Fréttablaðið - 29.05.2005, Side 54
26 29. maí 2005 SUNNUDAGUR
Raunveruleikasjónvarp
í sinni ljótustu mynd
Svoköllu› „Bumfight- myndbönd“ hafa
selst eins og heitar lummur á netinu und-
anfarin ár. Í myndböndunum má me›al
annars sjá heimilislaust ógæfufólk slást og
mei›a hvort anna› gegn grei›slu frá kvik-
myndager›armönnum. Tilur› myndband-
anna hefur vaki› upp ‡msar spurningar
um si›fer›i hins svokalla›a raunveruleika-
sjónvarps. Kristján Hjálmarsson kynnti sér
uppruna myndbandanna og áhrif fleirra.
U pphaf Bumfight-mynd-bandanna má rekja afturtil myndarinnar Bumfight:
A Cause for Concern, sem var gef-
in út vorið 2002. Ray Laticia og Ty
Beeson fengu hugmyndina að
myndbandinu þegar þeir sáu
götuslagsmál í San Francisco árið
2001. Þeir söfnuðu saman mörg
hundruð klukkustundum af efni
þar sem heimilislaust fólk, sem
allt átti við fíkniefnavandamál að
stríða, var látið slást, rífa úr sér
tennur, hlaupa af fullum þunga á
steinveggi, renna sér niður tröpp-
ur í búðarkerrum og reyna fyrir
sér í hvers kyns áhættuleik. Oft-
ast borguðu Laticia og Beeson
leikurunum fyrir vinnuna með
áfengi, eiturlyfjum, mat eða pen-
ingum – frá rúmum eitt þúsund
krónum upp í sex þúsund þegar
best lét. Þeir keyptu einnig efni
frá öðrum og skeyttu bútunum
saman í eina mynd sem þeir settu
síðan á netið. Með myndinni von-
uðust Laticia og Beeson til að geta
fjármagnað aðra mynd sem þeir
höfðu í bígerð.
Howard Stern hrósar Bumfight
Myndin spurðist fyrst út manna
milli á netinu og í hjólabrettagörð-
um í borgarúthverfum. Salan fór
rólega af stað en jókst töluvert
þegar þeir félagar hengdu upp
veggspjöld í nokkrum borgum og
staðarfjölmiðlar fóru að sýna mál-
inu áhuga. Það var samt fyrir til-
stilli útvarpsmannsins umdeilda,
Howards Stern, að salan fór upp
úr öllu valdi, en hann hrósaði
myndinni í þætti sínum og lýsti
henni sem „öfgafullri útgáfu af
Jackass-þáttunum“. Stern sagði
meðal annars „Mér brá og mér
bregður oftast ekki. Þið verðið að
sjá þessa mynd.“
Eftir það fór myndin eins og
eldur í sinu um Norður-Ameríku
og var fjallað um hana í öllum
stærstu dagblöðum og sjónvarps-
stöðvum landsins. Áður en vikan
var úti var fólk í Evrópu og Mið-
Austurlöndum einnig farið að
sýna henni áhuga. Á örfáum vik-
um seldust um þrjú hundruð þús-
und myndbönd, hvert á um tutt-
ugu dollara, ásamt öðrum varn-
ingi, þar á meðal bolum og peys-
um með áletruninni Rufus the
Stunt Bum eða Rúfus áhætturóni.
Rúfus þessi er titlaður aðalstjarna
myndarinnar. Ray Laticia og Ty
Beeson græddu milljónir á mynd-
inni.
Út fyrir öll velsæmismörk
Þegar fjölmiðlafárið varð sem
mest fóru ýmis samtök og stjórn-
málamenn að gagnrýna myndina
enda var talað um að raunveru-
leikasjónvarpið væri komið út
fyrir öll velsæmismörk. Áður
höfðu þættirnir Jackass, sem
sýndir eru á tónlistarstöðinni
MTV, verið harðlega gagnrýndir,
þar sem þáttastjórnendur reyna
sig í ýmsum áhættuatriðum með
misalvarlegum afleiðingum. Jack-
ass- þættirnir voru þó bara hátíð
miðað við Bumfight-myndbandið,
því þar var verið að níðast á minni
máttar – fólki sem átti erfitt upp-
dráttar.
