Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 67
■ SKRÝTNA FRÉTTIN Það er ekki bara sauðsvartur al- múginn sem gleymir sér í heimi Stjörnustríðsmyndanna. Sumum úr þotuliðinu er nefnilega líka brennheitt í aðdáun sinni á mynd- unum. Kelsey Grammer, sem sló í gegn í þáttunum um Staupastein og geðlækninn Fraiser Crane, upp- lýsti á dögunum að hann væri Star Wars-nörd. Reyndar segir hann að Lucas hafi sagt honum frá Stjörnu- stríðinu þegar fyrri myndirnar voru í undirbúningi. Hann var þá aðeins nítján og gerði sér vonir um að fá hlutverk í myndinni. Það seg- ir kannski allt sem segja þarf um áhuga Grammers á Star Wars að hann segist ekkert vera svekktur að hafa ekki fengið hlutverk og stillti sér glaður upp við hliðina á Chewbacca á frumsýningu. Grammer er ekki eina stjarnan sem hefur þennan áhuga. Noel Gallagher er sennilega sá sem síst skyldi ætla að væri Star Wars- nörd. Engu að síður reiddi gítar- leikarinn knái úr Oasis fúlgur fjár fyrir stormsveitarbúning úr upp- runalegu myndunum. Síðast en alls ekki síst er það Robbie Williams, sem safnar mun- um úr Star Wars-myndunum og borgaði hátt á aðra milljón fyrir eftirlíkingu af Svarthöfða-búning- num. Íbúum London ætti því ekki að bregða í brún ef þeir sæju Svarthöfða ásamt stormsveitar- manni á vappi um borgina og und- ir niðri væru þeir Noel og Robbie. NOEL GALLAGHER Er með stormsveitar- búning hangandi inn í fataskápnum hjá sér. Frægir Star Wars nördar KELSEY GRAMMER ÁSAMT CHEWBACCA Grammer er eldheitur aðdáandi Star Wars-myndanna og er ekkert svekktur yfir því að hafa ekki verið boðið að leika í fyrri myndunum á sínum tíma. ROBBIE WILLIAMS Keypti sér nákvæma eftirlíkingu af Svarthöfða-búningnum á hálfa aðra milljón. Fyrrverandi starfsmaður á búgarði Bruce Willis og Demi Moore í Idaho hefur lýst því yfir að hann sé að skrifa bók um leyndarmál Demi og Bruce á búgarðinum áður en þau skildu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn, Lawrence Bass, angrar stjörnurnar og eru þau bæði komin með nálgunarbann á hann. „Ég get ekki lýst því hversu mikill aumingi þessi maður er,“ segir lög- fræðingur Demi og Bruce. „Allt sem hann segir er vitleysa. Hann er örvæntingarfullur maður, dæmdur glæpamaður sem ég hef ekki trú á að nokkur treysti.“ Bass svarar hins vegar Demi og Bruce fullum hálsi, og vitnar í fátæklegt uppeldi Demi: „Það er hægt að taka stelpuna úr hjólhýsahverfinu en það er ekki hægt að taka hjólhýsahverfið úr stelpunni.“ Ekki hægt a› taka hjól- h‡sahverfi› úr Demi DEMI MOORE OG NÝI LEIKFÉLAGINN Demi og Bruce eru enn vinir og samstíga í baráttunni gegn Lawrence Bass. Nýleg, bresk rannsókn hefur leitt í ljós hve seint er seint. Nið- urstöður sýndu að tíu mínútur og sautján sekúndur eru sá þröskuldur sem flestum finnst of langt gengið og telja sig knúna til að hringja og tilkynna seinkun. Á sama tíma, eða á þessum tíu mínútum og sautján sekúnd- um, fæðast tólf börn í Englandi og Wales, átta umferðarslys eiga sér stað, 3.804 manneskjur fara um borð í flugvél og 590 tölvupóstar eru sendir um heim- inn. Niðurstöður sýndu einnig að einn af hverjum tíu þykir engin ástæða að tilkynna seinkun fyrr en að minnsta kosti hálftími er liðinn frá umsömdum tíma. Fleiri en átta af hverjum tíu á fimmtugsaldri segjast aldrei hafa verið seinir á ævinni því þeir séu haldnir kvíða yfir að vera of seinir á mikilvæg stefnumót eða atburði. Um sjötíu prósent ungra kvenna telja „við- urkennt og jafnvel í tísku“ að mæta seint á fyrsta stefnumót, því þá líti þær ekki út fyrir að vera „jafn örvæntingafull- ar“. Bæði kyn voru sammála um að þeim væri „nokk sama“ þótt þau yrðu sein í afmæli tengdamömmu. OF SEINT Tíu mínútur og sautján sekúndur er sá tími sem flestum finnst of seint. Hve seint er seint?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.