Fréttablaðið - 29.05.2005, Síða 64

Fréttablaðið - 29.05.2005, Síða 64
The Sunday Times gerði nýja ævisögu H.C. Andersen, Hans Christian Andersen: A New Life, að umfjöllun- arefni um síðustu helgi. Ævisagan var gefin út í tilefni af 200 ára afmæli þessa ástsæla danska rithöfundar og fellur í góðan jarðveg hjá John Carey, gagnrýn- anda blaðsins. Jens Andersen skráði ævisöguna en Tiina Nunnally snaraði henni á ensku. Bókarýnir The Sunday Times segir viljastyrk vera lykil- atriði í verkum Andersens og hann vegi jafnvel þyngra en galdrar. Þá breyti engu hvort um sé að ræða illmenni eins og Ísdrottninguna eða ósérhlífna og dygðuga Litlu hafmeyjuna. Báðar marka þær sér stefnu og halda henni í gegnum súrt og sætt. Ander- sen er þarna sagður skapa persónur sínar í sinni eig- in mynd en sjálfur hafi hann, fullur sjálfstrausts 14 ára gamall, rifið sig upp úr fátækt sveitarinnar og far- ið til Kaupmannahafnar harðákveðinn í að verða þekktur leikari. Þegar hann var svo styrktur til náms sem honum leiddist frekar sökkti hann sér í ævisög- ur manna sem hann taldi sig eiga eitthvað sameigin- legt með. Þetta voru ekki minni spámenn en Shakespeare, Byron, Leonardo da Vinci, Alexander mikli og Jesús. Helstu nýmæli þessarar ævisögu og um leið helsti kostur er að mati Carey sá gaumur sem höfundur gefur mögulegri samkynhneigð And- ersens og andstyggð hans á konum sem kynverum. Honum er líkt við eilífðarstrák sem neitar að vaxa úr grasi þar sem konur vekja hjá honum óhug um leið og þær verða kynferðislegt viðfang. Þá er því einnig haldið til haga að hann hafi lagt mikið upp úr nán- um platónskum samböndum við kynbræður sína. Andúð hans á konum er rakinn til lauslætis hans nánustu í Óðinsvéum en amma hans drýgði tekjur sínar með vændi og móðir hans bar hann undir belti þegar hún gekk að eiga skósmiðinn Andersen sem þarf ekkert endilega að hafa verið kynfaðir hans. Þá er einelti eldri stráka í sveitinni einnig talið hafa graf- ið undan kynferðisvitund Hans litla sem var meðal annars berstrípaður og niðurlægður af strákageng- inu. ERTU AÐ SAFNA PUNKTUM? 36 29. maí 2005 SUNNUDAGUR AÐALLISTINN – ALLAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason VERK AÐ VINNA Geir Svansson HVEITIBRAUÐSDAGAR James Patterson ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown HUGMYNDIR SEM BREYTTU HEIM- INUM Felipe Fernández-Armesto VÍSINDABÓKIN Ari Trausti Guðmundsson VEL MÆLT Sigurbjörn Einarsson tók saman ÍSLANDSSAGA Í MÁLI OG MYNDUM Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ís- berg ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jök- ulsdóttir SAGA HEIMSPEKINNAR Bryan Magee BARNABÆKUR ÞANKASTRIK 1 Walt Disney VÍSNABÓK IÐUNNAR Iðunn ÞANKASTRIK 3 Walt Disney ÞANKASTRIK 2 Walt Disney ÚRVALSÆVINTÝRI H.C. ANDERSENS H.C. Andersen KALLI Á ÞAKINU Astrid Lindgren GEITUNGURINN 1 Árni Árnason og Halldór Baldursson ATLAS BARNANNA Anita Ganeri og Chris Oxlade LÍNA LANGSOKKUR Á KATTARATTAEY Astrid Lindgren EMMA MEIÐIR SIG Gunilla Wolde LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 18.05.05 – 24.05.05 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSON OG PENNANUM. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Sumir hlaupa upp Esjuna á hálftíma. Aðrir kjósa að lalla rólega á sínum hraða og skoða landið opnum augum. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir rölti á vit hins víðförla fjöl- miðlamanns Páls Ásgeirs Ásgeirssonar sem vill fá fleiri út í náttúruna, venjulegt fólk á öllum aldri. Í Útivistarbókinni bendir hann á tuttugu spennandi gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur. „Það á enginn einkarétt á náttúr- unni. Við eigum hana öll,“ segir ferðalangurinn og fjölmiðlamað- urinn Páll Ásgeir Ásgeirsson sem jafnframt er höfundur Útivistar- bókarinnar sem JPV útgáfa gaf út á dögnunum. Bókin geymir ómældan fróðleik og gagnleg ráð til allra sem hyggjast njóta úti- vistar í nágrenni Reykjavíkur. „Ég taldi þörf á bók sem út- skýrði fyrir venjulegu fólki hvernig það ætti að komast af stað og stunda útivist og vildi vekja athygli fólks á fjölbreyttri og skemmtilegri náttúru hér við bæjardyrnar,“ segir Páll Ásgeir, sem líkt og margir útivistarmenn er haldinn þeirri áráttu að út- breiða fagnaðarerindið. „Margir telja mikið fyrirtæki að byrja í útivist og halda að það kosta fínan fatnað og fyrirhöfn, en góðir skór, einlægur vilji og áhugi er allt sem þarf. Það er gríðarlega gaman að ganga um Ísland, þótt það sé ekki alltaf létt yfirferðar. Í bókinni vísa ég á létt- ari leiðir, því markmiðið er að koma venjulegu fólki af stað út í náttúruna. Gönguleiðirnar eru all- ar dagsverkefni; farið að morgni og komið heim að kvöldi, en erfið- ust af þeim sem í bókinni er fjall- að um er gönguleið á Botnsúlur í botni Hvalfjarðar, sem er ekki fyrir hvern sem er,“ segir Páll Ásgeir og bætir við að þótt Ísland sé á mörkum hins byggilega heims, sé ekki til neitt sem heitir vont veður. Bara vond föt. „Kuldi er hugarástand. Það er alltaf gott að vera úti, sama þótt úti sé kalt og blautt. Útivist snýst um að njóta návistar við náttúru- öflin; regnið, jörðina og moldina. Göngutíminn sem gefinn er upp í bókinni miðast við venjulegt fólk sem röltir þetta í rólegheitunum. Ég segi stundum: fjall er ekki þrekstigi með útsýni. Mig varðar ekkert um hvort einhver geti hlaupið upp Esjuna á hálftíma. Ég ætla að fara á tveimur tímum, hvílast á leiðinni og njóta fegurð- arinnar.“ Í Útivistarbókinni er að finna jafnt kunnar sem lítt kunnar gönguleiðir. „Gott dæmi um fáfarna leið er leiðin um Lambafellsgjá, sem er rétt hjá Keili á Reykjanesi. Hefðu aðstandendur Lord of the Rings- myndanna vitað af þeim stað hefðu þeir vafalaust tekið eitt at- riðanna þar, en þetta er lítið fjall sem hefur klofnað í tvennt og hægt að ganga í gegnum fjallið,“ segir Páll Ásgeir sem eyddi heilu sumri í að skoða nágrenni Reykja- víkur er hann var að leita að efni í bókina. „Skemmtilegast er að njóta úti- vistar með öðrum og auk þess ör- yggisatriði, en líka hollt og þrosk- andi að fara einn af og til. Það er íhugandi, kyrrir hugann og þannig kynnist maður sjálfum sér. Langar og erfiðar gönguferð- ir kenna manni einnig þolinmæði og nauðsyn þess að gefast ekki upp.“ ■ Fjall er ekki þrekstigi með útsýni „Hún ákvað loks að fara svo langt í burtu að móðir hennar næði ekki til hennar nema skriflega. Þá losnaði hún kannski undan áhrifa- valdi hennar.