Laticia og Beeson vilja þó ekki
meina að þeir séu að gera lítið úr
ógæfufólkinu sem „leikur“ í
myndböndum þeirra. „Myndbönd-
in eiga ekki að vera sjokkerandi
heldur sýna þau ákveðið svið
þjóðfélagsins sem fólk myndi
annars ekki sjá,“ sagði Laticia í
samtali við BBC þegar gagnrýnin
á myndböndin stóð sem hæst.
„Við bjuggumst aldrei við því að
myndin yrði svona vinsæl, en það
þýðir bara að við höfum úr meira
fé að spila þegar við gerum næstu
mynd.“
Bumfight til umræðu á banda-
ríska þinginu
Umræðan um myndböndin náði
meðal annars inn á Bandaríkja-
þing en þingmaðurinn Earl Blu-
menauer benti meðal annars á að
ríki sem vildi berjast gegn mis-
notkun á dýrum ætti einnig að
berjast gegn misnotkun á fólki.
„Þetta mál snýst um grundvallar-
mannréttindi,“ sagði Blumenauer.
Laticia og Beeson vildu þó lítið
gera úr gagnrýninni og sögðu
ógæfufólkið hafi tekið þátt í
myndbandinu af fúsum og frjáls-
um vilja. „Andstæðingar okkar
segja að fólkið sem við mynduð-
um hafi ekki verið hæft til að taka
upplýsta ákvörðun. Slíkar alhæf-
ingar gera lítið úr fólkinu. Rón-
arnir elska okkur, þeir gleðjast
þegar þeir hitta okkur. Þeir eru
meira að segja með símanúmerin
okkar,“ sagði Laticia en viður-
kenndi þó að sumir ógæfumann-
anna hefðu meiðst við tökur á
myndinni.
Í samtali við Fox-sjónvarps-
stöðina sagði Beeson meðal ann-
ars: „Í raun er ég ánægður með að
myndböndin hafa varpað ljósi á
og vakið upp umræður um að-
stæður heimilislausra.“
Samtök heimilislausra snúast til
varnar
Sá hópur sem hefur hvað harðast
barist gegn Bumfight-myndbönd-
unum er Landssamtök til hjálpar
heimilislausum í Bandaríkjunum
(NCH). Samtökin hafa birt grein-
ar og fjallað um málið á heimasíðu
sinni og segja þar meðal annars að
það sé ekki venjan hjá heimilis-
lausu fólki að slást, rífa úr sér
tennur eða hlaupa á steinveggi.
Þau benda meðal annars á að fólk
í neyð geri hvað sem er til að
bjarga sér. Craig Walton, prófess-
or í mannfræði við Nevada-há-
skólann í Las Vegas, tekur undir
orð talsmanna NCH. „Það er ekki
að hægt að bera saman frjálsan
vilja og það sem fólk er tilbúið að
gera í neyð. Hvert er valið?,“
spurði hann.
Greiddu í kleinuhringjum
Þótt myndbandið hefði vakið
mikla athygli í Bandaríkjunum
virtist enginn fáanlegur til að
leggja fram kæru gegn kvik-
myndagerðarmönnunum. Fulltrú-
ar hjá FBI, Bandarísku alríkislög-
reglunni, reyndu að komast til
botns í málinu en hættu við þar
sem niðurstaðan varð sú að sönn-
unarbyrðin yrði erfið þar sem
enginn fékkst til að kæra. Þar að
auki virtist sem allir „leikararnir“
hefðu fengið greitt fyrir sinn þátt
í myndinni og skrifuðu þeir undir
plagg þess efnis.
Þó fór svo að maður að nafni
Peter La Forte lagði fram kæru.
La Forte, sem var heimilislaus
maður, hafði orðið fyrir árás frá
konu sem kölluð var Svínakóti-
lettan á almenningsklósetti. La
Forte, sem var barinn sundur og
saman á meðan tökur stóðu yfir,
hafði ekki fengið greitt fyrir sinn
þátt á meðan Svínakótilettan fékk
kleinuhring, bjór og tuttugu doll-
ara. Hún sagðist hafa verið svöng
og þurft á peningunum að halda
og því látið til leiðast.
