Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 10
Saga Bakkavarar er lyg- inni líkust. Fyrir fimm árum var það meðalstórt félag í Kauphöllinni sem vantaði verkefni. Í dag er félagið orðið stærsti framleiðandinn á Bret- landsmarkaði í sölu tilbú- inna, ferskra og kældra matvæla. Eggert Þór Að- alsteinsson hitti þá bræð- ur og kynnti sér fyrir- tækið eftir kaupin á Geest. Þegar Bakkavör fór á hlutabréfa- markað á útmánuðum árið 2000 áttu fáir von á því að afkvæmi þeirra Ágústs og Lýðs Guðmunds- sonar yrði á aðeins fimm árum risafyrirtæki sem ræki 42 verk- smiðjur í fimm löndum. Félagið lenti í niðursveiflunni sama ár og sat sem fastast þar til stjórnendur þess festu kaup á Katsouris Fresh Food í nóvember 2001. Þetta þóttu feikilega góð kaup og gaf Bakka- vör tækifæri til að ná góðri fót- festu á Bretlandsmarkaði. Fyrir um ári síðan hóf Bakkavör að kaupa hlutabréf í breska mat- vælaframleiðandanum Geest og lauk þeim kaupum á föstudaginn síðasta þegar 73 milljarðar voru reiddir af hendi til hluthafa Geest. Yfirburðamarkaðsstaða Nýja-Bakkavör, sem verður rekin undir merkjum Geest á Bret- landsmarkaði, verður stærsti framleiðandi tilbúinna kældra og ferskra matvæla á Bretlandi. Markaðshlutdeild félagsins verð- ur um 29 prósent en til saman- burðar er Northern Foods, sem er í öðru sæti, með ellefu prósent af markaðnum og Greencore sjö prósent. „Við erum komnir í úrvals- deildina og í þannig rekstur að við erum með yfirburðastöðu á breska markaðnum í þeim vöru- flokkum sem við framleiðum,“ segir Ágúst Guðmundsson, stjórn- arformaður Bakkavarar. Kannski væri nær að líkja Bakkavör við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni – félagið sem ber höfuð og herðar yfir aðra. Nýja fyrirtækið er fremst í öllum lykilvöruflokkum, frá salati og tilbúnum réttum til ídýfna og pítsa. Með kaupunum fjölgar vöruflokkum Bakkavarar úr fjórum í sautján. Vörurnar, sem eru orðnar 4.500, gefa félag- inu færi á því að ná til allra neyt- enda á Bretlandseyjum. Stjórnendurnir ætla sér ekki langan tíma til að fella saman rekstur Bakkavarar og Geest og stefnt er að því verki verði lokið að fullu fyrir næstu áramót. Lýð- ur Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir að um tímamót sé að ræða í rekstrinum. „Við erum í fyrsta skipti að kaupa fyr- irtæki sem býður upp á raunveru- leg samlegðaráhrif, það er að samræma innkaup, samhæfa kostnað og nýta sömu starfs- krafta.“ Of skuldsettir? Yfirtaka Bakkavarar á Geest verður varla lýst nema sem hálf- gerðu mikilmennskubrjálæði því Geest var með 4,5 sinnum meiri veltu en Bakkavör á síðasta ári. Kaupin hafa verið gagnrýnd og sagt að félagið væri orðið skuld- settasta félag Íslandssögunnar. Stjórnendur Bakkavarar blása á þessar gagnrýnisraddir. „Við erum að fjármagna þessi kaup eingöngu með lántökum sem þýð- ir að þessi fjárfesting á eftir að verða góð fyrir hluthafana okkar. Það er enginn vafi á því að félagið er skuldsett og eiginfjárhlutfallið lágt en á móti kemur að geta fé- lagsins til að greiða þessi kaup er gríðarleg. Það er mikið frjálst sjóðstreymi sem kemur úr þess- um rekstri,“ segja þeir bræður. Vegna getu félagsins til frambúð- ar til að greiða niður skuldir eru bankar eins og Barclays tilbúnir til að lána fyrir kaupunum. Stjórn- endur Bakkavarar eru sannfærðir um að félagið verði fljótt að borga kaupin og benda á að fjárstreymi félagsins sé mun betra en hjá flestum félögum í Kauphöllinni. Þegar Ágúst og Lýður eru spurðir um hvort Bakkavör hugi að skráningu á breska markaðinn hrista þeir hausinn og segja að það sé ekki inni í myndinni. Litið til annarra miða Um 90 prósent af tekjum Bakka- varar Group koma frá Bretlandi. Því má ætla að framtíðarvöxtur verði á öðrum markaðssvæðum þegar haft er til hliðsjónar að „tækifæri til vaxtar á Bretlandi eru stórum minni vegna sam- keppnismála,“ segir Ágúst. „Við stefnum að því að vaxa á Bret- landi með markaðnum. Þegar hlutdeildin er orðin þetta há er orðið ómögulegt að vaxa um 20 prósent líkt og við höfum gert síð- ustu árin. Á liðnum árum hefur markaður með tilbúin