Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 56
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 31 1 Sunnudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  20.00 KR og FH mætast á KR-velli í Landsbankadeild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Formúla 1 á Rúv. Bein útsending frá kappakstrinum í Nurburgring.  12.20 Meistaradeildin á Sýn. Fréttaþáttur.  12.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik í lokaumferð ítölsku deildarinnar.  15.00 Golf á Sýn. Sýnt frá bandarísku mótaröðinni.  15.50 Gillette sportpakkinn á Sýn. Líflegur íþróttaþáttur.  16.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik í lokaumferð spænsku deildarinnar.  19.00 Bikarmót í fitness á Sýn. Sýnt frá keppni kvenna á bikarmótinu.  19.40 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá stórleik KR og FH í Frostaskjóli.  21.20 Helgarsportið á Rúv. Íþróttir helgarinnar gerðar upp.  22.00 NBA á Sýn. Endursýndur leikur.  00.00 NBA á Sýn. Bein útsending frá leik í úrslitakeppninni. Bæði lið eiga að geta spilað betur 29. maí 2005 SUNNUDAGUR Njáll Ei›sson spáir jafntefli í stórslag KR og FH í Landsbankadeildinni í kvöld. Li›unum var spá› tveimur efstu sætunum í vor og ver›a KR-ingar a› sp‡ta í lófana ef FH-ingar ætla ekki a› taka of stórt forskot á flá me› sigri í kvöld. FH-ingar hafa unni› sjö af sí›ustu tíu vi›ureignum li›anna í Vesturbænum. FÓTBOLTI FH-ingar virðast vera á góðu skriði en þeir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni á mjög svo sannfærandi máta. Þeir eru með fullt hús stiga og marka- töluna 11–1. En liðunum sem þeir hafa leikið gegn, Grindavík, Keflavík og ÍBV, var ekki spáð í efri hluta deildarinnar í upphafi móts og má því segja að fyrsta al- vöruprófraun liðsins verði gegn KR í Frostaskjólinu í kvöld. Frammistaða KR-inga hefur valdið þónokkrum vonbrigðum. Þeir innbyrtu þó sigur í fyrstu tveimur leikjum sumarsins, gegn Fylki og Fram, þrátt fyrir að leika ekki neitt sérstaklega vel. Á fimmtudagskvöldið töpuðu þeir fyrir Keflavík og misstu þar með bæði FH og Val fram úr sér. Það liggur því mikið á að þeir sýni sitt rétta andlit til að missa FH-inga ekki of langt frá sér. „KR-ingar eru vel mannaðir en þeir eiga að geta betur en þeir hafa sýnt,“ sagði Njáll Eiðsson knattspyrnuþjálfari um leik kvöldsins. „Þeir mega alls ekki tapa leiknum og því hljóta þeir að leggja sig mjög hart fram. Sex stig í stuttu móti er ansi mikið.“ Njáll segir að þarna fari fram mjög athyglisverður leikur enda KR talið ásamt Val það lið sem geti helst veitt Hafnfirðingum einhverja samkeppni um Íslands- meistaratitilinn. „En FH-ingar eru með gott tak á KR í Frosta- skjólinu og verður því enn at- hyglisverðara að sjá hvort KR- ingar nái að stoppa meistarana,“ sagði Njáll. Hafnfirðingar hafa unnið sjö af síðustu tíu viðureign- um liðanna á heimavelli KR-inga sem geta einungis státað af ein- um sigri úr þessum leikjum. „FH-ingarnir eru að sama skapi mjög sterkir en hafa í sjálfu sér ekki verið að spila neitt sérstaklega vel. Hafa samt skor- að 11 mörk og náð góðum sigrum suður með sjó, í Grindavík og Keflavík. Það hafa komið góðir kaflar í leik þeirra, til dæmis voru þeir mjög sannfærandi í síð- ari hálfleik gegn ÍBV þar sem þeir stjórnuðu leiknum alger- lega. En það á eftir að reyna meira á liðið og mun það senni- lega gerast í kvöld.“ Njáll bendir einnig á að ekkert jafntefli hefur komið í fyrstu þremur umferðum Landsbank- deildarinnar. „Ef ég ætti að spá myndi ég veðja á jafntefli í þess- um leik þó svo að FH-ingarnir séu líklegri. Hlutirnir eru þó fljótt að breytast enda bara lítið búið af þessu móti,“ sagði Njáll. eirikurst@frettabladid.is > Við mælum með ... ... að knattspyrnuunnendur bregði undir sig betri fætinum og kíki í Frostaskjólið í kvöld þar sem tvö bestu knattspyrnulið landsins mætast. Þetta er klárlega einn af stórleikjum sumarsins sem ekki má missa af. Arftaki Þóris fundinn Samúel Ívar Árnason hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara Hauka í handknattleik en hann lék með ÍBV á síðustu leiktíð. Samúel Ívar er einn allra besti hornamaður landsins og því er verðugur arftaki Þóris Ólafssonar, sem er farinn til Þýskalands, fundinn. 