Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 06.06.2005, Qupperneq 2
2 6. júní 2005 MÁNUDAGUR Tölur um verð á íbúðarhúsnæði í fjölbýli á fyrsta fjórðungi ársins: firi›jungshækkun milli ára FASTEIGNIR Fasteignamat ríkisins hefur birt í fyrsta sinn tölur um þróun íbúðaverðs eftir borgar- hlutum á höfuðborgarsvæðinu með ársfjórðungstíðni. Fram- vegis munu tölur af þessu tagi birtast ársfjórðungslega. Tölurnar taka til íbúðaverðs í fjölbýli og sýna þróun einfalds meðaltals staðgreiðsluverðs á fermetra. BreytingarÝá stærð, aldri o.fl. milliÝtímabila geta skýrt breytingar á fermetra- verði Milli fyrsta ársfjórðungs 2004 og fyrsta ársfjórðungs 2005 er hækkunin mest 33,2 pró- sent á svæðinu innan Hring- brautar sem er svæðið milli Hringbrautar að sunnan og Snorrabrautar að austan. Á fjórum svæðum er hækk- unin milli ára meiri en 30 pró- sent: á áðurnefndu svæði, í Laugarnesinu, Vogunum og á svæðinu Norðurmýri, Holt, Hlíðar norðan Miklubrautar og Múlar. Minnst er verðhækkunin milli ára í Mosfellsbæ (21,1 pró- sent), Garðabæ (21,8 prósent) og á Seltjarnarnesi (23,5 prósent). Tölurnar má finna á heima- síðu Fasteignamats Ríkisins, www.fmr.is. -ifv Eldur kom upp í sumarbústað í Tálknafirði: firír taldir hafa fengi› reykeitrun ELDSVOÐI Þrír menn voru fluttir á heilsugæslustöð Patreksfjarðar vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í sumarbústað í Tálknafirði aðfaranótt sunnudags. Samkvæmi var í bústaðnum og fjöldi manns var á svæðinu þegar eldur kom upp í geymslu í húsinu. Þegar slökkvilið og lögreglu bar að garði voru gestirnir búnir að slökkva eldinn að mestu og greið- lega gekk að slökkva það bál sem eftir lifði en rétt þótti að flytja þrjá menn á heilsugæsluna til að- hlynningar. Geymslan sem kviknaði í er mikið skemmd af völdum elds og reyks og þá urðu talsverðar skemmdir af völdum reyks í öðr- um innviðum bústaðarins. Elds- upptökin liggja ekki fyrir en samkvæmt lögreglunni er ekki ólíklegt að kviknað hafi í út frá glóð. - bs Sakar forystumenn frjálslyndra um ósannindi STJÓRNMÁL Gunnar Örn Örlygsson þingmaður segir formann Frjáls- lynda flokksins fara með ósann- indi í yfirlýsingum um brott- hvarf hans úr flokknum þegar hann fullyrðir að hvergi hafi gætt misræmis í málefnalegum áherslum milli Gunnars og þing- flokksins. Hann vísar til bréfs sem hann skrifaði formanninum 18. nóvember síðastliðinn. Í því segist Gunnar ekki eiga samleið með flokknum nema til grund- vallarbreytinga komi á störfum hans. Hann segir flokkinn hafa einangrað sig frá almennri um- ræðu um þjóð- mál og telur honum líkt við gamla Alþýðu- b a n d a l a g i ð vegna upp- hrópana í hvert sinn sem tals- menn fyrir- tækja opni m u n n i n n . „Flokkurinn er miklu frekar vinstri sinnað- ur en nokkurn tímann hægra megin við miðju. Flokk- urinn hefur elt skottið á S t e i n g r í m i og Össuri frá fyrsta degi þessa kjörtímabils,“ segir í bréfinu. Í Gullkistunni, málgagni Frjálslynda flokksins, sem út kom í gær biður Guðjón A. Krist- jánsson formaður flokksmenn afsökunar á brotthvarfi Gunnars og segir sinnaskipti hans hafa komið mjög á óvart „því tveim tímum áður höfðum við rætt saman um þátttöku hans í eld- húsdagsumræðu daginn eftir, 10. maí“. Gunnar Örn segir fullyrðing- ar Guðjóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns frjálslyndra, rangar um að hvergi og aldrei hafi bólað á mál- efnalegum áherslumun milli hans og þeirra. „Báðir hafa ít- rekað komið fram og fullyrt þessi ósannindi. Það verða þeir að eiga við sig og getur varla talist þeim til framdráttar. Ég bið kjósendur Frjálslynda flokksins afsök- unar á hverflyndi þeirra sem eftir sitja í veikum þingflokki frjáls- lyndra,“ segir Gunnar Örn og tel- ur flokkinn hafa brugðist kjósend- um sínum. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur um tímasetningu úr- sagnar sinnar og áréttaði að Guðjón hefði fyrstur fengið að vita af ákvörðun sinni. Þó freistandi hafi verið segist Gunnar hafa ákveðið að birta ekki umrætt bréf til Guðjóns þegar um- skiptingarnar stóðu yfir. „Ég leyfði mér að trúa að forsvarsmenn frjálslyndra og sér- staklega Guðjón myndu mæta þessari ákvörðun minni með reisn. Því miður hefur hið önd- verða komið í ljós. Ég vona að birting bréfsins muni hreinsa mig af þeim ósannindum sem eftirstandandi þingflokkur frjálslyndra hefur haldið uppi og afhjúpi þá um leið sem rangt höfðu við.“ olikr@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Magnús, er flingmannakaupi› svona naumt skammta›? „Alls ekki. Mér finnst bara gaman að komast á sjó aftur og taka til hendinni.“ Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fór túr sem háseti á síldveiðar um dag- inn og ætlar aftur innan tíðar. Hásetahluturinn í sæmilegum túr er í kringum tvö til þrjú hundruð þúsund krónur. NOKKUÐ SKEMMDUR Fjöldi fólks var í gleðskap í bústaðnum þegar eldurinn kom upp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B ER G ST EI N N S IG U RÐ SS O N Gunnar Örn Örlygsson segir formann og varaformann Frjálslynda flokksins fara me› ósannindi í l‡singum á a›draganda fless a› hann sag›i sig úr flokknum og gekk til li›s vi› Sjálfstæ›isflokkinn. Gu›jón A. Krist- jánsson, forma›ur frjálslyndra, hefur be›i› kjósendur flokksins afsökunar á brotthvarfi Gunnars Arnar. GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON HÆKKUN Á FASTEIGNAVERÐI MILLI FYRSTU ÁRSFJÓRÐUNGA ÁRANNA 2004 OG 2005 Svæði Hækkun Innan Hringbrautar 33,2% Vogar 32,6% Norðurmýri, Holt, Hlíðar norðan Miklubrautar, Múlar 32,2% Laugarnes 31,1% Hafnarfjörður 29,7% VERÐ ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS Í FJÖLBÝLI Á fjór- um svæðum er hækkunin á verði íbúða- verðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hærri en 30 prósent. RÁNYRKJA Stórtækur fiskistuldur á sér stað á Atlantshafi. Skip á veiðum: Sjóræningjar ræna fiskinum SJÁVARÚTVEGUR Sex til sjö sjóræn- ingjaskip frá löndum sem ekki eiga aðild að fiskveiðistjórnunar- svæði Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar hafa stund- að ólöglegar veiðar á Reykjanes- hrygg á undanförnum mánuðum. Vitað er að einhver skipanna koma frá löndum eins og Dóminíku og Belís. Á föstudag hafði Landhelgis- gæslan spurnir af flutningaskip- inu Sunny Jane, sem skráð er í Belís, sem ólöglega veiddum afla hafði verið umskipað í. Sunny Jane var búið að boða komu sína í Hollandi samkvæmt hollensku strandgæslunni. Íslenska land- helgisgæslan hefur ekki haft neinar spurnir af Sunny Jane síð- an. -ifv MEÐ TÓL TIL FÍKNIEFNANEYSLU Í FARTESKINU Lögreglan í Vík í Mýrdal stöðvaði nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæm- inu í gær. Þeirra á meðal var einn sem hafði ekið bíl sínumá Mýr- dalssandi á tæplega 130 kíló- metra hraða á klukkustund. Við nánari athugun komu í ljós tæki til fíkniefnaneyslu og lítilræði af sterkum efnum. Ökumaðurinn var þó ekki sjálfur undir áhrifum eftir því sem best er vitað. LÖGREGLUFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.