ævintýraleg sumarsól
í Austurlöndum
draCretsaM
udnuM
!aninusívá
aðref
Nánari upplýsingar
um verðdæmin
er að finna á
heimsíðunni
www.kuoni.is
Verðdæmi
SPURNING DAGSINS
Jóhann, ver›a eyjabúar ekki
a› fá sér kajak?
„Allavega bjarghring.“
Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndun-
arfélagsins, sagði hugmyndir sjálfstæðismanna í
Reykjavík um byggð í eyjunum kringum borgina
út í hött. Hann minnti á að helmingur Seltjarnar-
ness hefði farið undir vatn í Básendaflóðinu
1799.
ÚTSKRIFTARHÓPURINN Á BIFRÖST 63 nemar voru útskrifaðir í gær, þar á meðal fyrstu þrír
meistaranemarnir sem útskrifast frá Bifröst.
SUMARIÐ ER TÍMINN Sjaldan er meiri umferð á helstu stofnvegum höfuðborgarinnar en
þegar líða fer að sumri.
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra segir að það gangi ekki að
Íslendingar þurfi lengra nám til stúdentsprófs en aðrar Evrópuþjóðir.LÖGREGLUFRÉTTIR
BRUNI Í BREIÐHOLTI Lögregla og
slökkvilið voru kölluð út eftir að
tilkynning barst um bruna í Breið-
holtinu um klukkan hálf sjö
síðdegis í gær. Bruninn var minni-
háttar og var búið að slökkva eld-
inn að mestu þegar lögregla kom
á vettvang. Engan sakaði.