Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 58
30 29. maí 2005 SUNNUDAGUR MIKILVÆGT AÐ FLEIRI STELPUR FARI ÚT FÓTBOLTI Ásthildur á frábæran fer- il að baki og ljóst að það á eftir að bætast enn frekar á ferilsskrá hennar, hún er 29 ára og er enn ekki farin að huga að því að hætta knattspyrnuiðkun. ,Mér líður frábærlega í Svíþjóð og ég hef verið mjög heppin með lið, frábærar stelpur og góður andi innan liðsins. Æfingarnar eru alveg fyrsta flokks og allar að- stæður góðar,“ sagði Ásthildur í samtali við Fréttablaðið. Hún hef- ur spilað með Breiðablik, KR og ÍBV hér á landi ásamt því að spila í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. ,,Malmö er með mjög gott lið. Okkur var reyndar ekki spáð neitt mjög góðu gengi fyrir tímabilið þar sem við misstum þrjár lands- liðskonur. Ég hef verið að spila í sókninni og það hefur gengið mjög vel.“ Allt miklu stærra Árið 1995 lék Ásthildur leik gegn Malmö í Norð- urlandamóti og fannst liðið spila skemmtileg- an bolta, allar götur síðan hefur hún fylgst vel með lið- inu. Hún fór síðan út í nám til Svíþjóðar og mætti á æf- ingu hjá lið- inu og gekk hún mjög vel. Þegar Ásthildur er spurð út í það hver sé stærsti munurinn í deildinni hér heima og þeirri sænsku segir hún að það séu æf- ingarnar. ,,Það er æft miklu meira hérna úti og í samræmi við það verður tempóið í leikjum miklu meira. Þá eru fleiri góðir leikmenn í deild- inni og fleiri lið, þetta er allt miklu stærra, breiddin er meiri og því meiri möguleiki á að ná góðum gæðum. Annars er íslenski kvennabolt- inn svo sannarlega á réttri leið þótt mér þyki oft vanta metnað í margar stelpur heima. Þær eru ekki að leggja sig nægilega fram á æfingum og taka þetta ekki af nægilega mikilli alvöru. Mikil- vægt er að fleiri leikmenn fari út og spili í sterkari deildum, það gerir landsliðið betra.“ Rosaleg vonbrigði Það var 13. mars 2004 sem krossbönd í hné slitnuðu hjá Ásthildi þegar Ísland sigraði Skotland í vináttulandsleik 5-1. Á þessum tíma var hún búin að standa sig frábærlega með Malmö sem var búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evr- ópukeppninnar. Þremur mánuðum áður var hún í þriðja sætinu í valinu á íþróttamanni ársins en sumarið 2003 var hún leikmaður ársins í L a n d s b a n k a d e i l d kvenna þar sem hennar lið, KR, varð Íslandsmeist- ari. ,,Þetta voru rosaleg vonbrigði þegar þetta gerðist, sérstaklega tvær fyrstu vikurnar. Þegar ég fór út og hitti stelp- urnar í Malmö eftir að þetta gerðist gerði ég mér í fyrsta sinn almennilega grein fyrir því hvað hafði gerst og þá ákvað ég bara að fara að vinna á fullu í minni endurhæfingu og sleppa því að hugsa um hvað ég hefði verið að gera ef ég hefði ekki meiðst,“ sagði Ásthildur. Það kom jafnvel upp í huga hennar að hætta knattspyrnuiðkun en hún ákvað að bíða og sjá hvernig tæk- ist að jafna sig af þessum meiðsl- um. Nú er hún nánast búin að jafna sig algjörlega og finnur engan verk, þetta hefur gengið framar vonum. ,,Þegar ég var í þessum meiðslum ákvað ég að einbeita mér bara alfarið að náminu en það var frekar erfitt því ég er svo vön því að vera í fótboltanum með.“ Umfjöllun samhliða árangri Uppgangur íslenska kvennalands- liðsins hefur vakið athygli og seg- ir Ásthildur að KSÍ eigi hrós skil- ið. ,,Um leið og við skilum árangri þá fáum við meiri umfjöllun og betri umgjörð í kringum liðið. Við höfum náð að halda stemmning- unni mjög góðri í liðinu og sam- hliða því náð góðum árangri, það gerir þetta mjög skemmtilegt eins og þetta hefur verið allan þann tíma sem ég hef verið í landslið- inu,“ sagði Ásthildur sem átti erfitt með að svara því hver væri hápunkturinn á hennar ferli. ,,Ég get nefnt það þegar ég var valinn í úrvalsliðið úti í Ameríku, það var mjög mikill heiður. Svo allir þeir landsleikir sem ég hef keppt, og sérstaklega þegar vel gengur. Þá má einnig nefna sem hápunkta.“ Árið 2001 var Ásthildur í Bandaríkjunum og fékk að kynn- ast fyrirkomulaginu þar. ,,Það var mjög góð reynsla fyrir mig að vera þar, ég var í þessum háskóla- bolta og það gekk mjög vel. Ég fékk að kynnast því hvernig þær æfa og hvernig þær byggja þetta upp, þar eru aðeins öðruvísi áherslur í leikskipulagi og upp- byggingu. Það var mjög gaman að kynnast því.“ Ásthildur lék einnig stuttan tíma í Þýskalandi en líkaði ekki sérlega vel þar. ,,Það klikkaði líka eitthvað í samningamálum og ég hafði ákveðið að fara til Banda- ríkjanna um haustið þannig að ég tók þá ákvörðun að koma bara heim. Ég neita því þó ekki að það var mjög góð reynsla.“ Vanda breytti miklu Ásthildur hugsar með ánægju til þess tíma þegar hún var í 3. flokki hjá Breiðablik og þjálfarinn Vanda Sigurgeirsdóttir kom til fé- lagsins. ,,Hún kom með fullt af flottum æfingum frá Svíþjóð sem hjálp- uðu okkur rosalega mikið. Hún hjálpaði mér mjög mikið og einnig þeim kjarna í liðinu sem hún var með. Annars hef ég verið mjög heppin með þjálfara, Logi var frá- bær með landsliðinu og síðan er Jörundur líka frábær þjálfari. Svo hef ég lært marga nýja hluti hjá Malmö,“ sagði Ásthildur, hæst- ánægð með að vera farinn að sparka í bolta á nýjan leik. elvar@frettabladid.is SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Á FULLRI FERÐ Ásthildur hefur náð sér að fullu eftir meiðslin alvarlegu og hefur leikið mjög vel fyrir sænska félagið Malmö FF í upphafi sænska tímabilsins og ljóst að hún á enn mikið inni sem knattspyrnumaður. FRÉTTABLAÐIÐ/URSZULA STRINER OG ÞAÐ VAR MARK... Ásthildur hefur þjarmað hressilega að sænskum markverðum upp á síðkastið og hér sést hún hlaupa auðveldlega framhjá einum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/URSZULA STRINER Ásthildur Helgadóttir er ein allra besta knatt- spyrnukona sem Ísland hefur átt. Á mi›vikudaginn lék hún me› íslenska landsli›inu eftir langa fjarveru sökum erfi›ra mei›sla. Hún sneri aftur í æfingaleik gegn landsli›i Skotlands, sama li›i og hún fótbrotn- a›i í æfingaleik gegn flann 13. mars á sí›asta ári. Ást- hildur leikur me› Malmö í Svífljó› en li›i› trónir á toppi deildarinnar eftir sex umfer›ir og Ásthildur er næstmarkahæst í deildinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.