matvæli stækkað um tíu prósent á ári þannig að Bakkavör hefur verið að taka til sín markaðshlutdeild samkeppnisaðila,“ bætir hann við. Einn þáttur sem bresk sam- keppnisyfirvöld skoðuðu gaum- gæfilega, áður en þau lögðu bless- un sína yfir kaupin á Geest, var markaðsstaða Bakkavarar og Geest á markaði með ídýfur. Fé- lögin höfðu þar nærri 70 prósenta hlutdeild. Bræðurnir sjá fyrir sér að mestur verði vöxturinn í sölu á tilbúnum ávöxtum og gæðaeftir- réttum en þar situr félagið nær eitt að markaðnum. Markmið Bakkavarar eru tví- þætt: Félagið ætlar sér að ná tök- um á Geest og greiða hratt niður skuldir vegna kaupanna. Hins veg- ar er mikill vilji til að verða heims- þekktur matvælaframleiðandi á sviði tilbúinna ferskra matvæla. Það er verkefni framtíðarinnar. Reksturinn í Evrópu hefur ekki gengið vel og varð tap á síðasta ári. Sýn stjórnenda Bakkavarar er að félagið verði jafn sterkt á Evrópu- markaði og það er á þeim breska. Það myndi þýða að félagið næði sömu yfirburðastöðu í Evrópu. Á orðum Bakkabræðra er al- veg ljóst að þeir horfa í átt til Austurlanda fjær, sérstaklega Kína. Það kæmi annaðhvort til greina að kaupa fyrirtæki í Kína eða stofnsetja eigin verksmiðju. Fjárfesting í Kína myndi ekki síð- ur skila sér vel fyrir starfsemina í Bretlandi en með því móti er hægt að kaupa inn framleiðsluvörur fyrir bresku verksmiðjurnar. All- ir fremstu matvælaframleiðendur heims sem og smásalar hafa beint spjótum sínum að Kína. Tesco, sem er langstærsti viðskiptavinur Bakkavarar í Bretlandi, ætlar sér inn á kínverska markaðinn og er því ljóst að tækifærin eru mikil. Breyttar hefðir Þeir bræður spá mikið í þeim breytingum sem hafa orðið eða eru að verða á neyslumynstri íbúa í Vestur-Evrópu. „Framtíðin í mat- vælageiranum byggist í fyrsta lagi á því að gera matseld þægi- legri og einfaldari fyrir neytand- ann og í öðru lagi að hann geti keypt það sem hann vill, það er að hann geti valið hollan, góðan og þægilegan mat á sanngjörnu verði,“ segir Ágúst. Neytendur munu því spara sér tíma og jafn- vel aura með því að kaupa tilbún- ar matvörur frá fyrirtækjum eins og Bakkavör. En hefðirnar eru ekki síður að breytast þegar kemur að stjórnun fyrirtækja. Keppinautar Bakka- varar hafa átt í vandræðum á sama tíma og skila lægri framlegð en Bakkavör. Bakkabræður eru fullvissir um að stjórnunin hafi mikið um að segja. Þeir telja það vera eina skýringu af hverju Ís- lendingum gengur vel á Bret- landsmarkaði hvað þeir eru fljótir að taka ákvarðanir og ganga hreint til verks. Það er alveg ljóst að Bakka- bræður og aðrir íslenskir fjárfest- ar hafa ekki sagt sitt síðasta. Ágúst segir í gamni að félagið ætli sér heimsyfirráð. En er honum ekki full alvara? ■ 10 29. maí 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is „Vi› erum komnir í úrvalsdeildina og í flannig rekstur a› vi› erum me› yfirbur›astö›u á breska marka›n- um í fleim vöruflokkum sem vi› framlei›um,“ segir Ágúst Gu›mundsson, stjórnarforma›ur Bakkavarar. Kannski væri nær a› líkja Bakkavör vi› Chelsea í ensku úrvalsdeildinni – félagi› sem ber höfu› og her›ar yfir a›ra. N‡ja fyrirtæki› er fremst í öllum lykilvöruflokkum, frá salati og tilbúnum réttum til íd‡fna og pitsa. STARFI NÁM S A M H L I Ð A Bakkavör lýkur við kaupin á Geest LÝÐUR OG ÁGÚST GUÐMUNDSSYNIR Eftir kaupin á Geest er Bakkavör Group orðin stærsti framleiðandinn á breska markaðnum með tilbúnar, kældar og ferskar matvörur. Selur hlutafé: Magnús úr Samson VIÐSKIPTI Magnús Þorsteinsson hefur selt Björgólfi Guðmunds- syni og Björgólfi Thor Björgólfs- syni hlut sinn í Samson eignar- haldsfélagi ehf. og Samson Hold- ing. Með því eru félögin alfarið í eigu feðganna. Samson-félög- in eiga hluti í Landsbankanum og Burðarási, m ó ð u r f é l a g i Eimskipa. Magnús er aðaleigandi Avion Group, móðurfélags Air Atlanta og Excel Airways og hyggst hér eftir festa fé sitt í almennri flutningastarfsemi og flug- rekstri. - bþg MAGNÚS ÞOR- STEINSSON Ein- beitir sér að fjár- festingum í flug- rekstri og flutn- ingastarfsemi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.