Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 18
18 29. maí 2005 SUNNUDAGUR Ys og þys á Indlandi Íslandsheimsókn Abdul Kalam, forseta Indlands, hefst í dag og stendur í fjóra daga. Indland er á gó›ri lei› me› a› ver›a flri›ja stærsta hagkerfi heims en engu a› sí›ur fær a›eins hluti Indverja a› njóta ávaxtanna af uppsveiflunni eins og Sveinn Gu›marsson rekur í flessari grein. F orseti Indlands, AbdulKalam, kemur til Íslands ídag í opinbera heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta en hann mun dvelja hér til 1. júní. Heimsóknin er liður í lengra ferðalagi því auk Íslands sækir hann Rússland, Sviss og Úkraínu heim. Samvinna Íslendinga og Ind- verja á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu verður í brenni- depli á meðan heimsókn Kalam og fylgdarliðs hans stendur en einnig hyggst hann kynna sér orkufram- leiðslutækni með jarðhita og við- vörunarkerfi um jarðskjálfta sem Íslendingar hafa þróað. Eins og lesa má annars staðar á síðunni þá er Kalam er marg- slunginn persónuleiki og þannig er hann á vissan hátt spegill þjóð- ar sinnar. Á Indlandi býr rúmur milljarður manna í 29 sjálfstæð- um héruðum. Þar tala menn 33 tungumál sem skiptast í 1.650 mállýskur og fjölbreytni í trúar- brögðum er óvíða meiri. Og eins og búast má við eru kjör fólks í þessu víðfeðma landi býsna mis- jöfn svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bullandi hagvöxtur Fréttir af efnahagsuppgangi Ind- lands hafa verið áberandi í vest- rænum fjölmiðlum undanfarin ár enda hafa Indverjar, líkt og Kín- verjar, mjög sótt í sig veðrið í þessum efnum. Á meðan hag- vöxtur síðustu tíu ára á evru- svæðinu hefur ekki verið nema 1,9 prósent og og í Bandaríkjun- um 3,3 prósent þá hafa Indverjar búið við 5,9 prósenta hagvöxt að jafnaði síðasta áratug. Þeir eiga þó enn langt í land með að ná Kín- verjum með sinn 9,3 prósenta meðalhagvöxt. Það sem gerir árangur Ind- verja ekki hvað síst ánægjulegan er að sífellt stærri hluti þjóðar- teknanna kemur úr tölvu- og upp- lýsingatæknigeirunum. Á hverju ári útskrifast hundruð þúsunda verkfræðinga úr indverskum há- skólum sem standast fyllilega samanburð við vestræna starfs- bræður sína – en þiggja lægri laun fyrir störf sín. Fyrirtæki á Vesturlöndum hafa nýtt sér enskukunnáttu Indverja til dæm- is með því að flytja verkefni á borð við símasvörunarþjónustu þangað. Gæðunum misskipt Sá böggull fylgir skammrifi að þessum nýfengnu tekjum er mjög misskipt. Lunginn úr erlendri fjárfestingu endar í sex ríkustu héruðunum, hin 23 fá nánast ekki neitt. Enn búa um 35 prósent Ind- verja undir fátækramörkum, eða um 350 milljónir fólks. 47 prósent barna undir fimm ára aldri eru vannærð og 65 af hverjum fædd- um börnum deyja á fyrsta ári. Ýmsar ástæður eru fyrir því að ekki hefur gengið betur að bæta hag indversks almennings þrátt fyrir uppsveifluna. Greinarhöf- undur í The Economist setti fram athyglisverða kenningu fyrr á þessu ári hvers vegna staðan væri önnur í Kína að þessu leyti, ástæð- an liggur í lestrarkunnáttu kvenna. Í Kína geta 87 prósent kvenna les- ið á meðan 45 prósent indverskra kvenna eru læsar. Skólaganga kvenna leiðir af sér betri heilsu og menntun hjá fólki almennt sem aftur leiðir til hæfara vinnuafls. „Börn sem gengið hafa í skóla vilja ekki vinna á hrísgrjónaakri,“ segir í The Economist. Auðvitað er þessi framsetning einföldun enda eru aðstæður í Kína og Indlandi ólíkar í flestu til- liti. Þannig er Kína mun einsleitari þjóð en Indland og sömuleiðis eru pólitískar aðstæður þar allt aðrar. Rótgróið lýðræði Í þessu ljósi er athyglisvert hversu rótgróið lýðræði er á Ind- landi – þótt það sé ekki að öllu leyti sniðið að vestrænum kröfum og hugmyndum – því afar fá dæmi eru um lýðræðisríki þar sem þjóð- artekjur á íbúa eru mjög lágar. Kjörsókn er yfirleitt með ágætum á Indlandi og það eru ekki síst þeir sem lægstu tekjurnar hafa sem skila sér