“ - Borgarstúlkan Anna grípur til kunnuglegs örþrifaráðs í skáldsög- unni Ráðskona óskast í sveit eftir Snjólaugu Bragadóttur. Bókin kom fyrst út árið 1973 en hefur verið endurútgefin í kilju. baekur@frettabladid.is > An na Smástrákur eilíf›arinnar > Bók vikunnar ... ALKEMISTINN EFTIR PAULO COELHO. Alkemistinn hefur selst í yfir 30 millj- ónum eintaka út um allan heim og hefur þegar fest sig í sessi sem sígilt meistara- verk. Bókin hefur notið mikilla vin- sælda á Íslandi og hefur nú verið endurútgefin í kilju. Thor Vilhjálmsson þýddi bókina úr portúgölsku en hér segir frá Santi- ago sem hefur í draumi fengið upp- lýsingar um fjársjóð sem kann að bíða hans í pýramídunum í Norður- Afríku. Hann leggur því af stað frá heimalandi sínu fullur væntinga um veraldlegan auð en þeir fjár- sjóðir sem hann finnur á leiðinni eru fjársjóðir andans. ÚTIVISTARMAÐUR BREIÐIR ÚT FAGNAÐARERINDIÐ Páll Ásgeir Ásgeirsson eyddi heilu sumri í að skrásetja tuttugu frábærar gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarinnar. Hann segir hollt og þroskandi að ganga einn með sjálfum sér, en skemmtilegra og öruggara að hafa félagsskap í leiðinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R „Meðal sagnfræðinga er almennt fráhvarf frá söguskoðun þjóðern- isstefnunnar,“ segir Árni Daníel Júlíusson, annar ritstjóra Íslands- sögunnar í máli og myndum, veg- legs rits sem Edda útgáfa var að senda frá sér. Bókin er endurútgáfa Íslensks söguatlas, sem kom út í þremur bindum fyrir rúmlega áratug. Þessi nýja bók er í einu bindi, þannig að fella þurfti út bæði allt erlent efni úr fyrri bókunum og líka allt efni um náttúrusögu landsins. Þar að auki voru gerðar tölu- verðar breytingar á efni bókarinn- ar, einkum efni fyrsta bindis, þar sem tekið er fullt tillit til nýrra strauma í sagnfræði. „Menn hafa farið að skoða for- tíðina með öðrum augum. Þegar menn fara að spyrja nýrra spurn- inga verða svörin líka ný, og þau vilja varpa um koll fornum svör- um.“ Þetta fráhvarf birtist ekki síst í því að yngri sagnfræðingar eru al- mennt hættir að líta svo á að Ís- lendingar hafi öldum saman verið kúgaðir þrælar Dana. „Menn líta frekar á landið sem hérað í stærra ríki eða part af ein- hverju sambandi. Í staðinn fyrir að líta til dæmis á einokunarversl- unina sem kúgunartæki Dana þá sjáum við að bændur versluðu afar lítið við Dani. Þetta var fyrst og fremst íslenska yfirstéttin, sem verslaði, og hún var bara ágætlega stæð takk fyrir. Þetta fólk var með hliðstæðar tekjur og hliðstæðir hópar á Norðurlöndunum. Deil- urnar um verslunina voru ekki deilur íslenskra bænda við danska kaupmenn, heldur voru þetta ís- lenskir aðalsmenn sem voru að deila við danska kaupmenn, sem þeir litu hvort eð er á sem borgara og þar af leiðandi litu þeir niður á kaupmennina. Þetta er alveg nýtt viðhorf sem er að koma fram í fyrsta sinn.“ Fjöldi nýrra korta var unninn sérstaklega fyrir þessa útgáfu og mikið af nýjum ljósmyndum bætt við eða skipt út. Þá hafa allar villur fyrri útgáfu verið lagfærðar. Ristjóri nýju útgáfunnar með Árna Daníel er Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur. ■ Íslandssagan hefur breyst miki› ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.