Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 02.06.2005, Qupperneq 16
16 2. júní 2005 FIMMTUDAGUR Kjartan Ragnarsson leik- stjóri er orðinn fram- kvæmdastjóri Landnáms- seturs í Borgarnesi sem opnað verður með pompi og prakt næsta vor. Meðal þess sem Land- námssetrið býður upp á eru ferðir um slóðir Egils Skallagrímssonar, þar sem saga hans er rakinn. Kjartan bauð bæjarstjórn Borg- arbyggðar með í eina slíka ferð í síðustu viku enda vantaði hann tilraunadýr fyrir þessar ferðir. Að sögn Páls Brynjarssonar, bæjarstjóra í Borgarbyggð, skemmtu tilraunadýrin sér hið besta og eru Borgnesingar farn- ir að hlakka til opnunar seturs- ins. Kjartan var líka ánægður með hópinn. „Þeir þekkja vel sína heimabyggð og þarna var líka Sigurjón bóndi frá Val- bjarnarvöllum með í för og hann hafði sögur að segja af þessum slóðum engu síður en ég,“ segir Kjartan. Kjartan segir að hann fari slíkar ferðir með hópa sem hafi samband en svo verði þetta að föstum lið þegar setrið verði opnað. Landnámssetrið verður til húsa í Búðarkletti og Pakkhús- inu, sem eru tvö elstu húsin í Borgarnesi, og verða þau sam- einuð með tengibyggingu. Þar verður aðstaða í kjallara til að bregða upp sem skýrastri mynd af Íslandi á landnámstímum með aðstoð tæknimiðla. Einnig verða sögumenn á svæðinu sem munu leiða fólk á lendur land- námsins. Í risinu verður svo baðstofa en þar verður leiksýn- ing á kvöldin um Egilssögu, líkt og vænta mátti af framkvæmda- stjóranum. Kjartan hefur áður verið leið- sögumaður og þá farið með hóp hestamanna til reiðar um há- lendisslóðir. „Ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast og á öll- um ferðaslóðum er einhver saga,“ segir Kjartan. „Egla er alveg kjörin til þess að fræða fólk um landnámið og því lagði ég þessa hugmynd fyrir bæjar- stjórn Borgarbyggðar fyrir einu og hálfu ári. Í framhaldi af því stofnuðum við hjónin svo fyrir- tæki ásamt bæjarfélaginu til að halda utan um þetta og nú er ég sem sagt orðinn framkvæmda- stjóri.“ Spurður hvort hann ætli að safna síðu skeggi til að vera landnámsmanni líkur á setri sínu segir Kjartan að hann verði sjálfur ekki í aðalhlutverki og því þurfi ekki til þess að koma. jse@frettabladid.is 3.238 ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR FLUTTU AF LANDI BROTT ÁRIÐ 2004. ÞAÐ VORU 455 FLEIRI EN FLUTTU TIL LANDSINS. Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ Guðrún Gerður Guðrúnardóttir, eða listakonan Gaga Skordal, rekur skran- sölu í bílskúr í Skipholti. Hún segir að salan gangi vel og alltaf séu að bætast við nýir viðskiptavinir. „Unga fólkið vill koma hingað í staðinn fyrir að fara í Ikea,“ segir Gaga hlæjandi en stúdenta- íbúðir eru í nálægð við skransöluna. Guðrún hannar líka litríkar og skrautleg- ar húfur og peysur. „Enda er ég mjög litríkur persónuleiki,“ segir Guðrún og skellir upp úr. Peysurnar kallar Guðrún stuttpeysur, en þær eru með pínulitlar ermar. Salan á þeim og húfunum geng- ur vel og eru þær vinsælar hjá öllum aldurshópum. Gaga, sem dregur nafn sitt af upphafs- stöfum sínum og systra sinna, hefur engan áhuga á að selja skranið sitt í Kolaportinu því þar er ekkert prúttað lengur. En Guðrún segist fíla það í ræmur að prútta. Varla er hægt að kalla bílskúr Guðrúnar antíkverslun en þar er þó margt gamalt. Guðrún segist finna fyrir auknum áhuga fólks á gömlum hlutum og telur að fólk vilji eignast hluti með sál. Til Guðrúnar koma stundum ferðamenn sem kaupa hönnun hennar en auk þess eitthvað af gömlu dóti. Guðrún myndi vilja sjá svipaðar skransölur úti á landi og hefur kvatt konur sem reka fyrirtæki á landsbyggðinni til að reka slíkar versl- anir, því Guðrún er viss um að ferða- menn hefðu gaman af því. Fílar fla› í ræmur a› prútta HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: GUÐRÚN GERÐUR GUÐRÚNARDÓTTIR, GAGA SKORDAL Leikstjóri á Eglusló›um KJARTAN RAGNARSSON Tilbúinn í slaginn með tilraunadýrin. Það var létt yfir bæjar- stjórn Borgarbyggðar í rútunni þó í vændum væri ferð á vígaslóðir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó N S IG U RÐ U R GAGA SKORDAL Guðrún Gerður með eina af húfum sínum í skransölunni. ÁSTKÆRA YLHÝRA Orsakavaldur? Orðið orsakavaldur er ambaga sem hefur því miður grafið um sig í íslenskunni á síðustu árum. Þegar að er gáð er það samsett úr orðunum orsakir og valdur, sem merkja hvort um sig hér um bil það sem orsaka- valdur á að merkja í hugum þeirra sem það orð nota. Orðið er því dæmi um klifun, tvítekn- ingu hugtaks sem stendur full- gilt eitt og sér. Hægt er að ímynda sér orð eins og ástæðuástæðu eða grundvall- argrunn, sem fáum dettur von- andi í hug að nota, en þau eru álíka rökrétt og orsakavaldur. magnus@frettabladid.is Fimm stjörnu tjaldstæði verður opnað í landi Fossatúns í Borgar- fjarðarsveit á morgun. Það er hluti af starfsemi Steinsnars ehf. sem er menningar- og ferðatengd ferða- þjónusta í eigu Steinars Bergs Ís- leifssonar og eiginkonu hans. Hugmyndin vaknaði með Stein- ari fyrir mörgum árum, en hann langaði að tengja saman lífsstarf sitt úr tónlistarútgáfu við ferða- þjónustu. Hann keypti jörðina Fossatún fyrir nokkrum árum og hefur síð- ustu tvö árin byggt svæðið upp. Stórt veitingahús, Tíminn og vatnið, er á staðnum þar sem pláss er fyrir 100 manns í sæti, þar verða haldnir ýmsir tónleikaviðburðir í sumar. Einnig er boðið upp á ýmsa af- þreyingu fyrir gesti og gangandi, til dæmis er stórt útitafl á staðnum, 18 holu „crazy golf“ minigolfvöllur og stærsti leikkastali á Íslandi að sögn Steinars. Hann segir staðinn vera yndis- fagran en að fáir viti af honum. Fólk geti setið á veitingastaðnum og horft yfir fossinn í ánni. Síðan er hægt að skella sér í heita potta og gufubað fyrir svefninn. - sgi TÍMINN OG VATNIÐ Tónlistarviðburðir verða á veitingahúsinu í allt sumar. Steinsnar ehf.: Opnar fimm stjörnu tjaldstæ›i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.