á kjörstað. Hvers vegna gengur þá ekki betur að koma á umbótum í landinu? Fyrir utan hina rótgrónu stéttaskiptingu sem gegnsýrir indverskt samfélag þá bendir The Economist á þrjár brotalamir sem finna má í stjórnmálalífi landsins um þessar mundir: spilltir stjórn- málamenn, of margir flokkar og of mikil miðstýring. Fjórðungur þingmanna bíður ákæru Af þeim 541 þingmanni sem sett- ist í neðri deild þingsins eftir kosningarnar í fyrra hafði tæp- lega fjórðungur verið ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi. Hlut- fallið er hærra hjá þeim þing- mönnum sem litla menntun hafa en þeir eru einnig auðugari en þeir þingmenn sem eru langskóla- gengnir. Helmingur þeirra sem gæti beðið löng fangelsisvist kem- ur úr fjórum kjarnahéruðum hindúa en þar er sögð sérstaklega mikil hætta á að glæpamenn hrifsi völdin og stýri svæðinu eins og lénsdæmi sínu. Þar er jafn- framt mest hættan á kosninga- svindli. Þótt fjölbreytt flokkaflóra beri gróskumiklu stjórnmálastarfi vitni þá má öllu ofgera. Auk stóru flokkanna tveggja, Kongress- flokksins og Bharatiya Janata, þjóðarflokks hindúa, er urmull smáflokka á þinginu sem berjast flestir hverjir fyrir þröngum sér- hagsmunum sinna umbjóðenda. Í samsteypustjórninni sem Kon- gress-flokkurinn myndaði eftir kosningarnar fyrir ári eru tuttugu smáflokkar. Með öðrum orðum, ríkisstjórnin er mynduð utan um lægsta mögulega samnefnara. Því þarf ekki að koma á óvart að Man- mohan Singh forsætisráðherra hafi ekki tekist að hrinda nema broti af þeim umbótum í fram- kvæmd sem flokkur hans hafði lofað. Að lokum benda greinar- höfundar The Economist á að með því að draga úr miðstýringu í landinu og færa meiri völd og fjárráð til héraðs- eða bæjar- stjórna væri mun auðveldara að fylgjast með að þeir sem ættu rétt á tiltekinni þjónustu nytu hennar. Það væri kærkomin tilbreyting í stað þess að „aðeins fimmtán rúp- íur rynnu til fátækra af þeim hundrað sem þeim hafði verið lof- að af almannafé,“ svo vitnað sé til orða Rajiv Ghandi, fyrrverandi forsætisráðherra. ■ LAND FJÖLBREYTNINNAR Mikið umbrotaskeið stendur nú yfir í indversku þjóðlífi, sér- staklega í efnahagslegu tilliti. Þeir eiga þó enn nokkuð í land með að ná Kínverjum í þessu tilliti. FORSETINN KVADDUR Manmohan Singh forsætisráðherra færði Abdul Kalam forseta blómvönd áður en hann lagði upp í Íslandsferðina. Eldflaugamaðurinn Dr. Avul Pakir Jainulabdeen Abdul Kalam, eins og forseti Indlands heitir fullu nafni, er um margt athyglisverður maður. Hann er kallaður faðir indversku kjarnorkusprengjunnar en jafnframt er hann grænmetisæta og alger bindindis- maður á áfengi og kynlíf. FÆDDUR 15. október 1931 í Rameswaram í héraðinu Tamil Nadu á suðaustanverðu Indlandi. MENNTUN Flugvélaverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Madras (nú Chennai) árið 1958. STARFSFERILL Áður en Kalam varð for- seti var hann atkvæðamikill í rannsókn- um á sínu sviði. Hann stjórnaði smíði fyrstu indversku gervihnattanna og síðan stýrði hann vel heppnuðu eldflauga- verkefni Indverja. Þar fékk hann viðurnefni sitt, eldflaugamaðurinn. Á tíunda áratugnum leiddi hann svo kjarnorkuáætlun Indverja en þeir sprengdu sína fyrstu kjarnorkusprengju árið 1998. FORSETATÍÐ Kalam var kjörinn forseti árið 2002 og fékk yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða enda sameinuðust báðir stóru flokkarnir um að styðja hann. Hann hefur einkum beitt sér í að gera Indland að öflugu upplýsingaþjóðfélagi og vonast til að Indland verði komið í hóp fremstu iðnríkja árið 2020. PERSÓNAN Kalam er múslimi og er vel lesinn í Kóraninum. Hann hefur hins vegar lagt sig í framkróka við að höfða til hindúa líka og les í því skyni reglu- lega þeirra helsta helgirit, Bhagavad Ghita. Kalam er mikill meinlætamaður, hann er skírlífur, borðar einungis grænmetisfæði og er alger bindindismaður á áfengi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.