Skilorðsbundið fangelsi
Réttarhöldin reyndust þó ekki
vera nein hindrun fyrir Laticia og
Beeson. Þeir höfðu verið kærðir í
nokkrum liðum fyrir að níðast á
öðru fólki og gátu átt þungan dóm
yfir höfði sér. En eftir því sem
leið á réttarhöldin fækkaði kær-
unum og yfirvofandi refsing mild-
aðist. Svo fór að þeir voru dæmd-
ir í þriggja ára skilorðsbundið
fangelsi, 500 dollara sekt og
þurftu að inna af hendi 250 tíma í
samfélagsvinnu á spítala fyrir
heimilislaust fólk. Félagarnir
reyndu að vísu að komast upp með
að falsa skýrslur um þá samfé-
lagsvinnu sem þeir höfðu innt af
hendi og þurftu fyrir vikið að
dúsa í steininum í smástund.
Og þrátt fyrir kærurnar og
dóminn hafa þeir Bumfights-
framleiðendur ekki lagt árar í bát
því enn er hægt að kaupa mynd-
böndin á heimasíðu þeirra. Þegar
eru komin út þrjú myndbönd, það
nýjasta Bumfigths: The Felony, og
þeir Bumfights-framleiðendur
bjóða greiðslu fyrir atriði í næstu
mynd. Þeir slá þó einn varnagla –
að þeir sem leika í myndböndun-
um verða að skrifa undir samning
þess efnis.
Happy slapping
Fleiri hafa fetað í fótspor Laticia
og Beesons í Bandaríkjunum og
víðar og nú rignir inn á netið
myndböndum um ógæfufólk. Í
Kanada er hópur sem kallar sig
Crazy Pricks. Hópinn skipa strák-
ar um tvítugt sem keyra um og
spyrja heimilislaust fólk til vegar.
Þegar fólkið kemur svo upp að
bílnum kýla strákarnar það í göt-
una og keyra hlæjandi í burtu.
Sömu sögu er að segja frá
Bretlandi en þar eru táningar
farnir að taka upp á því að slá
ókunnugt fólk utan undir, taka það
upp á myndavélasíma og setja á
netið. Uppátækið kalla krakkarnir
„happy slapping“ eða gleðikinn-
hest.
Fyrir skömmu var sérstakur
þáttur um gleðikinnhest sýndur í
bresku sjónvarpi. Þar viður-
kenndu táningar að hafa tekið þátt
í uppátækinu og sögðu að aðfar-
irnar yrðu sífellt grófari því þeir
vildu alltaf ganga skrefinu lengra.
Heimildir: nationalhomeless.org,
BBC, foxnews.com
Heimilislaus
hermaður
Ein aðal“stjarna“ Bumfights-
myndanna er Rufus the Stunt
Bum eða Rúfus áhætturóni eins
og hann yrði líklega kallaður á
íslensku. Rúfus reynir ýmislegt í
myndböndunum. Hann hleypur
til dæmis ítrekað á auglýsinga-
skilti með höfuðið á undan sér,
brýtur fótinn á vini sínum og ríf-
ur úr sér tönn með töng.
Rufus heitir réttu nafni Rufus
Hannah. Árið 1982 var hann
leystur undan herskyldu vegna
meiðsla sem hann hlaut á æf-
ingu og hefur verið heimilislaus
síðan. Rufus og Donald vinur
hans eru helstu stjörnur fyrstu
Bumfight-myndarinnar og eru
með stór húðflúr á enni og hnú-
um þar sem stendur Bumfight.
Donald var einnig leystur með
sóma undan herskyldu árið
1970. Hann var í fyrstu orustu-
sveit flughersins þá þrettán
mánuði sem hann sinnti her-
skyldu í Víetnam. Hann hlaut
bæði Purpurahjartað og Silfur-
krossinn fyrir þjónustu sína í
hernum, eins og hundrað þús-
und aðrir hermenn sem lögðu
líf sitt og limi í hættu en eru nú
heimilislausir.