60 SEKÚNDUR Síókn eða vörn? Sókn. Fram eða Fylkir? Fylkir, að sjálfsögðu. Viggó eða Gummi? Báðir. Af hverju handbolti frekar en fótbolti? Handbolti er skemmtilegri. Danski boltinn er... Sókndjarfur. Erik Veje er... Snillingur. Kók eða pepsí? Kók. Erfiðasti andstæðingur? Hreiðar Guðmundsson. Auðveldasti andstæðingur? Sebastian Alexandersson. Besti handboltamaður heims? Kristján Arason þegar hann var upp á sitt besta. Besta greiðslan í landsliðinu? Raggi Óskars með afró. Gel eða vax? Vax. Besti leikmaður Danmerkur? Leikmenn Århus GF. MEÐ RÓBERTI GUNNARSSYNI sport@frettabladid.is FAGNAR ÁRMANN SMÁRI Í KVÖLD? FH og KR skildu jöfn í Kaplakrikanum í fyrra með mörkum Ármanns Smára Björnssonar og Kjartans Henry Finnbogasonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 28 > Við furðum okkur á ... .... því stefnuleysi og óreiðu sem virðist ríkja hjá Íslendingafélaginu Stoke City. Gunnar Gíslason og íslensku hluthafarnir vilja ólmir selja félagið en Tony Pulis, stjóra liðsins, líður greinilega ekki betur en svo að hann er í efa um framtíð sína hjá Stoke þrátt fyrir ágætt gengi í vetur. Vormót í frjálsum: Íslandsmet í spjótkasti FRJÁLSAR Hin tvítuga spjótkast- kona, Ásdís Hjálmsdóttir, gerði sér lítið fyrir í gær og setti nýtt Íslandsmet í spjótkasti kvenna á Laugardalsvellinum þegar hún kastaði spjótinu 57,10 metra á vormóti FÍRR. Hún bætti met Vigdísar Guð- jónsdóttur um rúmlega einn og hálfan metra en Vigdís hefur kastað lengst 55,54 metra. Besta kast Ásdísar fyrir gærdaginn var 55,51 metri. Meiðsli hrjá Fylkismenn: Óvissa me› Sævar fiór FÓTBOLTI Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Sævars Þórs Gíslasonar, sóknarmanns Fylkis, eru en hann þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik í tapleiknum gegn Val. Sævar sagði við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög óstöðugur í hnénu og átti hann von á því að málið myndi skýrast í dag. „Ég lenti eitthvað skringilega og ég heyrði smell. Hnéð gekk nánast til og það gæti verið að lið- böndin hafi eitthvað skaddast. En ég er ekki svo bólginn, svo að það er jákvætt,“ sagði Sævar en ljóst er að skarð hans í sóknarlínu Fylkis verður ekki fyllt svo auð- veldlega fari svo að Sævar verði frá í einhvern tíma. - vig TÆPUR Sævar Þór hefur verið óheppinn með meiðsli. Það gerðust óvæntir hlutir í tímatökunni í gær: Nick Heidfeld á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum FORMÚLA 1 Ökumenn Williams- liðsins voru í fantaformi þegar tímatakan fyrir kappaksturinn á Nurburgring fór fram í gær. Hraðast allra ók Nick Heidfeld og hann verður því á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum í dag. Raikkonen keyrði aðeins hæg- ar en Heidfeld og Íslandsvinur- inn Mark Webber var með þriðja besta tímann. Michael Schu- macher var í tómu tjóni í tíma- tökunni og hann er tíundi í rás- röðinni. Félagi hans, Rubens Barrichello, er fyrir framan hann og er ljóst að Schumacher mun eiga erfitt uppdráttar í keppninni í dag en hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðustu vikur. Þær breytingar áttu sér stað í gær að aðeins fór fram ein tímataka í stað tveggja en það fyrirkomulag hefur verið lagt af og ekki degi of seint að mati margra. „Þetta er frábær tilfinning enda er ég búinn að vera lengi í þessum bransa og það hlaut að koma að því að ég kæmist á rá- spól,“ sagði Heidfeld skælbros- andi. „Af öllum stöðum þá er þetta brautin þar sem ég vildi allra mest komast á ráspól. Hér er mitt heimafólk og þetta hefur verið frábær dagur. Annars koma þessi úrslit mér á óvart en við Webber áttum von á meiri sam- keppni hér í dag.“ Kimi Raikkonen hefur unnið síðustu tvær keppnir og hann ætlar að fullkomna þrennuna í dag. Hann leit vel út í tímatök- unni í gær og er svo sannarlega til alls líklegur í keppni dagsins enda með sjálfstraustið í sögu- legu hámarki. Fernando Alonso virðist síðan aðeins vera að gefa eftir en hann varð að sætta sig við sjötta besta tímann í gær. - hbg ÚRSLIT TÍMATÖKUNNAR Nick Heidfeld Williams Kimi Raikkonen McLaren Mark Webber Williams Jarno Trulli Toyota Juan Pablo Montoya McLaren Fernando Alonso Renault Rubens Barrichello Ferrari Ralf Schumacher Toyota KÁTUR OG HRESS Nick Heidfeld brosti allan hringinn í gær eftir að hann náði ráspól í fyrsta skipti á ferlinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.